Fjölskyldan í áfalli eftir altjón í eldsvoða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2019 18:30 Par með tvö ung börn var að koma heim til sín um hálf sjö í gærkvöldi þegar í ljós kom að mikill eldur var í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti. Fjölskyldufaðirinn gerði þegar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu viðvart. Mikill reykur var í stigaganginum og aðstoðaði hann dreng í annarri íbúð út og fékk snert af reykeitrun þar sem þykkan svartan reyk lagði yfir stigaganginn og var sendur á slysadeild. Öðrum í fjölskyldunni varð ekki meint af. Fjölskyldufaðirinn segir þetta mikið áfall en vinir og fjölskylda hafi hjálpað þeim með helstu nauðsynjar í dag eins og föt á börnin. Fjölskyldan er tryggð að hans sögn. Eldur stóð út um glugga þegar allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Jóhann Viggó Jónsson er varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var mikill reykur og svo logaði eldur út um eldhúsglugga bak við húsið þannig að það var mikið í gangi þegar við mættum á staðinn. Við vorum ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins en við leituðum af okkur allan grun um að einhver væri í íbúðinni. Við báðum íbúa í öðrum íbúðum í stigaganginum að halda sig inni þar til við gætum loftað út úr stigaganginum sem fylltist af reyk,“ segir Jóhann. Hann segir að íbúðin sé nánast ónýt. „Þetta var altjón. Það var mikill hiti, eldur og reykur, eldurinn var að mestu bundinn við eldhúsið en reykur barst í önnur herbergi,“ segir Jóhann. Slökkvilið aðstoðaði jafnframt fólk út. „Við sendum menn á þriðju hæðina þar sem voru íbúar fastir og aðstoðuðum þá fólkið út,“ segir Jóhann að lokum. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08 Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Sjá meira
Par með tvö ung börn var að koma heim til sín um hálf sjö í gærkvöldi þegar í ljós kom að mikill eldur var í íbúð þeirra í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti. Fjölskyldufaðirinn gerði þegar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu viðvart. Mikill reykur var í stigaganginum og aðstoðaði hann dreng í annarri íbúð út og fékk snert af reykeitrun þar sem þykkan svartan reyk lagði yfir stigaganginn og var sendur á slysadeild. Öðrum í fjölskyldunni varð ekki meint af. Fjölskyldufaðirinn segir þetta mikið áfall en vinir og fjölskylda hafi hjálpað þeim með helstu nauðsynjar í dag eins og föt á börnin. Fjölskyldan er tryggð að hans sögn. Eldur stóð út um glugga þegar allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Jóhann Viggó Jónsson er varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var mikill reykur og svo logaði eldur út um eldhúsglugga bak við húsið þannig að það var mikið í gangi þegar við mættum á staðinn. Við vorum ekki lengi að ráða niðurlögum eldsins en við leituðum af okkur allan grun um að einhver væri í íbúðinni. Við báðum íbúa í öðrum íbúðum í stigaganginum að halda sig inni þar til við gætum loftað út úr stigaganginum sem fylltist af reyk,“ segir Jóhann. Hann segir að íbúðin sé nánast ónýt. „Þetta var altjón. Það var mikill hiti, eldur og reykur, eldurinn var að mestu bundinn við eldhúsið en reykur barst í önnur herbergi,“ segir Jóhann. Slökkvilið aðstoðaði jafnframt fólk út. „Við sendum menn á þriðju hæðina þar sem voru íbúar fastir og aðstoðuðum þá fólkið út,“ segir Jóhann að lokum.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08 Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Sjá meira
Kviknaði í út frá potti á eldavél Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. 3. október 2019 15:08
Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Altjón varð í íbúð í Reykjavík en eldsupptök eru ókunn. 2. október 2019 18:55
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent