Umboðsmaður glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 19:00 Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Ísland fullgilti fyrr á árinu svokallaða OPCAT-bókun sem er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Umboðsmaður annast eftirlit því tengdu og hafa starfsmenn embættisins sem annast frumkvæðisrannsóknir sinnt þeim verkefnum. „Við erum í vandræðum bara vegna skorts á mannskap, að sinna þessum frumkvæðismálum,“ sagði Tryggvi á fundi nefndarinnar í morgun. Hann hafi óskað eftir því að bæta við stöðugildi en ekki hafi verið tekið tillit til þess í fjármálaáætlun. Það hefur þó sýnt sig að OPCAT-eftirlitið skiptir máli en tvær fyrstu heimsóknirnar voru í fyrra. Annars vegar var heimsótt neyðarvistunin á meðferðarstöðinni Stuðlum og hins vegar þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi og eru skýrslur um heimsóknirnar væntanlegar á næstunni. „Þarna eru einstaklingar vistaðir á grundvelli sjálfræðissviptingar. Stofnunin telur þörf á því að beita inngripum þar sem að álitamálið er þá umfram læknismeðferð. Þetta geta verið sannkallaðar þvinganir eða jafnvel valdbeitingar og þá er vandamálið þetta: Samkvæmt reglum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að, þá þarf bara lagaheimild fyrir þessu. Það er vandamálið,“ sagði Tryggvi. Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Ísland fullgilti fyrr á árinu svokallaða OPCAT-bókun sem er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Umboðsmaður annast eftirlit því tengdu og hafa starfsmenn embættisins sem annast frumkvæðisrannsóknir sinnt þeim verkefnum. „Við erum í vandræðum bara vegna skorts á mannskap, að sinna þessum frumkvæðismálum,“ sagði Tryggvi á fundi nefndarinnar í morgun. Hann hafi óskað eftir því að bæta við stöðugildi en ekki hafi verið tekið tillit til þess í fjármálaáætlun. Það hefur þó sýnt sig að OPCAT-eftirlitið skiptir máli en tvær fyrstu heimsóknirnar voru í fyrra. Annars vegar var heimsótt neyðarvistunin á meðferðarstöðinni Stuðlum og hins vegar þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi og eru skýrslur um heimsóknirnar væntanlegar á næstunni. „Þarna eru einstaklingar vistaðir á grundvelli sjálfræðissviptingar. Stofnunin telur þörf á því að beita inngripum þar sem að álitamálið er þá umfram læknismeðferð. Þetta geta verið sannkallaðar þvinganir eða jafnvel valdbeitingar og þá er vandamálið þetta: Samkvæmt reglum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að, þá þarf bara lagaheimild fyrir þessu. Það er vandamálið,“ sagði Tryggvi.
Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira