Áskoranir og tækifæri í lánveitingum til fyrirtækja Gunnar Gunnarsson skrifar 9. október 2019 07:30 Fyrir tveimur vikum fjallaði Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, um muninn á sjálfvirkum lánveitingum til einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar. Í framhaldi af því má skoða hvaða tækifæri og áskoranir felast í sjálfvirkri lánveitingu til fyrirtækja á Íslandi. Helsti markhópur erlendra fjártæknifyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SMEs, Small and Medium Enterprises eða MSMEs, Micro, Small and Medium Enterprises). Þarfir stórra fyrirtækja eru oft það flóknar að þau þurfa sérstaka þjónustu eða þá að þau hreinlega fjármagna sig sjálf með skuldabréfaútgáfu. Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins þá flokkast fyrirtæki sem MSME ef það uppfyllir tvö skilyrði, er með undir 250 starfsmenn annars vegar og er hins vegar með veltu undir 7,5 milljörðum króna eða eignir undir 6,5 milljörðum króna. Í Evrópu eru meira en 24 milljónir SME sem jafngildir meira en 99% allra fyrirtækja. Evrópsk SME standa á bak við rúmlega helming allrar veltu og tæplega 60% rekstrarhagnaðar allra fyrirtækja.Flest fyrirtæki smá og meðalstór Á Íslandi eru hlutföllin svipuð en fjöldinn talsvert minni. Um 35.000 fyrirtæki (ehf. og hf.) skila ársreikningum til RSK á ári hverju og af þeim eru um 20.000 í virkum daglegum rekstri utan fjármálageirans og virk á lánamarkaði. Það jafngildir um 60 fyrirtækjum á hverja 1.000 íbúa sem er mjög nálægt meðaltali innan Evrópusambandsins. Í löndum ESB er fjöldinn á bilinu 30-120 fyrirtæki á hverja 1.000 íbúa. Einungis um 100 fyrirtækja á Íslandi, eða 0,5%, teljast sem stór fyrirtæki svo nánast öll félög á Íslandi teljast sem MSMEs. Erlendis er hugtakið „financial inclusion“ stundum notað þegar talað er um aðgerðir til að bæta aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja að lánsfé. Þetta hugtak er einnig notað í minna þróuðum ríkjum um einstaklinga sem hafa ekki aðgang að hefðbundinni fjármálaþjónustu. Ástæðan fyrir því er líklega sú að ábatinn af auknu aðgengi að lánsfé er að mörgu leyti svipaður fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þ.e. styrking og vöxtur hagkerfisins, nýsköpun, ný störf og annað í þeim dúr. Spyrja má hvort sama eigi við á Íslandi, þ.e. hvort takmarkað aðgengi að lánsfé hamli vexti smárra og meðalstórra fyrirtækja og aftri þar með hagkerfinu sem heild?Fjölbreytileikinn áskorun Eitt af vandamálunum við að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum fyrirgreiðslu, umfram öll fjármálaleg og áhættuleg sjónarmið, er fjölbreytileiki fyrirtækjanna. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafnmisjöfn og þau eru mörg og þurfa oft sérsniðna þjónustu sem fer eftir því í hvaða starfsemi þau eru. Á Íslandi er fjölbreytileiki smárra og meðalstórra fyrirtækja ekki mikið minni en erlendis en það eru færri fyrirtæki í hverjum flokki. Í Bretlandi veita bankar um 70.000 lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á hverjum ársfjórðungi. Ef við myndum varpa þeim fjölda yfir á íslenskan skala myndi það jafngilda í kringum 400 lánum á hverjum ársfjórðungi. Það er ekki mikill fjöldi, sérstaklega ef um er að ræða lán til fyrirtækja í 10-20 mismunandi geirum. Á hinn bóginn stunda fyrirtæki gríðarmikil reikningsviðskipti sín á milli og getur fjöldi útgefinna reikninga oft skipt þúsundum hjá einu fyrirtæki í hverjum mánuði. Heildarfjárhæð útistandandi viðskiptakrafna hjá íslenskum fyrirtækjum er mæld í hundruðum milljarða á hverjum tímapunkti.Mikið af upplýsingum til reiðu Mikil tækifæri eru í fjártæknilausnum til fyrirtækja en vanda þarf til verka og íhuga vel hvaða þarfir á að leysa, sérstaklega á litlum markaði eins og á Íslandi. Ísland býr hins vegar að því að vera vel í stakk búið tæknilega og lagalega til að sjálfvirknivæða ferla í lánveitingu til fyrirtækja. Ólíkt mörgum öðrum löndum þá er hér mikið af miðlægum upplýsingum til reiðu, svo sem rafræn fyrirtækjaskrá, ársreikningar og lánshæfismat fyrir öll fyrirtæki. Einnig er tiltölulega einstakt við Ísland að nánast allar kröfur eru geymdar miðlægt hjá Reiknistofu bankanna sem einfaldar öll samskipti milli fjármálastofnana. Íslensk fjártæknifyrirtæki búa því við miklar áskoranir ef þau ætla sér að auðvelda fyrirtækjum aðgengi að lánsfé en möguleikarnir eru jafnframt miklir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur vikum fjallaði Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, um muninn á sjálfvirkum lánveitingum til einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar. Í framhaldi af því má skoða hvaða tækifæri og áskoranir felast í sjálfvirkri lánveitingu til fyrirtækja á Íslandi. Helsti markhópur erlendra fjártæknifyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SMEs, Small and Medium Enterprises eða MSMEs, Micro, Small and Medium Enterprises). Þarfir stórra fyrirtækja eru oft það flóknar að þau þurfa sérstaka þjónustu eða þá að þau hreinlega fjármagna sig sjálf með skuldabréfaútgáfu. Samkvæmt skilgreiningu Evrópusambandsins þá flokkast fyrirtæki sem MSME ef það uppfyllir tvö skilyrði, er með undir 250 starfsmenn annars vegar og er hins vegar með veltu undir 7,5 milljörðum króna eða eignir undir 6,5 milljörðum króna. Í Evrópu eru meira en 24 milljónir SME sem jafngildir meira en 99% allra fyrirtækja. Evrópsk SME standa á bak við rúmlega helming allrar veltu og tæplega 60% rekstrarhagnaðar allra fyrirtækja.Flest fyrirtæki smá og meðalstór Á Íslandi eru hlutföllin svipuð en fjöldinn talsvert minni. Um 35.000 fyrirtæki (ehf. og hf.) skila ársreikningum til RSK á ári hverju og af þeim eru um 20.000 í virkum daglegum rekstri utan fjármálageirans og virk á lánamarkaði. Það jafngildir um 60 fyrirtækjum á hverja 1.000 íbúa sem er mjög nálægt meðaltali innan Evrópusambandsins. Í löndum ESB er fjöldinn á bilinu 30-120 fyrirtæki á hverja 1.000 íbúa. Einungis um 100 fyrirtækja á Íslandi, eða 0,5%, teljast sem stór fyrirtæki svo nánast öll félög á Íslandi teljast sem MSMEs. Erlendis er hugtakið „financial inclusion“ stundum notað þegar talað er um aðgerðir til að bæta aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja að lánsfé. Þetta hugtak er einnig notað í minna þróuðum ríkjum um einstaklinga sem hafa ekki aðgang að hefðbundinni fjármálaþjónustu. Ástæðan fyrir því er líklega sú að ábatinn af auknu aðgengi að lánsfé er að mörgu leyti svipaður fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þ.e. styrking og vöxtur hagkerfisins, nýsköpun, ný störf og annað í þeim dúr. Spyrja má hvort sama eigi við á Íslandi, þ.e. hvort takmarkað aðgengi að lánsfé hamli vexti smárra og meðalstórra fyrirtækja og aftri þar með hagkerfinu sem heild?Fjölbreytileikinn áskorun Eitt af vandamálunum við að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum fyrirgreiðslu, umfram öll fjármálaleg og áhættuleg sjónarmið, er fjölbreytileiki fyrirtækjanna. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafnmisjöfn og þau eru mörg og þurfa oft sérsniðna þjónustu sem fer eftir því í hvaða starfsemi þau eru. Á Íslandi er fjölbreytileiki smárra og meðalstórra fyrirtækja ekki mikið minni en erlendis en það eru færri fyrirtæki í hverjum flokki. Í Bretlandi veita bankar um 70.000 lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á hverjum ársfjórðungi. Ef við myndum varpa þeim fjölda yfir á íslenskan skala myndi það jafngilda í kringum 400 lánum á hverjum ársfjórðungi. Það er ekki mikill fjöldi, sérstaklega ef um er að ræða lán til fyrirtækja í 10-20 mismunandi geirum. Á hinn bóginn stunda fyrirtæki gríðarmikil reikningsviðskipti sín á milli og getur fjöldi útgefinna reikninga oft skipt þúsundum hjá einu fyrirtæki í hverjum mánuði. Heildarfjárhæð útistandandi viðskiptakrafna hjá íslenskum fyrirtækjum er mæld í hundruðum milljarða á hverjum tímapunkti.Mikið af upplýsingum til reiðu Mikil tækifæri eru í fjártæknilausnum til fyrirtækja en vanda þarf til verka og íhuga vel hvaða þarfir á að leysa, sérstaklega á litlum markaði eins og á Íslandi. Ísland býr hins vegar að því að vera vel í stakk búið tæknilega og lagalega til að sjálfvirknivæða ferla í lánveitingu til fyrirtækja. Ólíkt mörgum öðrum löndum þá er hér mikið af miðlægum upplýsingum til reiðu, svo sem rafræn fyrirtækjaskrá, ársreikningar og lánshæfismat fyrir öll fyrirtæki. Einnig er tiltölulega einstakt við Ísland að nánast allar kröfur eru geymdar miðlægt hjá Reiknistofu bankanna sem einfaldar öll samskipti milli fjármálastofnana. Íslensk fjártæknifyrirtæki búa því við miklar áskoranir ef þau ætla sér að auðvelda fyrirtækjum aðgengi að lánsfé en möguleikarnir eru jafnframt miklir.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar