Nýjar stofnanir verði á landsbyggðinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2019 08:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði forsætisráðherra áherslu á að ráðherrar skoði sérstaklega hvort þær stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Lagði forsætisráðherra fram minnisblað um málið þar sem vísað er til stjórnarsáttmála flokkanna um mikilvægi blómlegrar byggðar um landið allt, jafnt aðgengi allra landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Í minnisblaðinu er einnig vísað til fjölda aðgerða í byggðaáætlun sem ætlað er að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Þá er vísað til ýmissa áforma um breytingar á stofnanafyrirkomulagi hins opinbera; bæði tillögur að sameiningu stofnana auk tillagna um að nýjar stofnanir verði settar á laggirnar. Svo segir í minnisblaðinu: „Hlutverk forsætisráðuneytisins er að tryggja að skoðað verði þegar ný starfsemi hefst á vegum ríkisins hvort starfsemin geti verið sett á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt byggðaáætlun er árangur af verkefninu mældur í fjölda starfa og starfsstöðva sem settar verða á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins.“ Með minnisblaðinu sé áréttað mikilvægi þess að skoðað verði hvort áformaðar stofnanir geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt sé að ráðuneyti geti rökstutt ákvarðanir um staðsetningu stofnana „í þeim umræðum sem án efa munu verða um þessi mál“. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing sé áformað að til verði fjórar nýjar ríkisstofnanir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri Nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins samkvæmt boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála að nýju. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómstóllinn verði staðsettur hjá Dómstólasýslunni og hann fer því tæpast út á land. Áform um nýjar ríkisstofnanir-Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. (Félagsmálaráðherra) -Nýsköpunar- og umbótastofnun á grunni Ríkiskaupa. (Fjármálaráðherra) -Þjóðgarðsstofnun tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. (Umhverfisráðherra) -Endurupptökudómur – Samkvæmt frumvarpi um málið verður dómstóllinn staðsettur hjá Dómstólasýslunni. (Dómsmálaráðherra) Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði forsætisráðherra áherslu á að ráðherrar skoði sérstaklega hvort þær stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Lagði forsætisráðherra fram minnisblað um málið þar sem vísað er til stjórnarsáttmála flokkanna um mikilvægi blómlegrar byggðar um landið allt, jafnt aðgengi allra landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Í minnisblaðinu er einnig vísað til fjölda aðgerða í byggðaáætlun sem ætlað er að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Þá er vísað til ýmissa áforma um breytingar á stofnanafyrirkomulagi hins opinbera; bæði tillögur að sameiningu stofnana auk tillagna um að nýjar stofnanir verði settar á laggirnar. Svo segir í minnisblaðinu: „Hlutverk forsætisráðuneytisins er að tryggja að skoðað verði þegar ný starfsemi hefst á vegum ríkisins hvort starfsemin geti verið sett á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt byggðaáætlun er árangur af verkefninu mældur í fjölda starfa og starfsstöðva sem settar verða á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins.“ Með minnisblaðinu sé áréttað mikilvægi þess að skoðað verði hvort áformaðar stofnanir geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt sé að ráðuneyti geti rökstutt ákvarðanir um staðsetningu stofnana „í þeim umræðum sem án efa munu verða um þessi mál“. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing sé áformað að til verði fjórar nýjar ríkisstofnanir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri Nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins samkvæmt boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála að nýju. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómstóllinn verði staðsettur hjá Dómstólasýslunni og hann fer því tæpast út á land. Áform um nýjar ríkisstofnanir-Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. (Félagsmálaráðherra) -Nýsköpunar- og umbótastofnun á grunni Ríkiskaupa. (Fjármálaráðherra) -Þjóðgarðsstofnun tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. (Umhverfisráðherra) -Endurupptökudómur – Samkvæmt frumvarpi um málið verður dómstóllinn staðsettur hjá Dómstólasýslunni. (Dómsmálaráðherra)
Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira