Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2019 19:16 Elísa Dagmar Andrésdóttir fór í fyrirbyggjandi brjóstnám í mars eftir að brakkagenið fannst í henni á síðasta ári. Í kjölfarið átti hún að fara í uppbyggingu á brjóstum. Þeirri aðgerð hefur verið frestað ítrekað og hefur Elísa í raun beðið eftir svörum frá því í júní. Aðgerðin er nú áætluð í næstu viku og vonar Elísa að það standist enda hefur biðin tekið á. „Hún er búin að vera erfið. Ég er með mikla verki og hef mjög takmarkaða getu til að gera ýmislegt. Ég sef líka illa og hef verið einangruð. Þetta er bara alltof langur tími fyrir fólk að vera í svona ferli,“ segir Elísa. Aðstæðurnar hafa orðið til þess að hún hefur ekkert unnið síðustu sjö mánuði. „Ég fór bara í veikindaleyfi og sagði svo bara starfi mínu lausu því ég vissi ekki hvað þetta tæki langan tíma. Ef ég hefði vitað að aðgerðin myndi frestast fram á haust þá hefði ég mögulega gert aðrar ráðstafanir.“ Eftir brjóstnám eru brjóst þanin út til að undirbúa uppbyggingu, þ.e. að fá varanlega púða í brjóstin. Þessi þensla getur verið sársaukafull. „Brjóstin eru mjög þrútin og þau eru grjóthörð. Það er eins og ég sé með harða melónu þarna,“ segir hún. Óvissan er ekki síður erfið að sögn Elísu. Hún telur þó heilbrigðisstarfsfólk vera að gera sitt allra besta en það hafi bara ekki tíma og rúm til samskipta og eftirfylgni.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egill„Það er engin eftirfylgni. Það er enginn að tala við mann á meðan maður bíður. Ég fór í þenslu fyrstu vikurnar eftir aðgerð en svo hef ég ekki talað við neinn.Konur að gefast upp á Landspítalanum Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, segir sögu Elísu eina af fjölmörgum. „Bið og frestanir. Þetta er eitthvað sem við heyrum ítrekað. Dæmi eru um að viðtölum sé frestað ítrekað svo biðin er komin upp í heilt ár," segir hún. Margrét segist skilja að konur með krabbamein gangi fyrir í aðgerðir. Það sé þó engin afsökun fyrir óþarfa álagi og óvissu. Hún fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir ferlið þar til fyrirmyndar hvað varðar eftirfylgni og stuðning. Landspítalinn ætti að semja við sérfræðingana þar ef spítalinn veldur ekki verkefninu. „Því miður þá held ég að margar konur séu hættar að reyna við Landspítalann. Sérstaklega konur utan af landi enda hefur maður heyrt af konum sem hafa pantað flug utan af landi til Reykjavíkur og fá svo frestun. Þær fá ekkert endurgreitt og sitja uppi með kostnað auk þess sem þetta er mikið óþarfa álag.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Lýtalækningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Elísa Dagmar Andrésdóttir fór í fyrirbyggjandi brjóstnám í mars eftir að brakkagenið fannst í henni á síðasta ári. Í kjölfarið átti hún að fara í uppbyggingu á brjóstum. Þeirri aðgerð hefur verið frestað ítrekað og hefur Elísa í raun beðið eftir svörum frá því í júní. Aðgerðin er nú áætluð í næstu viku og vonar Elísa að það standist enda hefur biðin tekið á. „Hún er búin að vera erfið. Ég er með mikla verki og hef mjög takmarkaða getu til að gera ýmislegt. Ég sef líka illa og hef verið einangruð. Þetta er bara alltof langur tími fyrir fólk að vera í svona ferli,“ segir Elísa. Aðstæðurnar hafa orðið til þess að hún hefur ekkert unnið síðustu sjö mánuði. „Ég fór bara í veikindaleyfi og sagði svo bara starfi mínu lausu því ég vissi ekki hvað þetta tæki langan tíma. Ef ég hefði vitað að aðgerðin myndi frestast fram á haust þá hefði ég mögulega gert aðrar ráðstafanir.“ Eftir brjóstnám eru brjóst þanin út til að undirbúa uppbyggingu, þ.e. að fá varanlega púða í brjóstin. Þessi þensla getur verið sársaukafull. „Brjóstin eru mjög þrútin og þau eru grjóthörð. Það er eins og ég sé með harða melónu þarna,“ segir hún. Óvissan er ekki síður erfið að sögn Elísu. Hún telur þó heilbrigðisstarfsfólk vera að gera sitt allra besta en það hafi bara ekki tíma og rúm til samskipta og eftirfylgni.Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir eftirfylgni og stuðning mun betri þar.vísir/egill„Það er engin eftirfylgni. Það er enginn að tala við mann á meðan maður bíður. Ég fór í þenslu fyrstu vikurnar eftir aðgerð en svo hef ég ekki talað við neinn.Konur að gefast upp á Landspítalanum Margrét Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, segir sögu Elísu eina af fjölmörgum. „Bið og frestanir. Þetta er eitthvað sem við heyrum ítrekað. Dæmi eru um að viðtölum sé frestað ítrekað svo biðin er komin upp í heilt ár," segir hún. Margrét segist skilja að konur með krabbamein gangi fyrir í aðgerðir. Það sé þó engin afsökun fyrir óþarfa álagi og óvissu. Hún fór sjálf í brjóstnám hjá Klíníkinni og segir ferlið þar til fyrirmyndar hvað varðar eftirfylgni og stuðning. Landspítalinn ætti að semja við sérfræðingana þar ef spítalinn veldur ekki verkefninu. „Því miður þá held ég að margar konur séu hættar að reyna við Landspítalann. Sérstaklega konur utan af landi enda hefur maður heyrt af konum sem hafa pantað flug utan af landi til Reykjavíkur og fá svo frestun. Þær fá ekkert endurgreitt og sitja uppi með kostnað auk þess sem þetta er mikið óþarfa álag.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Lýtalækningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira