Segir Trump hafa svikið Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2019 18:59 Joe Biden segir Trump þegar hafa sakfellt sjálfan sig með orðum sínum og gjörðum. AP/Elise Amendola Joe Biden hefur í fyrsta sinn kallað eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verði ákærður fyrir embættisbrot. Biden, sem er að reyna að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári, segir Trump hafa svikið Bandaríkin og framið embættisbrot. „Með orðum sínum og aðgerðum hefur Trump ákært sjálfan sig. Með því að hindra framgang réttvísinnar og að neita að starfa með rannsókn þingsins, hefur hann sömuleiðis þegar sakfellt sjálfan sig. Fyrir framan heiminn og alla þjóðina hefur Donald Trump brotið gegn embættiseið sínu og svikið þessa þjóð,“ sagði Biden á sjöunda tímanum í dag. Hann sagði nauðsynlegt að ákæra Trump fyrir embættisbrot til að vernda stjórnarskrá og lýðræði Bandaríkjanna. Ekki bara vegna þess hvað Trump hefði gert heldur vegna þeirrar ógnar sem stafar af Trump. „Eitt varðandi þennan forseta er augljóst og ég held að enginn geti haldið öðru fram. Hann hefur fundið fyrir neinum takmörkunum á valdi sínu, sama hvað stjórnarskráin segir,“ sagði Biden. Hann sagði Trump í þeirri trú að hann kæmist upp með hvað sem hann gerði. „Við hlógum öll þegar hann sagðist geta skotið einhvern á fimmta breiðstræti [Í New York] og komist upp með það. Þetta er ekki brandari. Hann er að skjóta göt á stjórnarskrána og við getum ekki leyft honum að komast upp með það.“For the first time, former Vice President Joe Biden called for President Trump's impeachment. https://t.co/02Q05Z0KwPpic.twitter.com/sc5tYVXfrF — CNN Newsroom (@CNNnewsroom) October 9, 2019 Formlegt ákæruferli gegn Trump byggir að mestu leyti á því að forsetinn bað forseta Úkraínu um að rannsaka Biden og son hans Hunter, sem var í stjórn úkraínsk orkufyrirtækis. Trump hefur ítrekað sakað þá feðga um spillingu og jafnvel þjófnað, án þess þó að hafa mikið fyrir sér.Sjá einnig: Úkraínumenn ætla að rannsaka son BidenBiden ítrekaði það að gögn og fréttaflutningur hefði sannað að lítið væri til í ásökunum Trump og sagði ekkert til í ásökunum Trump í garð þeirra feðga. Þá hefur Trump og bandamenn hans birt auglýsingar víða í Bandaríkjunum sem beinast gegn Biden og er hann sakaður um spillingu í þeim. Biden tengdi þessa viðleitni Trump við áróðursmeistara Nasistaflokksins á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, Joseph Goebbels og hafði eftir honum að „ef þú segir það nógu lengi og nógu of, fer fólk að trúa því,“ samkvæmt frétt New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Annar uppljóstrari stígur fram Mark Zaid, lögmaður uppljóstrarans sem greindi frá samskiptum Donald Trump Bandaríkjaforseta og erlends þjóðarleiðtoga segir annan uppljóstrara hafa stigið fram í málinu. 6. október 2019 13:31 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Trump lýsir yfir stríði við þingið Ríkisstjórn Donald Trump ætlar ekki á nokkurn hátt að starfa með þingmönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á nokkurn hátt og lögmaður forsetans segir ákæruferlið gegn forsetanum vera ólögmætt. 8. október 2019 22:01 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Joe Biden hefur í fyrsta sinn kallað eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verði ákærður fyrir embættisbrot. Biden, sem er að reyna að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári, segir Trump hafa svikið Bandaríkin og framið embættisbrot. „Með orðum sínum og aðgerðum hefur Trump ákært sjálfan sig. Með því að hindra framgang réttvísinnar og að neita að starfa með rannsókn þingsins, hefur hann sömuleiðis þegar sakfellt sjálfan sig. Fyrir framan heiminn og alla þjóðina hefur Donald Trump brotið gegn embættiseið sínu og svikið þessa þjóð,“ sagði Biden á sjöunda tímanum í dag. Hann sagði nauðsynlegt að ákæra Trump fyrir embættisbrot til að vernda stjórnarskrá og lýðræði Bandaríkjanna. Ekki bara vegna þess hvað Trump hefði gert heldur vegna þeirrar ógnar sem stafar af Trump. „Eitt varðandi þennan forseta er augljóst og ég held að enginn geti haldið öðru fram. Hann hefur fundið fyrir neinum takmörkunum á valdi sínu, sama hvað stjórnarskráin segir,“ sagði Biden. Hann sagði Trump í þeirri trú að hann kæmist upp með hvað sem hann gerði. „Við hlógum öll þegar hann sagðist geta skotið einhvern á fimmta breiðstræti [Í New York] og komist upp með það. Þetta er ekki brandari. Hann er að skjóta göt á stjórnarskrána og við getum ekki leyft honum að komast upp með það.“For the first time, former Vice President Joe Biden called for President Trump's impeachment. https://t.co/02Q05Z0KwPpic.twitter.com/sc5tYVXfrF — CNN Newsroom (@CNNnewsroom) October 9, 2019 Formlegt ákæruferli gegn Trump byggir að mestu leyti á því að forsetinn bað forseta Úkraínu um að rannsaka Biden og son hans Hunter, sem var í stjórn úkraínsk orkufyrirtækis. Trump hefur ítrekað sakað þá feðga um spillingu og jafnvel þjófnað, án þess þó að hafa mikið fyrir sér.Sjá einnig: Úkraínumenn ætla að rannsaka son BidenBiden ítrekaði það að gögn og fréttaflutningur hefði sannað að lítið væri til í ásökunum Trump og sagði ekkert til í ásökunum Trump í garð þeirra feðga. Þá hefur Trump og bandamenn hans birt auglýsingar víða í Bandaríkjunum sem beinast gegn Biden og er hann sakaður um spillingu í þeim. Biden tengdi þessa viðleitni Trump við áróðursmeistara Nasistaflokksins á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, Joseph Goebbels og hafði eftir honum að „ef þú segir það nógu lengi og nógu of, fer fólk að trúa því,“ samkvæmt frétt New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Annar uppljóstrari stígur fram Mark Zaid, lögmaður uppljóstrarans sem greindi frá samskiptum Donald Trump Bandaríkjaforseta og erlends þjóðarleiðtoga segir annan uppljóstrara hafa stigið fram í málinu. 6. október 2019 13:31 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Trump lýsir yfir stríði við þingið Ríkisstjórn Donald Trump ætlar ekki á nokkurn hátt að starfa með þingmönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á nokkurn hátt og lögmaður forsetans segir ákæruferlið gegn forsetanum vera ólögmætt. 8. október 2019 22:01 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Annar uppljóstrari stígur fram Mark Zaid, lögmaður uppljóstrarans sem greindi frá samskiptum Donald Trump Bandaríkjaforseta og erlends þjóðarleiðtoga segir annan uppljóstrara hafa stigið fram í málinu. 6. október 2019 13:31
Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45
Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00
Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12
Trump lýsir yfir stríði við þingið Ríkisstjórn Donald Trump ætlar ekki á nokkurn hátt að starfa með þingmönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á nokkurn hátt og lögmaður forsetans segir ákæruferlið gegn forsetanum vera ólögmætt. 8. október 2019 22:01