Segir Trump hafa svikið Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2019 18:59 Joe Biden segir Trump þegar hafa sakfellt sjálfan sig með orðum sínum og gjörðum. AP/Elise Amendola Joe Biden hefur í fyrsta sinn kallað eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verði ákærður fyrir embættisbrot. Biden, sem er að reyna að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári, segir Trump hafa svikið Bandaríkin og framið embættisbrot. „Með orðum sínum og aðgerðum hefur Trump ákært sjálfan sig. Með því að hindra framgang réttvísinnar og að neita að starfa með rannsókn þingsins, hefur hann sömuleiðis þegar sakfellt sjálfan sig. Fyrir framan heiminn og alla þjóðina hefur Donald Trump brotið gegn embættiseið sínu og svikið þessa þjóð,“ sagði Biden á sjöunda tímanum í dag. Hann sagði nauðsynlegt að ákæra Trump fyrir embættisbrot til að vernda stjórnarskrá og lýðræði Bandaríkjanna. Ekki bara vegna þess hvað Trump hefði gert heldur vegna þeirrar ógnar sem stafar af Trump. „Eitt varðandi þennan forseta er augljóst og ég held að enginn geti haldið öðru fram. Hann hefur fundið fyrir neinum takmörkunum á valdi sínu, sama hvað stjórnarskráin segir,“ sagði Biden. Hann sagði Trump í þeirri trú að hann kæmist upp með hvað sem hann gerði. „Við hlógum öll þegar hann sagðist geta skotið einhvern á fimmta breiðstræti [Í New York] og komist upp með það. Þetta er ekki brandari. Hann er að skjóta göt á stjórnarskrána og við getum ekki leyft honum að komast upp með það.“For the first time, former Vice President Joe Biden called for President Trump's impeachment. https://t.co/02Q05Z0KwPpic.twitter.com/sc5tYVXfrF — CNN Newsroom (@CNNnewsroom) October 9, 2019 Formlegt ákæruferli gegn Trump byggir að mestu leyti á því að forsetinn bað forseta Úkraínu um að rannsaka Biden og son hans Hunter, sem var í stjórn úkraínsk orkufyrirtækis. Trump hefur ítrekað sakað þá feðga um spillingu og jafnvel þjófnað, án þess þó að hafa mikið fyrir sér.Sjá einnig: Úkraínumenn ætla að rannsaka son BidenBiden ítrekaði það að gögn og fréttaflutningur hefði sannað að lítið væri til í ásökunum Trump og sagði ekkert til í ásökunum Trump í garð þeirra feðga. Þá hefur Trump og bandamenn hans birt auglýsingar víða í Bandaríkjunum sem beinast gegn Biden og er hann sakaður um spillingu í þeim. Biden tengdi þessa viðleitni Trump við áróðursmeistara Nasistaflokksins á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, Joseph Goebbels og hafði eftir honum að „ef þú segir það nógu lengi og nógu of, fer fólk að trúa því,“ samkvæmt frétt New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Annar uppljóstrari stígur fram Mark Zaid, lögmaður uppljóstrarans sem greindi frá samskiptum Donald Trump Bandaríkjaforseta og erlends þjóðarleiðtoga segir annan uppljóstrara hafa stigið fram í málinu. 6. október 2019 13:31 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Trump lýsir yfir stríði við þingið Ríkisstjórn Donald Trump ætlar ekki á nokkurn hátt að starfa með þingmönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á nokkurn hátt og lögmaður forsetans segir ákæruferlið gegn forsetanum vera ólögmætt. 8. október 2019 22:01 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Joe Biden hefur í fyrsta sinn kallað eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verði ákærður fyrir embættisbrot. Biden, sem er að reyna að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári, segir Trump hafa svikið Bandaríkin og framið embættisbrot. „Með orðum sínum og aðgerðum hefur Trump ákært sjálfan sig. Með því að hindra framgang réttvísinnar og að neita að starfa með rannsókn þingsins, hefur hann sömuleiðis þegar sakfellt sjálfan sig. Fyrir framan heiminn og alla þjóðina hefur Donald Trump brotið gegn embættiseið sínu og svikið þessa þjóð,“ sagði Biden á sjöunda tímanum í dag. Hann sagði nauðsynlegt að ákæra Trump fyrir embættisbrot til að vernda stjórnarskrá og lýðræði Bandaríkjanna. Ekki bara vegna þess hvað Trump hefði gert heldur vegna þeirrar ógnar sem stafar af Trump. „Eitt varðandi þennan forseta er augljóst og ég held að enginn geti haldið öðru fram. Hann hefur fundið fyrir neinum takmörkunum á valdi sínu, sama hvað stjórnarskráin segir,“ sagði Biden. Hann sagði Trump í þeirri trú að hann kæmist upp með hvað sem hann gerði. „Við hlógum öll þegar hann sagðist geta skotið einhvern á fimmta breiðstræti [Í New York] og komist upp með það. Þetta er ekki brandari. Hann er að skjóta göt á stjórnarskrána og við getum ekki leyft honum að komast upp með það.“For the first time, former Vice President Joe Biden called for President Trump's impeachment. https://t.co/02Q05Z0KwPpic.twitter.com/sc5tYVXfrF — CNN Newsroom (@CNNnewsroom) October 9, 2019 Formlegt ákæruferli gegn Trump byggir að mestu leyti á því að forsetinn bað forseta Úkraínu um að rannsaka Biden og son hans Hunter, sem var í stjórn úkraínsk orkufyrirtækis. Trump hefur ítrekað sakað þá feðga um spillingu og jafnvel þjófnað, án þess þó að hafa mikið fyrir sér.Sjá einnig: Úkraínumenn ætla að rannsaka son BidenBiden ítrekaði það að gögn og fréttaflutningur hefði sannað að lítið væri til í ásökunum Trump og sagði ekkert til í ásökunum Trump í garð þeirra feðga. Þá hefur Trump og bandamenn hans birt auglýsingar víða í Bandaríkjunum sem beinast gegn Biden og er hann sakaður um spillingu í þeim. Biden tengdi þessa viðleitni Trump við áróðursmeistara Nasistaflokksins á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, Joseph Goebbels og hafði eftir honum að „ef þú segir það nógu lengi og nógu of, fer fólk að trúa því,“ samkvæmt frétt New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Annar uppljóstrari stígur fram Mark Zaid, lögmaður uppljóstrarans sem greindi frá samskiptum Donald Trump Bandaríkjaforseta og erlends þjóðarleiðtoga segir annan uppljóstrara hafa stigið fram í málinu. 6. október 2019 13:31 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Trump lýsir yfir stríði við þingið Ríkisstjórn Donald Trump ætlar ekki á nokkurn hátt að starfa með þingmönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á nokkurn hátt og lögmaður forsetans segir ákæruferlið gegn forsetanum vera ólögmætt. 8. október 2019 22:01 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Annar uppljóstrari stígur fram Mark Zaid, lögmaður uppljóstrarans sem greindi frá samskiptum Donald Trump Bandaríkjaforseta og erlends þjóðarleiðtoga segir annan uppljóstrara hafa stigið fram í málinu. 6. október 2019 13:31
Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45
Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00
Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12
Trump lýsir yfir stríði við þingið Ríkisstjórn Donald Trump ætlar ekki á nokkurn hátt að starfa með þingmönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á nokkurn hátt og lögmaður forsetans segir ákæruferlið gegn forsetanum vera ólögmætt. 8. október 2019 22:01