Húsgagnakaup í IKEA vekja heimsathygli Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 14:00 IKEA á Íslandi er staðsett í Garðabæ. Vísir/vilhelm Húsgagnaviðskipti sem áttu sér stað á Íslandi í liðinni viku með rafeyri hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinanna. Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis. Það þykir alla jafna ekki tíðindum sæta þegar keypt eru húsgögn í verslun IKEA í Kauptúni, ekki frekar en öðrum húsgagnaverslunum. Á þessu eru þó undantekningar. Kaup minjagripabúðarinnar Nordic Store á nokkrum húsgögnum úr Ikea í liðinni viku hafa þannig ratað í heimsfréttirnar. Ekki vegna peningaupphæðarinnar sem skipti um hendur, heldur peningagerðarinnar, því Ikea og Nordic Store áttu sín viðskipti með rafeyri. En hvers vegna þykir það merkilegt? „Þetta er í fyrsta skipti sem viðskipti eiga sér stað með slíkum hætti með atbeina bálkakeðju,“ segir Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri íslenska rafeyrisfyrirtæksins Monerium, sem hafði milligöngu um viðskiptin.Sjá einnig: Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu„Það sem við erum að sýna fram á í fyrsta skipti með atbeina bálkakeðju er að það sé hægt að stunda viðskipti með stafræna reikninga og stafrænar pantanir og gera þau upp með stafrænum peningum á bálkakeðju, sem sýnir fram á þá gríðarlegu möguleika sem bálkakeðjur hafa í netviðskiptum almennt.“ Tugir frétta hafa verið skrifaðar um viðskipti IKEA og Nordic Store á fréttavefi sem sérhæfa sig í umfjöllun um bálkakeðjur og rafmyntir. Sveinn segir áhugann ekki síst skýrast af tækninni sem býr að baki, sem geti auðveldað viðskipti framtíðarinnar. „Þetta mun draga úr kostnaði og flækjum og gerir tilteknum viðskiptum, sem eiga sér stað á mörgum mismunandi stöðum, kleift að gerast á einum stað. Sem leiðir til mikils öryggis og sparnaðar.“ Upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi segir að það hafi verið spennandi að taka þátt í einhverju sem verður mögulega hversdagslegur viðskiptamáti áður en langt um líður. Það sé þó ekki þannig að viðskiptavinir Ikea geti greitt með rafeyri í versluninni, ekki enn sem komið er í það minnsta. Nú hafi þó verið sýnt fram á að það sé gerlegt og ætli Ikea því að fylgjast vel með hvernig fram vindur. Rafmyntir IKEA Markaðir Tækni Tengdar fréttir Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Húsgagnaviðskipti sem áttu sér stað á Íslandi í liðinni viku með rafeyri hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinanna. Viðskipti sem þessi geta dregið úr margvíslegum flækjum, og um leið kostnaði, fyrir íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra íslensks rafeyrisfyrirtækis. Það þykir alla jafna ekki tíðindum sæta þegar keypt eru húsgögn í verslun IKEA í Kauptúni, ekki frekar en öðrum húsgagnaverslunum. Á þessu eru þó undantekningar. Kaup minjagripabúðarinnar Nordic Store á nokkrum húsgögnum úr Ikea í liðinni viku hafa þannig ratað í heimsfréttirnar. Ekki vegna peningaupphæðarinnar sem skipti um hendur, heldur peningagerðarinnar, því Ikea og Nordic Store áttu sín viðskipti með rafeyri. En hvers vegna þykir það merkilegt? „Þetta er í fyrsta skipti sem viðskipti eiga sér stað með slíkum hætti með atbeina bálkakeðju,“ segir Sveinn Valfells, framkvæmdastjóri íslenska rafeyrisfyrirtæksins Monerium, sem hafði milligöngu um viðskiptin.Sjá einnig: Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu„Það sem við erum að sýna fram á í fyrsta skipti með atbeina bálkakeðju er að það sé hægt að stunda viðskipti með stafræna reikninga og stafrænar pantanir og gera þau upp með stafrænum peningum á bálkakeðju, sem sýnir fram á þá gríðarlegu möguleika sem bálkakeðjur hafa í netviðskiptum almennt.“ Tugir frétta hafa verið skrifaðar um viðskipti IKEA og Nordic Store á fréttavefi sem sérhæfa sig í umfjöllun um bálkakeðjur og rafmyntir. Sveinn segir áhugann ekki síst skýrast af tækninni sem býr að baki, sem geti auðveldað viðskipti framtíðarinnar. „Þetta mun draga úr kostnaði og flækjum og gerir tilteknum viðskiptum, sem eiga sér stað á mörgum mismunandi stöðum, kleift að gerast á einum stað. Sem leiðir til mikils öryggis og sparnaðar.“ Upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi segir að það hafi verið spennandi að taka þátt í einhverju sem verður mögulega hversdagslegur viðskiptamáti áður en langt um líður. Það sé þó ekki þannig að viðskiptavinir Ikea geti greitt með rafeyri í versluninni, ekki enn sem komið er í það minnsta. Nú hafi þó verið sýnt fram á að það sé gerlegt og ætli Ikea því að fylgjast vel með hvernig fram vindur.
Rafmyntir IKEA Markaðir Tækni Tengdar fréttir Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Seðlabankar og stórfyrirtæki skoða hagnýtingu á bálkakeðjutækni með því að gefa út rafmyntir bundnar við lögeyri. Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs segir tæknina geta breytt fjármálakerfinu. 16. maí 2019 06:45