Nýsköpun ekki lúxus heldur lífsnauðsynleg Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. október 2019 08:15 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir nauðsynlegt að regluverk á Íslandi sé skilvirkt þegar kemur að nýsköpun. Vísir/vilhelm Íslenskt regluverk mun árið 2030 ýta undir samkeppnishæfni og nýsköpun. Mun stjórnsýslan vera tilbúin til að innleiða allar tækninýjungar hratt og eiga eftirlitsstofnanir að starfa á skilvirkan hátt. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Sjávarklasanum í gær þar sem kynnt var fyrsta Nýsköpunarstefna Íslands. Um er að ræða vinnu stýrihóps undir forystu Guðmundar Hafsteinssonar, frumkvöðuls og fyrrverandi yfirmanns vöruþróunar á Google Assistant. Í hópnum voru einnig fulltrúar frá öllum flokkum á Alþingi, ásamt fulltrúum atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að stefnunni sé ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við framtíðaráskoranir með því að byggja upp grundvöll fyrir stöðuga nýsköpun. „Nýsköpun er auðvitað ekki bara grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur líka lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga,“ segir Þórdís Kolbrún. „Nýsköpun er ekki lúxus eða viðbót við hefðbundinn atvinnurekstur eða eitthvað sem er notalegt að hafa, heldur er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins okkur lífsnauðsynleg,“ bætir hún við. Markmiðið er háleitt, að árið 2030 verði nýsköpun inngróin í menningu og efnahagslíf íslensks samfélags, að hér á landi sé grundvöllur fyrir rekstri alþjóðlega samkeppnishæfra fyrirtækja og að Ísland sé fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að sjálfbærri þróun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mikilvægt að í samfélagi okkar séu ekki viðbótarhindranir og að allt viðmót gagnvart hinu opinbera sé í lagi,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þetta snýst líka um lítil atriði eins og að vera með þær upplýsingar sem þurfa að vera á ensku á ensku. Að við séum með þannig viðmót að við séum raunverulega opin fyrir umheiminum þegar kemur að viðskiptum og öflugu erlendu fólki sem vill koma hingað og stofna fyrirtæki, starfa hjá einhverju fyrirtæki og svo framvegis,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir einnig mikilvægt að lög og reglugerðir séu í samræmi við önnur ríki og að auðvelt sé að eiga í viðskiptum við Ísland. Hún leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að íslenskt regluverk sé skilvirkt. „Það munu koma fram fullmótaðar tillögur að ýmsum skattalegum atriðum, lögum og reglugerðum sem gera það að verkum að hindrunum til þess að stunda viðskipti og stofna fyrirtæki hér fækki,“ segir hún Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Íslenskt regluverk mun árið 2030 ýta undir samkeppnishæfni og nýsköpun. Mun stjórnsýslan vera tilbúin til að innleiða allar tækninýjungar hratt og eiga eftirlitsstofnanir að starfa á skilvirkan hátt. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Sjávarklasanum í gær þar sem kynnt var fyrsta Nýsköpunarstefna Íslands. Um er að ræða vinnu stýrihóps undir forystu Guðmundar Hafsteinssonar, frumkvöðuls og fyrrverandi yfirmanns vöruþróunar á Google Assistant. Í hópnum voru einnig fulltrúar frá öllum flokkum á Alþingi, ásamt fulltrúum atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að stefnunni sé ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við framtíðaráskoranir með því að byggja upp grundvöll fyrir stöðuga nýsköpun. „Nýsköpun er auðvitað ekki bara grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur líka lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga,“ segir Þórdís Kolbrún. „Nýsköpun er ekki lúxus eða viðbót við hefðbundinn atvinnurekstur eða eitthvað sem er notalegt að hafa, heldur er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins okkur lífsnauðsynleg,“ bætir hún við. Markmiðið er háleitt, að árið 2030 verði nýsköpun inngróin í menningu og efnahagslíf íslensks samfélags, að hér á landi sé grundvöllur fyrir rekstri alþjóðlega samkeppnishæfra fyrirtækja og að Ísland sé fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að sjálfbærri þróun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mikilvægt að í samfélagi okkar séu ekki viðbótarhindranir og að allt viðmót gagnvart hinu opinbera sé í lagi,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þetta snýst líka um lítil atriði eins og að vera með þær upplýsingar sem þurfa að vera á ensku á ensku. Að við séum með þannig viðmót að við séum raunverulega opin fyrir umheiminum þegar kemur að viðskiptum og öflugu erlendu fólki sem vill koma hingað og stofna fyrirtæki, starfa hjá einhverju fyrirtæki og svo framvegis,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir einnig mikilvægt að lög og reglugerðir séu í samræmi við önnur ríki og að auðvelt sé að eiga í viðskiptum við Ísland. Hún leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að íslenskt regluverk sé skilvirkt. „Það munu koma fram fullmótaðar tillögur að ýmsum skattalegum atriðum, lögum og reglugerðum sem gera það að verkum að hindrunum til þess að stunda viðskipti og stofna fyrirtæki hér fækki,“ segir hún
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira