Sameinast öll sveitarfélög í Árnessýslu? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2019 19:15 Mikill áhugi er hjá Helga Sigurði Haraldssyni, forseta bæjarstjórnar í Árborg að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Fram að þessu hefur ekki verið mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á svæðinu að sameinast Árborg en Helgi gerir ráð fyrir að nú verði sent erindi til þeirra á næstunni til að kanna áhuga á sameiningu. Bæjarfulltrúar í meirihlutanum í Sveitarfélaginu Árborg og formenn nefnda hittust á vinnufundi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær til skrafs og ráðagerða um málefni líðandi stundar hjá Árborg, auk þess að hlusta á erindi frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eitt af þeim málum, sem er mikið í umræðunni þessa dagana hjá sveitarfélögum landsins er sameining sveitarfélaga en í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnaráðherra er gert ráð fyrir því að lágmarksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga verði þúsund manns árið 2026. Forseti bæjarstjórnar vill sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. „Af því að ég tel bara að það verði svo flott og sterkt sveitarfélag. Við eigum að taka stór skref í sameiningu, ekki að vera sameina einhver sveitarfélög núna til að skríða yfir þetta þúsund íbúa lágmark“, segir Helgi og bætir við. „Fyrst og fremst snýst þetta um að menn séu tilbúnir að taka samtalið og skoða kosti og galla og ræða síðan við íbúana. Það að fara í samtalið er ekki það sama og að sameina“. Frá vinnufundi meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og formanna nefnda á Stað á Eyrarbakka í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En eru menn ekki til í samtalið?„Menn hafa ekki verið það fram að þessu en það má alveg velta því fyrir sér að kanna stöðuna núna eftir að þetta frumvarp kemur fram og búið að samþykkja það á auka aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga að styðja þetta. Þannig að ég á alveg eins von á því að Sveitarfélagið Árborg eigi frumkvæðið að því að senda öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu erindi og spyrja hvort þau vilja taka samtalið.“ Þau sveitarfélög sem Helgi er að tala um að sameinist er Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Einhverjir gárungar eru meira að segja komnir með nafn á nýtt sveitarfélag, Árnesþing.Hvenær sérðu fyrir þér ef allt gengur upp að Árnessýsla gæti orðið eitt sveitarfélag?„Ég myndi telja að þetta gæti orðið tveggja ára prósess þangað til að það verði hægt að kjósa um þetta.“En það myndu margir missa vinnuna við sameiningu, sveitarstjórar og bæjarstjórar. Hvað segir Helgi um það? „Í svona umræðu á ekki að vera að horfa á það, það snýst ekki um það.“ Helgi segir að Árborg munu væntanlega hafa frumkvæði að því á næstunni og senda sveitarfélögum erindi í Árnessýslu til að kanna hug þeirra með sameiningaviðræður. Myndin er frá fundinum á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Mikill áhugi er hjá Helga Sigurði Haraldssyni, forseta bæjarstjórnar í Árborg að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Fram að þessu hefur ekki verið mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á svæðinu að sameinast Árborg en Helgi gerir ráð fyrir að nú verði sent erindi til þeirra á næstunni til að kanna áhuga á sameiningu. Bæjarfulltrúar í meirihlutanum í Sveitarfélaginu Árborg og formenn nefnda hittust á vinnufundi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í gær til skrafs og ráðagerða um málefni líðandi stundar hjá Árborg, auk þess að hlusta á erindi frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eitt af þeim málum, sem er mikið í umræðunni þessa dagana hjá sveitarfélögum landsins er sameining sveitarfélaga en í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnaráðherra er gert ráð fyrir því að lágmarksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga verði þúsund manns árið 2026. Forseti bæjarstjórnar vill sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. „Af því að ég tel bara að það verði svo flott og sterkt sveitarfélag. Við eigum að taka stór skref í sameiningu, ekki að vera sameina einhver sveitarfélög núna til að skríða yfir þetta þúsund íbúa lágmark“, segir Helgi og bætir við. „Fyrst og fremst snýst þetta um að menn séu tilbúnir að taka samtalið og skoða kosti og galla og ræða síðan við íbúana. Það að fara í samtalið er ekki það sama og að sameina“. Frá vinnufundi meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og formanna nefnda á Stað á Eyrarbakka í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En eru menn ekki til í samtalið?„Menn hafa ekki verið það fram að þessu en það má alveg velta því fyrir sér að kanna stöðuna núna eftir að þetta frumvarp kemur fram og búið að samþykkja það á auka aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga að styðja þetta. Þannig að ég á alveg eins von á því að Sveitarfélagið Árborg eigi frumkvæðið að því að senda öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu erindi og spyrja hvort þau vilja taka samtalið.“ Þau sveitarfélög sem Helgi er að tala um að sameinist er Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur. Einhverjir gárungar eru meira að segja komnir með nafn á nýtt sveitarfélag, Árnesþing.Hvenær sérðu fyrir þér ef allt gengur upp að Árnessýsla gæti orðið eitt sveitarfélag?„Ég myndi telja að þetta gæti orðið tveggja ára prósess þangað til að það verði hægt að kjósa um þetta.“En það myndu margir missa vinnuna við sameiningu, sveitarstjórar og bæjarstjórar. Hvað segir Helgi um það? „Í svona umræðu á ekki að vera að horfa á það, það snýst ekki um það.“ Helgi segir að Árborg munu væntanlega hafa frumkvæði að því á næstunni og senda sveitarfélögum erindi í Árnessýslu til að kanna hug þeirra með sameiningaviðræður. Myndin er frá fundinum á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Bláskógabyggð Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Hveragerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira