Fara í bóknám vegna þrýstings frá foreldrum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 4. október 2019 07:30 Heiður Hrund Jónsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, rannsakar nú áhrif foreldra á námsferil framhaldsskólanema. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í dag fer fram árleg ráðstefna menntavísindasviðs Háskóla Íslands í húsnæði skólans í Stakkahlíð. Ráðstefnan ber heitið Menntakvika og er hlutverk hennar að miðla þekkingu og rannsóknum sem snúa að menntamálum og skóla- og frístundastarfi. Heiður Hrund Jónsdóttir er ein margra sem flytja erindi á ráðstefnunni. Þar kynnir hún doktorsverkefni sitt í félagsfræði sem hún vinnur nú að. „Aðalmarkmið verkefnisins er að skoða námsferil fólks,“ segir Heiður. „Það hvernig nemendur á Íslandi fara í gegnum framhaldsskólanám, námsval þeirra og hættu á brottfalli,“ bætir hún við. Heiður hefur rannsakað ástæður þess að nemendur á framhaldsskólastigi flosna upp úr námi og klára ekki skólagöngu sem þeir hafa hafið. Í erindi sínu í dag mun hún draga upp mynd af því hvort ástæða brottfallsins geti verið sú að nemendurnir séu ekki á réttum stað innan menntakerfisins. „Við sjáum að í samanburði við mörg önnur lönd þá eru hlutfallslega mjög fáir nemendur á Íslandi sem fara beint í starfsnám eftir grunnskóla og Ísland sker sig líka úr flestum OECD-löndum því hér er svo hátt brottfall, það eru svo margir sem annaðhvort ljúka ekki námi eða ljúka því ekki á þeim tíma sem miðað er við,“ segir Heiður. „Við spyrjum okkur að því hvort mikil áhersla sem lögð er á bóknám hér á landi auki hættuna á því að fólk fara í slíkt nám án þess að styrkleikar þeirra og áhugi liggi þar og þá flosni þau upp úr námi,“ segir Heiður. „Á móti því, ef þau hefðu mögulega farið inn á námsbraut sem hentaði þeim betur, bæði þeirra styrkleikum og áhugasviði, þá hefðu þau frekar átt möguleika á farsælli framhaldsskólagöngu og náð að klára,“ bætir hún við. Heiður segir foreldra eiga stóran þátt í þróun þess hversu mikill fjöldi nemenda velur bóknám í stað starfsnáms og segir mikilvægt að allir kynni sér þá möguleika sem í boði eru innan menntakerfisins. „Á Íslandi hefur bóknám alltaf verið hafið upp á kostnað starfsnáms og það er lögð mun meiri áhersla á það. Eldri rannsóknir sýna okkur að foreldrar vilja upp til hópa að börnin þeirra fari í bóknám og leggja áherslu á að krakkarnir þeirra taki stúdentspróf. Við erum því að skoða það hvort krakkar velji í mörgum tilfellum bóknám vegna þrýstings frá foreldrum sínum,“ útskýrir Heiður. „Við þurfum að fræða foreldra um þá möguleika á vinnumarkaði sem fylgja starfsnámi ásamt því að eyða þeirri mýtu að krakkar sem útskrifast úr starfsnámi eigi ekki möguleika á því að fara í háskólanám,“ segir Heiður. Erindi Heiðar fer fram í stofu H-101 klukkan 15.30-17 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Í dag fer fram árleg ráðstefna menntavísindasviðs Háskóla Íslands í húsnæði skólans í Stakkahlíð. Ráðstefnan ber heitið Menntakvika og er hlutverk hennar að miðla þekkingu og rannsóknum sem snúa að menntamálum og skóla- og frístundastarfi. Heiður Hrund Jónsdóttir er ein margra sem flytja erindi á ráðstefnunni. Þar kynnir hún doktorsverkefni sitt í félagsfræði sem hún vinnur nú að. „Aðalmarkmið verkefnisins er að skoða námsferil fólks,“ segir Heiður. „Það hvernig nemendur á Íslandi fara í gegnum framhaldsskólanám, námsval þeirra og hættu á brottfalli,“ bætir hún við. Heiður hefur rannsakað ástæður þess að nemendur á framhaldsskólastigi flosna upp úr námi og klára ekki skólagöngu sem þeir hafa hafið. Í erindi sínu í dag mun hún draga upp mynd af því hvort ástæða brottfallsins geti verið sú að nemendurnir séu ekki á réttum stað innan menntakerfisins. „Við sjáum að í samanburði við mörg önnur lönd þá eru hlutfallslega mjög fáir nemendur á Íslandi sem fara beint í starfsnám eftir grunnskóla og Ísland sker sig líka úr flestum OECD-löndum því hér er svo hátt brottfall, það eru svo margir sem annaðhvort ljúka ekki námi eða ljúka því ekki á þeim tíma sem miðað er við,“ segir Heiður. „Við spyrjum okkur að því hvort mikil áhersla sem lögð er á bóknám hér á landi auki hættuna á því að fólk fara í slíkt nám án þess að styrkleikar þeirra og áhugi liggi þar og þá flosni þau upp úr námi,“ segir Heiður. „Á móti því, ef þau hefðu mögulega farið inn á námsbraut sem hentaði þeim betur, bæði þeirra styrkleikum og áhugasviði, þá hefðu þau frekar átt möguleika á farsælli framhaldsskólagöngu og náð að klára,“ bætir hún við. Heiður segir foreldra eiga stóran þátt í þróun þess hversu mikill fjöldi nemenda velur bóknám í stað starfsnáms og segir mikilvægt að allir kynni sér þá möguleika sem í boði eru innan menntakerfisins. „Á Íslandi hefur bóknám alltaf verið hafið upp á kostnað starfsnáms og það er lögð mun meiri áhersla á það. Eldri rannsóknir sýna okkur að foreldrar vilja upp til hópa að börnin þeirra fari í bóknám og leggja áherslu á að krakkarnir þeirra taki stúdentspróf. Við erum því að skoða það hvort krakkar velji í mörgum tilfellum bóknám vegna þrýstings frá foreldrum sínum,“ útskýrir Heiður. „Við þurfum að fræða foreldra um þá möguleika á vinnumarkaði sem fylgja starfsnámi ásamt því að eyða þeirri mýtu að krakkar sem útskrifast úr starfsnámi eigi ekki möguleika á því að fara í háskólanám,“ segir Heiður. Erindi Heiðar fer fram í stofu H-101 klukkan 15.30-17 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira