Aron skoraði þriðja mark Start á 30. mínútu en upprúllunin var rosaleg. Start er í 2. sæti deildarinnar með 55 stig en þeir eru að berjast við Sandefjord um sæti í norsku úrvalsdeildinni.
Takk for laget Enorm kamp! Tror vi slår fast at vi er best i sør #ikstartpic.twitter.com/iFbeUPrpwi
— IK Start (@ikstart) October 5, 2019
Kolbeinn Sigþórsson spilaði í 88 mínútur er AIK vann 2-0 sigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni en AIK er í 3. sætinu, þremur stigum frá toppnum.
Í sömu deild var Daníel Hafsteisson ónotaður varamaður hjá Helsingborgs er liðið tapaði 2-1 fyrir Sirius. Daníel og félagar eru í 10. sætinu.
Viðar Örn Kjartansson var tekinn af velli í uppbótartíma er Rubin Kazan vann 2-1 sigur á FC Tambov í rússnesku úrvalsdeildinni.
Rubin Kazan er í 11. sætinu með fjórtán stig en þó einungis tveimur stigum frá umspilssæti um fall.