Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2019 17:19 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Reykjavík síðdegis en hann er staddur í Sierra Leone. „Þessar boðuðu hernaðaraðgerðir eru mikið áhyggjuefni og það er fyrirsjáanlegt að þær geti haft áhrif á almenna borgara og maður hefur líka áhyggjur af því að ef verður um að ræða árás á Kúrda þá geti það leyst hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki úr læðingi en sýrlenskir Kúrdar hafa staðið í fylkingarbrjósti við þessi illræmdu samtök. Þetta er áhyggjuefni en við fylgjumst grannt með gangi mála og munum koma áhyggjum okkar á framfæri,“ segir Guðlaugur. „Þeir hafa verið mjög dyggir bandamenn og oftar en ekki staðið í fylkingarbroddi gegn samtökum sem ég vona að allir séu sammála um að megi ekki ná markmiðum sínum og menn skyldu ekkert vanmeta það að þau geti aftur farið af stað,“ segir Guðlaugur en þetta rímar við það sem sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við. Óttast er að í ringulreiðinni sem gæti skapast við árás á Kúrda myndist svigrúm fyrir samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki til að rísa úr öskunni. Aðspurður hvort ákvörðun Trumps sé olía á eld í Sýrlandi segist Guðlaugur áfram ætla að hvetja til friðsamlegra lausna. „Það er alveg rétt hjá ykkur og hver maður sér það að það þarf oft ekki mikið til að til þess að kveikja í púðurtunnu en ég ætla ekki að þessu stigi að leggja út af því. Þetta er bara nokkuð sem er áhyggjuefni.“Hvernig mun heimsbyggðin bregðast við? Og ég tala nú ekki um NATO?„Þetta er ekkert á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og þetta er ekki með samþykki þess og hvað þá í umboði Atlantshafsbandalagsins þannig að það er ekki um neitt slíkt að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að málið yrði tekið fyrir á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14 Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Reykjavík síðdegis en hann er staddur í Sierra Leone. „Þessar boðuðu hernaðaraðgerðir eru mikið áhyggjuefni og það er fyrirsjáanlegt að þær geti haft áhrif á almenna borgara og maður hefur líka áhyggjur af því að ef verður um að ræða árás á Kúrda þá geti það leyst hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki úr læðingi en sýrlenskir Kúrdar hafa staðið í fylkingarbrjósti við þessi illræmdu samtök. Þetta er áhyggjuefni en við fylgjumst grannt með gangi mála og munum koma áhyggjum okkar á framfæri,“ segir Guðlaugur. „Þeir hafa verið mjög dyggir bandamenn og oftar en ekki staðið í fylkingarbroddi gegn samtökum sem ég vona að allir séu sammála um að megi ekki ná markmiðum sínum og menn skyldu ekkert vanmeta það að þau geti aftur farið af stað,“ segir Guðlaugur en þetta rímar við það sem sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við. Óttast er að í ringulreiðinni sem gæti skapast við árás á Kúrda myndist svigrúm fyrir samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki til að rísa úr öskunni. Aðspurður hvort ákvörðun Trumps sé olía á eld í Sýrlandi segist Guðlaugur áfram ætla að hvetja til friðsamlegra lausna. „Það er alveg rétt hjá ykkur og hver maður sér það að það þarf oft ekki mikið til að til þess að kveikja í púðurtunnu en ég ætla ekki að þessu stigi að leggja út af því. Þetta er bara nokkuð sem er áhyggjuefni.“Hvernig mun heimsbyggðin bregðast við? Og ég tala nú ekki um NATO?„Þetta er ekkert á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og þetta er ekki með samþykki þess og hvað þá í umboði Atlantshafsbandalagsins þannig að það er ekki um neitt slíkt að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að málið yrði tekið fyrir á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14 Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01