Það var móðir Swift sem tók myndbandið, kom í hendur Fallon og virtist það koma Swift sjálfri, sem var gestur í þættinum, í opna skjöldu þegar Fallon spurði hana út í aðgerðina og klukkustundirnar eftir hana.
Swift virtist mjög undrandi á aðstæðum, enda sagðist hún ekki hafa greint opinberlega frá því að hún hefði gengist undir aðgerðina. Það ætti ekki að vera á allra vitorði.
Á myndbandinu má meðal annars sjá Swift fá sér banana og vera gráti næst þar sem hún reynir að opna einn þeirra.
Sjá má myndbandið að neðan.