Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2019 10:56 Liðsmenn Sigur Rósar við þingfestingu málsins í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. Lögmaður þeirra gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Eignir tónlistarmannanna, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, voru kyrrsettar við rannsókn málsins. Eignirnar námu um 800 milljónum króna. Eignir liðsmanna Sigur Rósar verða áfram kyrrsettar þar til Landsréttur hefur tekið málið fyrir. Bjarnfreður Ólafsson. Niðurstaðan til marks um kerfisvanda Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir í samtali við Vísi að frávísunin sé í fullkomnu samræmi við málflutning sveitarinnar. Héraðssaksóknari hefur þegar kært úrskurðinn til Landsréttar. Það hafi verið viðbúið segir Bjarnfreður. Hann segir niðurstöðuna endurspegla þann „kerfisvanda“ sem Íslendingar búa við. Þrjár sjálfstæðar stofnanir rannsaki brot sem þetta hér á landi, samanborið við tvær stofnanir í löndunum „sem við berum okkur saman við.“ Vísar Bjarnfreður þar til skattrannsóknarstjóra, ríkisskattastjóra og svo að lokum saksóknara, sem allar rannsaka brotin með sjálfstæðum hætti. Þessu sé öðruvísi farið erlendis. „Ef skattyfirvöld komast að því að það er eitthvað að, í skattskilum viðkomandi aðila, þá er annað hvort málið tekið áfram sem eftirlitsmál eða þá að það er strax sent á saksóknara og rekið samhliða. Álitamálin í löndunum í kringum okkur er ekki þessi kerfisvandi heldur hvort málin séu rekin samhliða,“ segir Bjarnfreður. Hann telur mikilvægt að gera bragarbót á þessum málaflokki og bendir á að það hafi verið til umræðu á vettvangi Alþingis. Hann nefnir skýrslu nefndar um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum frá árinu 2013 í því samhengi. Niðurstaða skýrsluhöfunda sé að við þessum kerfisvanda verði að bregðast, án þess þó að það hafi verið gert. „Á meðan er verið að brjóta á mannréttindum. Þannig að þetta er mjög einkennilegt og maður áttar sig ekki alveg á þessu,“ segir Bjarnfreður. Vísuðu til Jóns Ásgeirs Frávísunarkrafa Sigur Rósar meðlima var til meðferðar í héraðsdómi á dögunum og sat blaðamaður Vísis málflutning lögmanna. Bjarnfreður, verjandi fjórmenninganna, vísaði þá til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist frávísunar. Þegar Bjarnfreður rökstuddi kröfu sína um frávísun málsins lagði hann megináherslu á ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um bann við endurtekinni málsmeðferð eða refsingu. Ákærðu hefðu verið til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og héraðssaksóknara áður en það fór fyrir dóm þegar hann fullyrti að málsmeðferðin hafi verið tvöföld og jafnvel þreföld. Sagði hann íslenska ríkið hafa í þrígang fengið á sig áfellisdóma hjá Mannréttindadómstól Evrópu í sambærilegum málum, þar á meðal í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Bjarna Ármannssonar gegn ríkinu. Málið hefði tekið meira en þúsund daga frá því að rannsókn á brotum hófst. Ásmunda B. Baldursdóttir saksóknari sagði við frávísunarkröfuna að mál Sigur Rósar og hinna málanna sem fóru fyrir mannréttindasáttmálann væru ekki sambærileg. Hún viðurkenndi þó að málið hefði tekið langan tíma í rannsókn.Fréttin var uppfærð kl. 11:20 með viðbrögðum frá lögmanni hljómsveitarinnar. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. maí 2019 11:42 Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. september 2019 10:04 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður. Lögmaður þeirra gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Eignir tónlistarmannanna, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar, voru kyrrsettar við rannsókn málsins. Eignirnar námu um 800 milljónum króna. Eignir liðsmanna Sigur Rósar verða áfram kyrrsettar þar til Landsréttur hefur tekið málið fyrir. Bjarnfreður Ólafsson. Niðurstaðan til marks um kerfisvanda Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir í samtali við Vísi að frávísunin sé í fullkomnu samræmi við málflutning sveitarinnar. Héraðssaksóknari hefur þegar kært úrskurðinn til Landsréttar. Það hafi verið viðbúið segir Bjarnfreður. Hann segir niðurstöðuna endurspegla þann „kerfisvanda“ sem Íslendingar búa við. Þrjár sjálfstæðar stofnanir rannsaki brot sem þetta hér á landi, samanborið við tvær stofnanir í löndunum „sem við berum okkur saman við.“ Vísar Bjarnfreður þar til skattrannsóknarstjóra, ríkisskattastjóra og svo að lokum saksóknara, sem allar rannsaka brotin með sjálfstæðum hætti. Þessu sé öðruvísi farið erlendis. „Ef skattyfirvöld komast að því að það er eitthvað að, í skattskilum viðkomandi aðila, þá er annað hvort málið tekið áfram sem eftirlitsmál eða þá að það er strax sent á saksóknara og rekið samhliða. Álitamálin í löndunum í kringum okkur er ekki þessi kerfisvandi heldur hvort málin séu rekin samhliða,“ segir Bjarnfreður. Hann telur mikilvægt að gera bragarbót á þessum málaflokki og bendir á að það hafi verið til umræðu á vettvangi Alþingis. Hann nefnir skýrslu nefndar um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum frá árinu 2013 í því samhengi. Niðurstaða skýrsluhöfunda sé að við þessum kerfisvanda verði að bregðast, án þess þó að það hafi verið gert. „Á meðan er verið að brjóta á mannréttindum. Þannig að þetta er mjög einkennilegt og maður áttar sig ekki alveg á þessu,“ segir Bjarnfreður. Vísuðu til Jóns Ásgeirs Frávísunarkrafa Sigur Rósar meðlima var til meðferðar í héraðsdómi á dögunum og sat blaðamaður Vísis málflutning lögmanna. Bjarnfreður, verjandi fjórmenninganna, vísaði þá til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist frávísunar. Þegar Bjarnfreður rökstuddi kröfu sína um frávísun málsins lagði hann megináherslu á ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um bann við endurtekinni málsmeðferð eða refsingu. Ákærðu hefðu verið til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og héraðssaksóknara áður en það fór fyrir dóm þegar hann fullyrti að málsmeðferðin hafi verið tvöföld og jafnvel þreföld. Sagði hann íslenska ríkið hafa í þrígang fengið á sig áfellisdóma hjá Mannréttindadómstól Evrópu í sambærilegum málum, þar á meðal í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Bjarna Ármannssonar gegn ríkinu. Málið hefði tekið meira en þúsund daga frá því að rannsókn á brotum hófst. Ásmunda B. Baldursdóttir saksóknari sagði við frávísunarkröfuna að mál Sigur Rósar og hinna málanna sem fóru fyrir mannréttindasáttmálann væru ekki sambærileg. Hún viðurkenndi þó að málið hefði tekið langan tíma í rannsókn.Fréttin var uppfærð kl. 11:20 með viðbrögðum frá lögmanni hljómsveitarinnar.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. maí 2019 11:42 Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. september 2019 10:04 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09
Liðsmenn Sigur Rósar krefjast frávísunar Fyrirtaka í máli héraðssaksóknara gegn fjórum meðlimum Sigur Rósar vegna meintra skattsvika fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. maí 2019 11:42
Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. september 2019 10:04