Þurftu að snúa við vegna bilunar og lentu þá í veðrinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2019 11:23 Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Vísir/getty Flugvél Icelandair sem lagði af stað til Óslóar um klukkan átta í morgun var snúið við eftir um klukkustundarflug vegna tæknibilunar. Vélin lenti á ný í Keflavík fyrir skömmu en farþegarnir bíða enn um borð vegna veðurs, sem hefur haft töluverð áhrif á flugferðir til og frá vellinum í morgun. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við Vísi að vélinni hafi verið snúið við í varúðarskyni vegna minniháttar bilunar. Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Farþegarnir voru enn um borð í vélinni nú snemma á tólfta tímanum vegna mikils vinds í Keflavík. Ásdís segir að vonast sé til að þeim verði bráðlega hleypt út en áætlað er að veður lægi nú um hádegisbil. Bára Guðmundsdóttir, einn farþega með umræddu flugi Icelandair, var enn um borð í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir klukkan ellefu. Hún segir að farþegar bíði nú í rólegheitum eftir því að komast í aðra flugvél. Hún kveðst vonast til þess að lenda ekki í frekari hindrunum á leið til Óslóar, þar sem bíða hennar mikilvægir tónleikar í kvöld. „Það hefur verið langþráður draumur að fara á Ariönu Grande-tónleika og þeir eru strax í kvöld, þannig að þetta er svolítið tæpt. Það er mikil sorg hérna hjá litla frænda mínum.“ Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Flugvél Icelandair sem lagði af stað til Óslóar um klukkan átta í morgun var snúið við eftir um klukkustundarflug vegna tæknibilunar. Vélin lenti á ný í Keflavík fyrir skömmu en farþegarnir bíða enn um borð vegna veðurs, sem hefur haft töluverð áhrif á flugferðir til og frá vellinum í morgun. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við Vísi að vélinni hafi verið snúið við í varúðarskyni vegna minniháttar bilunar. Áætlað er að önnur vél fljúgi til Óslóar með farþegana klukkan 12. Farþegarnir voru enn um borð í vélinni nú snemma á tólfta tímanum vegna mikils vinds í Keflavík. Ásdís segir að vonast sé til að þeim verði bráðlega hleypt út en áætlað er að veður lægi nú um hádegisbil. Bára Guðmundsdóttir, einn farþega með umræddu flugi Icelandair, var enn um borð í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir klukkan ellefu. Hún segir að farþegar bíði nú í rólegheitum eftir því að komast í aðra flugvél. Hún kveðst vonast til þess að lenda ekki í frekari hindrunum á leið til Óslóar, þar sem bíða hennar mikilvægir tónleikar í kvöld. „Það hefur verið langþráður draumur að fara á Ariönu Grande-tónleika og þeir eru strax í kvöld, þannig að þetta er svolítið tæpt. Það er mikil sorg hérna hjá litla frænda mínum.“
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Flugvélar sátu fastar í Keflavík vegna veðurs Þá hefur flugferðum einnig verið frestað í morgun vegna vindhraða í Keflavík. 3. október 2019 10:21