Hvorki stjórnarskrá né EES koma í veg fyrir hömlur á jarðakaup Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2019 19:00 Forsætisráðherra segir hvorki stjórnarskrá né samninginn um Evrópska efnahagssvæðið setja stjórnvöldum skorður í lagasetningu varðandi eignarhald á jörðum. Alþingi þurfi að sýna meiri djörfung í lagasetningu til að verja vatnsréttindi og aðrar auðlindir. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um eignarhald á jörðum á Íslandi. Kveikjan að umræðunni er augljóslega kaup breska fjárfestisins James Ratcliffe á um fjörutíu jörðum fyrir austan. „Mig langar því að spyrja hver er staðan í vinnu á vegum forsætisráðuneytisins við gerð skýrari lagaramma fyrir jarða og landaviðskipti. Er vinnan sem fram fer bundin við jarða- og ábúðarlög eða falla fleiri aðgerðir og verkefni þar undir,“ spurði Líneik Anna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið ekki snúast um einn lagabálk þannig að hugsanlega yrði lagður fram bandormur um breytingar á nokkrum lögum, vonandi síðar á haustþingi. Hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar né EES samningurinn útiloki að löggjafinn setji reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna. „Við erum með fjöldamörg dæmi frá okkar samstarfslöndum innan EES, hvort sem það er Danmörk, Noregur, Írland og ég gæti haldið áfram. Sem hafa heimildir til handa stjórnvöldum í hverju landi til þess að grípa til ráðstafana ef um er að ræða of mikla samþjöppun á landi. Til að mynda landi sem ætlað er til landbúnaðarnota,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að það ætti einnig við um land sem stjórnvöld teldu mikilvægt fyrir fullveldishagsmuni. Katrín sagði Alþingi hins vegar ekki hafa nálgast málið af nógu mikilli sókndirfsku á undanförnum árum. Þingmenn allra flokka tóku almennt vel í að skýra lög um landareign en vilja ganga mislangt hvað varðar hömlur eftir þjóðerni eigenda lands eða varðandi kröfur um ábúð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði einnig erfitt að setja hömlur á kaup á landi eftir ríkidæmi þeirra sem í hlut ættu. Það yrði erfitt að skilgreina það. „Helsta hættan sem blasir við í þeim efnum sem um ræðir er samþjöppun eignarhalds. Hún getur á þessu sviði, nákvæmlega eins og á öllum örðum, orðið of mikil og um leið dregið úr samkeppni og hamlað um leið frumkvölakrafti,“ sagði Þorgerður Katrín. Jarðakaup útlendinga Stjórnarskrá Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Forsætisráðherra segir hvorki stjórnarskrá né samninginn um Evrópska efnahagssvæðið setja stjórnvöldum skorður í lagasetningu varðandi eignarhald á jörðum. Alþingi þurfi að sýna meiri djörfung í lagasetningu til að verja vatnsréttindi og aðrar auðlindir. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um eignarhald á jörðum á Íslandi. Kveikjan að umræðunni er augljóslega kaup breska fjárfestisins James Ratcliffe á um fjörutíu jörðum fyrir austan. „Mig langar því að spyrja hver er staðan í vinnu á vegum forsætisráðuneytisins við gerð skýrari lagaramma fyrir jarða og landaviðskipti. Er vinnan sem fram fer bundin við jarða- og ábúðarlög eða falla fleiri aðgerðir og verkefni þar undir,“ spurði Líneik Anna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið ekki snúast um einn lagabálk þannig að hugsanlega yrði lagður fram bandormur um breytingar á nokkrum lögum, vonandi síðar á haustþingi. Hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar né EES samningurinn útiloki að löggjafinn setji reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna. „Við erum með fjöldamörg dæmi frá okkar samstarfslöndum innan EES, hvort sem það er Danmörk, Noregur, Írland og ég gæti haldið áfram. Sem hafa heimildir til handa stjórnvöldum í hverju landi til þess að grípa til ráðstafana ef um er að ræða of mikla samþjöppun á landi. Til að mynda landi sem ætlað er til landbúnaðarnota,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að það ætti einnig við um land sem stjórnvöld teldu mikilvægt fyrir fullveldishagsmuni. Katrín sagði Alþingi hins vegar ekki hafa nálgast málið af nógu mikilli sókndirfsku á undanförnum árum. Þingmenn allra flokka tóku almennt vel í að skýra lög um landareign en vilja ganga mislangt hvað varðar hömlur eftir þjóðerni eigenda lands eða varðandi kröfur um ábúð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði einnig erfitt að setja hömlur á kaup á landi eftir ríkidæmi þeirra sem í hlut ættu. Það yrði erfitt að skilgreina það. „Helsta hættan sem blasir við í þeim efnum sem um ræðir er samþjöppun eignarhalds. Hún getur á þessu sviði, nákvæmlega eins og á öllum örðum, orðið of mikil og um leið dregið úr samkeppni og hamlað um leið frumkvölakrafti,“ sagði Þorgerður Katrín.
Jarðakaup útlendinga Stjórnarskrá Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira