Sumir uggandi en aðrir bjartsýnir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 20:00 Laugavegur við Klapparstíg. Hann hefur verið lokaður fyrir bílaumferð í sumar og svo verður áfram í vetur. Vísir/Vilhelm Það er ekkert nýtt að tekist sé á um ágæti þess að gera Laugaveginn að göngugötu. Óskað var eftir nafnakalli þegar borgarstjórn staðfesti á þriðjudaginn samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá því í lok september á tillögu að deiliskipulagi fyrir fyrsta áfanga Laugavegar sem göngugötu allt árið um kring.Tillagan var samþykkt með fjórtán atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans auk Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins. Níu borgarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni. Samhliða fóru fram líflegar umræður í borgarstjórn um áhrif lokunar Laugavegar á rekstraraðila og íbúa og um kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við að gera götuna að göngugötu.Sjá einnig: Laugavegurinn áfram göngugata í vetur Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til að því yrði frestað að auglýsa deiliskipulagstillöguna og tillögu um göngugötur um nokkra mánuði. Tillaga var felld.Boðið að gera tillögu um bekki og blómapotta Það eru ekki bara borgarfulltrúar sem tekist hafa á um málið en það varðar jú ekki hvað síst bæði borgarbúa og rekstraraðila í miðbænum. Gunnar Gunnarsson, talsmaður Miðbæjarfélagsins, grasrótarsamtaka kaupmanna sem barist hefur gegn lokun fyrir bílaumferð um Laugaveg, segir litla ánægju með þetta meðal þeirra kaupmanna sem hann sé málsvari fyrir. Gunnar Gunnarsson, talsmaður MiðbæjarfélagsinsMynd/aðsend„Menn eru mjög uggandi og það er mikil andstaða,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ekki með rekstur í miðbænum. Hann vill meina að ekki hafi verið hlustað á sjónarmið sinna félaga. „Það er bara valtað yfir okkur.“ Fulltrúar Miðbæjarfélagsins hafi verið kallaður á stuttan fund í ráðhúsinu í byrjun árs þar sem þeim hafi verið tilkynnt um áformin og þeim boðið að „gera tillögu að því hvar eigi að setja bekki og blómapotta,“ eins og Gunnar orðar það, lítt kátur með ákvörðunina. „Það er allt samráðið af þeirra hálfu,“ bætir Gunnar við og segir fundinn hafa verið mikinn hitafund. En ekki eru allir kaupmenn á sama máli. Guðrún Jóhannesdóttir, einn eigenda Kokku á Laugavegi og formaður Miðborgarinnar okkar, hagsmunasamtaka rekstraraðila í miðborginni, er ein þeirra sem er ósammála Gunnari.Vill það sem viðskiptavinurinn vill „Mín persónulega skoðun er í raun algjört aukaatriði í þessu máli,“ sagði Guðrún í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudaginn. „Ég held að það sem við kaupmenn þurfum að horfa á fyrst og fremst hvað viðskiptavinurinn vill. Og ef að skoðakannanir sýna hver á fætur annari að almenningur vill göngugötur þá er það það sem ég vil. Af því ég vil það sem kúnninn minn vill, það er það sem skiptir mig máli,“ sagði Guðrún. Samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu í sumar segist rétt um helmingur borgarbúa vera hlynntur göngugötum í miðbænum. Þeir sem heimsækja miðborgina oftar eru almennt hlynntari göngugötum en þeir sem gera það sjaldnar samkvæmt könnuninni. Aftur á móti er afstaða rekstraraðila neikvæðari en um 62% svarenda sögðust andvígir göngugötum samkvæmt sömu könnun.Guðrún Jóhannesdóttir kaupmaður í Kokku.SkjáskotGuðrún bendir á, að nú þegar liggi fyrir pólitískur vilji og undirbúningur sé hafinn að því að Laugavegurinn verði göngugata allt árið um kring, þurfi kaupmenn einfaldlega að taka þátt. „Þá held ég að það sé aðal atriði fyrir okkur að vera þá í samráði við viðskiptavinina okkar, það þarf að tala við Öryrkjabandalagið um hvernig sé hægt að bæta aðgengi fyrir fatlaða og þarf að tryggja það að það séu bílastæði fyrir fatlaða nálægt,“ sagði Guðrún. Þá þurfi að kynna bílastæðahúsin betur þar sem sé að finna fleiri þúsund bílastæði í göngufæri frá verslun og þjónustu á Laugarvegi. Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Það er ekkert nýtt að tekist sé á um ágæti þess að gera Laugaveginn að göngugötu. Óskað var eftir nafnakalli þegar borgarstjórn staðfesti á þriðjudaginn samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá því í lok september á tillögu að deiliskipulagi fyrir fyrsta áfanga Laugavegar sem göngugötu allt árið um kring.Tillagan var samþykkt með fjórtán atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans auk Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins. Níu borgarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni. Samhliða fóru fram líflegar umræður í borgarstjórn um áhrif lokunar Laugavegar á rekstraraðila og íbúa og um kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við að gera götuna að göngugötu.Sjá einnig: Laugavegurinn áfram göngugata í vetur Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til að því yrði frestað að auglýsa deiliskipulagstillöguna og tillögu um göngugötur um nokkra mánuði. Tillaga var felld.Boðið að gera tillögu um bekki og blómapotta Það eru ekki bara borgarfulltrúar sem tekist hafa á um málið en það varðar jú ekki hvað síst bæði borgarbúa og rekstraraðila í miðbænum. Gunnar Gunnarsson, talsmaður Miðbæjarfélagsins, grasrótarsamtaka kaupmanna sem barist hefur gegn lokun fyrir bílaumferð um Laugaveg, segir litla ánægju með þetta meðal þeirra kaupmanna sem hann sé málsvari fyrir. Gunnar Gunnarsson, talsmaður MiðbæjarfélagsinsMynd/aðsend„Menn eru mjög uggandi og það er mikil andstaða,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ekki með rekstur í miðbænum. Hann vill meina að ekki hafi verið hlustað á sjónarmið sinna félaga. „Það er bara valtað yfir okkur.“ Fulltrúar Miðbæjarfélagsins hafi verið kallaður á stuttan fund í ráðhúsinu í byrjun árs þar sem þeim hafi verið tilkynnt um áformin og þeim boðið að „gera tillögu að því hvar eigi að setja bekki og blómapotta,“ eins og Gunnar orðar það, lítt kátur með ákvörðunina. „Það er allt samráðið af þeirra hálfu,“ bætir Gunnar við og segir fundinn hafa verið mikinn hitafund. En ekki eru allir kaupmenn á sama máli. Guðrún Jóhannesdóttir, einn eigenda Kokku á Laugavegi og formaður Miðborgarinnar okkar, hagsmunasamtaka rekstraraðila í miðborginni, er ein þeirra sem er ósammála Gunnari.Vill það sem viðskiptavinurinn vill „Mín persónulega skoðun er í raun algjört aukaatriði í þessu máli,“ sagði Guðrún í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudaginn. „Ég held að það sem við kaupmenn þurfum að horfa á fyrst og fremst hvað viðskiptavinurinn vill. Og ef að skoðakannanir sýna hver á fætur annari að almenningur vill göngugötur þá er það það sem ég vil. Af því ég vil það sem kúnninn minn vill, það er það sem skiptir mig máli,“ sagði Guðrún. Samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu í sumar segist rétt um helmingur borgarbúa vera hlynntur göngugötum í miðbænum. Þeir sem heimsækja miðborgina oftar eru almennt hlynntari göngugötum en þeir sem gera það sjaldnar samkvæmt könnuninni. Aftur á móti er afstaða rekstraraðila neikvæðari en um 62% svarenda sögðust andvígir göngugötum samkvæmt sömu könnun.Guðrún Jóhannesdóttir kaupmaður í Kokku.SkjáskotGuðrún bendir á, að nú þegar liggi fyrir pólitískur vilji og undirbúningur sé hafinn að því að Laugavegurinn verði göngugata allt árið um kring, þurfi kaupmenn einfaldlega að taka þátt. „Þá held ég að það sé aðal atriði fyrir okkur að vera þá í samráði við viðskiptavinina okkar, það þarf að tala við Öryrkjabandalagið um hvernig sé hægt að bæta aðgengi fyrir fatlaða og þarf að tryggja það að það séu bílastæði fyrir fatlaða nálægt,“ sagði Guðrún. Þá þurfi að kynna bílastæðahúsin betur þar sem sé að finna fleiri þúsund bílastæði í göngufæri frá verslun og þjónustu á Laugarvegi.
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira