Ginger Baker látinn Sylvía Hall skrifar 6. október 2019 11:38 Baker á tónleikum árið 2016. Vísir/Getty Trommarinn Ginger Baker, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Cream, er látinn 80 ára að aldri. Í færslu á Facebook-síðu hans kemur fram að hann hafi látist á „friðsælan hátt“ í morgun eftir alvarleg veikindi. Peter Edward „Ginger“ Baker var einn stofnenda hljómsveitarinnar Cream ásamt bassaleikaranum Jack Bruce og gítarleikaranum Eric Clapton. Allir sáu þeir um sönginn. Sveitin var stofnuð árið 1966 en áður höfðu þeir allir verið í vinsælum hljómsveitum. Þriðja plata sveitarinnar, Wheels of Fire, sem kom út árið 1968, var fyrsta tvöfalda platan sem náði platínusölu á heimsvísu. Sama ár og hljómsveitin gaf út Wheels of Fire hætti hún störfum og gaf í kjölfarið út sína síðustu plötu árið 1969. Sveitin kom svo stuttlega saman aftur árið 2005 sem endaði með ósköpum þegar Baker og Bruce lentu í útistöðum á miðjum tónleikum í New York. Baker hafði búið víða um heim, þar á meðal á Ítalíu, Bandaríkjunum, Nígeríu og Suður-Afríku. Árið 2008 var hann búsettur í Suður-Afríku og var svikinn af bankastarfsmanni sem hann hafði ráðið til starfa. Starfsmaðurinn hafði af honum hátt í fimm milljónir íslenskra króna. Þá hafði hann glímt við ýmis veikindi undanfarin ár. Í viðtali árið 2009 sagði Baker þjáningarnar vera hefnd guðs fyrir skapvonsku og ódæði fortíðarinnar og almættið ætlaði að halda honum á lífi með „eins mikinn sársauka og hann gæti“. „Ég var einu sinni illkvittinn. Ég eyðilagði upptökur vísvitandi með skapi mínu og reiddist við minnsta tilefni,“ sagði Baker í viðtali árið 1970. Andlát Bretland Tónlist Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Trommarinn Ginger Baker, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Cream, er látinn 80 ára að aldri. Í færslu á Facebook-síðu hans kemur fram að hann hafi látist á „friðsælan hátt“ í morgun eftir alvarleg veikindi. Peter Edward „Ginger“ Baker var einn stofnenda hljómsveitarinnar Cream ásamt bassaleikaranum Jack Bruce og gítarleikaranum Eric Clapton. Allir sáu þeir um sönginn. Sveitin var stofnuð árið 1966 en áður höfðu þeir allir verið í vinsælum hljómsveitum. Þriðja plata sveitarinnar, Wheels of Fire, sem kom út árið 1968, var fyrsta tvöfalda platan sem náði platínusölu á heimsvísu. Sama ár og hljómsveitin gaf út Wheels of Fire hætti hún störfum og gaf í kjölfarið út sína síðustu plötu árið 1969. Sveitin kom svo stuttlega saman aftur árið 2005 sem endaði með ósköpum þegar Baker og Bruce lentu í útistöðum á miðjum tónleikum í New York. Baker hafði búið víða um heim, þar á meðal á Ítalíu, Bandaríkjunum, Nígeríu og Suður-Afríku. Árið 2008 var hann búsettur í Suður-Afríku og var svikinn af bankastarfsmanni sem hann hafði ráðið til starfa. Starfsmaðurinn hafði af honum hátt í fimm milljónir íslenskra króna. Þá hafði hann glímt við ýmis veikindi undanfarin ár. Í viðtali árið 2009 sagði Baker þjáningarnar vera hefnd guðs fyrir skapvonsku og ódæði fortíðarinnar og almættið ætlaði að halda honum á lífi með „eins mikinn sársauka og hann gæti“. „Ég var einu sinni illkvittinn. Ég eyðilagði upptökur vísvitandi með skapi mínu og reiddist við minnsta tilefni,“ sagði Baker í viðtali árið 1970.
Andlát Bretland Tónlist Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira