Fjölskyldan í áfalli eftir altjón í eldsvoða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2019 18:30 Par með tvö ung börn var að koma heim til sín um hálf sjö í gærkvöldi þegar í ljós kom að mikill eldur var í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti. Fjölskyldufaðirinn gerði þegar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu viðvart. Mikill reykur var í stigaganginum og aðstoðaði hann dreng í annarri íbúð út og fékk snert af reykeitrun þar sem þykkan svartan reyk lagði yfir stigaganginn og var sendur á slysadeild. Öðrum í fjölskyldunni varð ekki meint af. Fjölskyldufaðirinn segir þetta mikið áfall en vinir og fjölskylda hafi hjálpað þeim með helstu nauðsynjar í dag eins og föt á börnin. Fjölskyldan er tryggð að hans sögn. Eldur stóð út um glugga þegar allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Jóhann Viggó Jónsson er varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var mikill reykur og svo logaði eldur út um eldhúsglugga bak við húsið þannig að það var mikið í gangi þegar við mættum á staðinn. Við vorum ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins en við leituðum af okkur allan grun um að einhver væri í íbúðinni. Við báðum íbúa í öðrum íbúðum í stigaganginum að halda sig inni þar til við gætum loftað út úr stigaganginum sem fylltist af reyk,“ segir Jóhann. Hann segir að íbúðin sé nánast ónýt. „Þetta var altjón. Það var mikill hiti, eldur og reykur, eldurinn var að mestu bundinn við eldhúsið en reykur barst í önnur herbergi,“ segir Jóhann. Slökkvilið aðstoðaði jafnframt fólk út. „Við sendum menn á þriðju hæðina þar sem voru íbúar fastir og aðstoðuðum þá fólkið út,“ segir Jóhann að lokum. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08 Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira
Par með tvö ung börn var að koma heim til sín um hálf sjö í gærkvöldi þegar í ljós kom að mikill eldur var í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti. Fjölskyldufaðirinn gerði þegar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu viðvart. Mikill reykur var í stigaganginum og aðstoðaði hann dreng í annarri íbúð út og fékk snert af reykeitrun þar sem þykkan svartan reyk lagði yfir stigaganginn og var sendur á slysadeild. Öðrum í fjölskyldunni varð ekki meint af. Fjölskyldufaðirinn segir þetta mikið áfall en vinir og fjölskylda hafi hjálpað þeim með helstu nauðsynjar í dag eins og föt á börnin. Fjölskyldan er tryggð að hans sögn. Eldur stóð út um glugga þegar allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Jóhann Viggó Jónsson er varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var mikill reykur og svo logaði eldur út um eldhúsglugga bak við húsið þannig að það var mikið í gangi þegar við mættum á staðinn. Við vorum ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins en við leituðum af okkur allan grun um að einhver væri í íbúðinni. Við báðum íbúa í öðrum íbúðum í stigaganginum að halda sig inni þar til við gætum loftað út úr stigaganginum sem fylltist af reyk,“ segir Jóhann. Hann segir að íbúðin sé nánast ónýt. „Þetta var altjón. Það var mikill hiti, eldur og reykur, eldurinn var að mestu bundinn við eldhúsið en reykur barst í önnur herbergi,“ segir Jóhann. Slökkvilið aðstoðaði jafnframt fólk út. „Við sendum menn á þriðju hæðina þar sem voru íbúar fastir og aðstoðuðum þá fólkið út,“ segir Jóhann að lokum.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08 Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira
Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08
Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55