Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. október 2019 19:15 Eftir farsælt samstarf við hersveitir Kúrda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveðið að standa ekki í vegi fyrir því að Tyrkir ráðist inn á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi, sem þeir kalla Rojava. Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust því í dag. Talsmaður sveita Kúrda sagði í dag að með þessu væru Bandaríkin að stinga Kúrda í bakið. Ýmsir samherjar Trumps hafa að auki gagnrýnt ákvörðunina. Ákvörðunin er sögð ganga þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna en hún var tekin eftir símtal Trumps og Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Tyrkir álíta sveitir Kúrda hryðjuverkasamtök og hefur tyrkneski herinn gert fjölda árása á yfirráðasvæði Kúrda. Haukur Hilmarsson, íslenskur liðsmaður hersveitanna, er talinn hafa farist í slíkri árás í febrúar á síðasta ári. Svik Arann Taha Karim, íslenskur Kúrdi, segir miður að Trump leyfi Erdogan nú að ráðast inn á svæðið. „Ég kalla þetta svik. Það er verið að misnota Kúrda.“ Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagðist í dag búa sig undir hið versta. Sömuleiðis segist Arann óttast það að mjög illa fari. Tyrklandsforseti sé einfaldlega að reyna að endurvekja Ottómanveldið. Að lokum segist Arann telja að íslensk stjórnvöld ættu að aðhafast í málinu. „Ísland ber ábyrgð í þessu máli af því Ísland er í NATO,“ segir Arann. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Eftir farsælt samstarf við hersveitir Kúrda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveðið að standa ekki í vegi fyrir því að Tyrkir ráðist inn á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi, sem þeir kalla Rojava. Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust því í dag. Talsmaður sveita Kúrda sagði í dag að með þessu væru Bandaríkin að stinga Kúrda í bakið. Ýmsir samherjar Trumps hafa að auki gagnrýnt ákvörðunina. Ákvörðunin er sögð ganga þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna en hún var tekin eftir símtal Trumps og Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Tyrkir álíta sveitir Kúrda hryðjuverkasamtök og hefur tyrkneski herinn gert fjölda árása á yfirráðasvæði Kúrda. Haukur Hilmarsson, íslenskur liðsmaður hersveitanna, er talinn hafa farist í slíkri árás í febrúar á síðasta ári. Svik Arann Taha Karim, íslenskur Kúrdi, segir miður að Trump leyfi Erdogan nú að ráðast inn á svæðið. „Ég kalla þetta svik. Það er verið að misnota Kúrda.“ Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagðist í dag búa sig undir hið versta. Sömuleiðis segist Arann óttast það að mjög illa fari. Tyrklandsforseti sé einfaldlega að reyna að endurvekja Ottómanveldið. Að lokum segist Arann telja að íslensk stjórnvöld ættu að aðhafast í málinu. „Ísland ber ábyrgð í þessu máli af því Ísland er í NATO,“ segir Arann.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48
Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04
Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48
Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53