Gasblaður Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 30. september 2019 07:00 Fyrir skömmu körpuðu borgarfulltrúar um bann á gasblöðrum, eins og þýska söngkonan Nena hafi ekki átt nógu erfitt. Rökin fyrir hugmyndinni eru að í dag sé skortur á helíum í heiminum, en í vísindasamfélaginu er gastegundin meðal annars notuð í geimvísindum og heilbrigðisgeiranum. Sú notkun hlýtur að þykja öllu mikilvægari í breiðara samhenginu en stundargleði óvita í sykursjokki á þjóðhátíðardegi Íslands sem núllast gjarnan út þegar blaðran fýkur á braut. Þess vegna var erfitt að husga sér að nokkur myndi stilla sér upp gegn þessu banni. Það gerðist nú samt og mótrökin voru hvimleið. Að stærri vandamál steðji að heiminum í dag, hægt sé að beita sér betur í flokkun og endurvinnslu, aðgengi að rusli geti verið bætt og að hægt sé að skipuleggja SORPU betur. Það má lengi bæta við þennan lista enda er enginn skortur á stórum vandamálum í heiminum í dag. Við gætum til að mynda byrjað á að komast að því af hverju slæmir hlutir gerast fyrir gott fólk áður en við förum að banna gasblöðrur. Þessi gamla tugga er gömul og ný tugga því þótt vissulega séu stærri vandamál í heiminum þá koma þau ekki í veg fyrir að unnið sé að smærri vandamálum líka. Lítil vandamál eru oft auðveld viðureignar, í þessu tilfelli einfalt bann á skemmtilegum óþarfa. Stór vandamál eiga það til að vera erfið viðureignar, og það þarf ekki að setja allt annað á hakann þar til þau eru leyst. Ef verkefni væru leyst í röð frá því stærsta að því smæsta þá kæmist ekkert í verk. Það er alveg hægt að bursta tennurnar þótt maður sé fótbrotinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu körpuðu borgarfulltrúar um bann á gasblöðrum, eins og þýska söngkonan Nena hafi ekki átt nógu erfitt. Rökin fyrir hugmyndinni eru að í dag sé skortur á helíum í heiminum, en í vísindasamfélaginu er gastegundin meðal annars notuð í geimvísindum og heilbrigðisgeiranum. Sú notkun hlýtur að þykja öllu mikilvægari í breiðara samhenginu en stundargleði óvita í sykursjokki á þjóðhátíðardegi Íslands sem núllast gjarnan út þegar blaðran fýkur á braut. Þess vegna var erfitt að husga sér að nokkur myndi stilla sér upp gegn þessu banni. Það gerðist nú samt og mótrökin voru hvimleið. Að stærri vandamál steðji að heiminum í dag, hægt sé að beita sér betur í flokkun og endurvinnslu, aðgengi að rusli geti verið bætt og að hægt sé að skipuleggja SORPU betur. Það má lengi bæta við þennan lista enda er enginn skortur á stórum vandamálum í heiminum í dag. Við gætum til að mynda byrjað á að komast að því af hverju slæmir hlutir gerast fyrir gott fólk áður en við förum að banna gasblöðrur. Þessi gamla tugga er gömul og ný tugga því þótt vissulega séu stærri vandamál í heiminum þá koma þau ekki í veg fyrir að unnið sé að smærri vandamálum líka. Lítil vandamál eru oft auðveld viðureignar, í þessu tilfelli einfalt bann á skemmtilegum óþarfa. Stór vandamál eiga það til að vera erfið viðureignar, og það þarf ekki að setja allt annað á hakann þar til þau eru leyst. Ef verkefni væru leyst í röð frá því stærsta að því smæsta þá kæmist ekkert í verk. Það er alveg hægt að bursta tennurnar þótt maður sé fótbrotinn.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar