Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 08:11 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu og Suðurlandi síðustu daga. Vísir/vilhelm Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. Þannig mun rigna ansi duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi en seinnipartinn lægir mikið og styttir upp, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Ofsaveður hefur geisað á Suður- og Suðvesturlandi síðan í gær og hafði til að mynda mikil áhrif á flugsamgöngur. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að einkum megi búast við úrkomu við jöklana. „Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum á þeim svæðum í dag. Ferðamenn eru hvattir til að sýna aðgát við óbrúaðar ár, þá sérstaklega í grennd við Þórsmörk. Á suðausturhelmingi landsins má búast við vatnavöxtum fram á sunnudagseftirmiðdag.“ Þá eru gular viðvaranir Veðurstofu Íslands á Suðurlandi og Faxaflóa í gildi fram eftir morgni en búast má við hviðum yfir 35 m/s á þeim svæðum.Trampólín á akbraut Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr. Samkvæmt flugáætlun á vef Isavia hafa flugvélar tekið af stað frá Keflavíkurflugvelli nú á áttunda tímanum í morgun eftir röskun gærdagsins. Engar komur eru hins vegar áætlaðar fyrr en á ellefta tímanum. Þá sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölda útkalla vegna veðurs í gærkvöldi. Flest útköllin sneru að þakplötum og byggingarefni sem fauk í hvassviðrinu en í einu tilviki hafði trampólín fokið inn á akbraut á Grensásvegi. Áætlað er að veðrið gangi að mestu niður í kvöld og á sunnudag, sem verður fremur rólegur. Um kvöldið má þó búast við vaxandi austanátt og á mánudag fer að rigna suðaustan og austanlands í allhvassri austan- og norðaustanátt. „Fremur milt eins og oft vill vera þegar lægðir koma úr suðvestri og dæla til okkar mildu lofti ættuðu langt sunnan úr höfum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Austan og norðaustan 10-18, en 18-23 við suðurströndina fram eftir morgni. Talsverð rigning SA- og A-lands en dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.Á þriðjudag:Norðaustan 8-15 og rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnan heiða.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustanátt og dálítil rigning N- og A-lands, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.Á föstudag:Norðaustanátt og dálítil væta, en þurrt og bjart veður á S- og V-landi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst. Veður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. Þannig mun rigna ansi duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi en seinnipartinn lægir mikið og styttir upp, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Ofsaveður hefur geisað á Suður- og Suðvesturlandi síðan í gær og hafði til að mynda mikil áhrif á flugsamgöngur. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að einkum megi búast við úrkomu við jöklana. „Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum á þeim svæðum í dag. Ferðamenn eru hvattir til að sýna aðgát við óbrúaðar ár, þá sérstaklega í grennd við Þórsmörk. Á suðausturhelmingi landsins má búast við vatnavöxtum fram á sunnudagseftirmiðdag.“ Þá eru gular viðvaranir Veðurstofu Íslands á Suðurlandi og Faxaflóa í gildi fram eftir morgni en búast má við hviðum yfir 35 m/s á þeim svæðum.Trampólín á akbraut Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr. Samkvæmt flugáætlun á vef Isavia hafa flugvélar tekið af stað frá Keflavíkurflugvelli nú á áttunda tímanum í morgun eftir röskun gærdagsins. Engar komur eru hins vegar áætlaðar fyrr en á ellefta tímanum. Þá sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölda útkalla vegna veðurs í gærkvöldi. Flest útköllin sneru að þakplötum og byggingarefni sem fauk í hvassviðrinu en í einu tilviki hafði trampólín fokið inn á akbraut á Grensásvegi. Áætlað er að veðrið gangi að mestu niður í kvöld og á sunnudag, sem verður fremur rólegur. Um kvöldið má þó búast við vaxandi austanátt og á mánudag fer að rigna suðaustan og austanlands í allhvassri austan- og norðaustanátt. „Fremur milt eins og oft vill vera þegar lægðir koma úr suðvestri og dæla til okkar mildu lofti ættuðu langt sunnan úr höfum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Austan og norðaustan 10-18, en 18-23 við suðurströndina fram eftir morgni. Talsverð rigning SA- og A-lands en dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.Á þriðjudag:Norðaustan 8-15 og rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnan heiða.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustanátt og dálítil rigning N- og A-lands, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.Á föstudag:Norðaustanátt og dálítil væta, en þurrt og bjart veður á S- og V-landi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.
Veður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira