Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 19:07 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnvöld verða að leysa úr bótamálum vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Vísir/Vilhelm Misskilnings gætir hjá þjóðinni um að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir morð á sínum tíma og að Hæstiréttur hafi sýknað þá þegar mál þeirra var tekið upp á nýju. Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur skaðabótakröfur sakborninga fráleitar. Ágreiningur hefur verið um hvernig eigi að standa að bótagreiðslum til fimm sakborninga sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Hæstiréttur sýknaði þá þegar málið var tekið aftur upp í fyrra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til að heimila að greiddar verði bætur. Tveir sakborninganna hafa sett fram kröfur um bætur sem nema á annan milljarð króna hvor. Brynjar sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þingið yrði að samþykkja einhvers konar frumvarp til að fólkið gæti sótt sér einhverjar bætur. Vandamálið væri að málið væri pólitískt og stjórnmálin yrðu að greiða úr bótamálinu.Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda Fullyrti Brynjar að það væri misskilningur að Hæstiréttur hefði sýknað sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Það hafi verið stjórnvöld sem hafi tekið ákvörðun um að taka upp málið á ný og að krefjast sýknu. Málið hafi verið tekið úr höndum dómstóla. Hélt hann því fram að Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda um að sýkna sakborningana. „Það er pólitíkin sem ákvað að sýkna í þessu máli,“ sagði Brynjar og vísaði til þess að Hæstiréttur hafi ekki tekið afstöðu til sönnunarfærslu í málinu aftur. Sjálfur sagðist hann ósáttur við að vegið hefði verið að sjálfstæði dómstóla með þessum hætti.Ekki dæmdir fyrir morð Þá sagði Brynjar að allir væru búnir að gleyma því að sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir margt annað en að hafa valdið dauða Guðmundar Einarsson og Geirfinns Einarssonar. „Þeir voru ekkert sýknaðir af því,“ sagði þingmaðurinn. Telur Brynjar miklu máli skipta þegar rætt er um bætur hvaða áhrif hluti ákæranna á hendur sakborningunum sem vörðuðu hvarf Guðmundar og Geirfinns höfðu á ákvörðun refsingar yfir þeim. Vísaði Brynjar upphæð bótakrafna tveggja sakborninganna á bug sem „fráleitum“ og sagði að bætur yrðu að vera í samræmi við mál af þessu tagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn hafa verið frelsissviptir og þurft að greiða bætur,“ sagði Brynjar. Þá sagði Brynjar það vera misskilning hjá þjóðinni að sakborningarnir hafi verið dæmdir fyrir morð á Guðmundi og Geirfinni. Þeir hafi verið dæmdir fyrir hættulega líkamsárásir sem varð þeim að bana. „Það var virt þeim til gáleysis, það er að segja að það var ekki ásetningur til að drepa mennina,“ sagði Brynjar. Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Sjá meira
Misskilnings gætir hjá þjóðinni um að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir morð á sínum tíma og að Hæstiréttur hafi sýknað þá þegar mál þeirra var tekið upp á nýju. Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur skaðabótakröfur sakborninga fráleitar. Ágreiningur hefur verið um hvernig eigi að standa að bótagreiðslum til fimm sakborninga sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Hæstiréttur sýknaði þá þegar málið var tekið aftur upp í fyrra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til að heimila að greiddar verði bætur. Tveir sakborninganna hafa sett fram kröfur um bætur sem nema á annan milljarð króna hvor. Brynjar sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þingið yrði að samþykkja einhvers konar frumvarp til að fólkið gæti sótt sér einhverjar bætur. Vandamálið væri að málið væri pólitískt og stjórnmálin yrðu að greiða úr bótamálinu.Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda Fullyrti Brynjar að það væri misskilningur að Hæstiréttur hefði sýknað sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Það hafi verið stjórnvöld sem hafi tekið ákvörðun um að taka upp málið á ný og að krefjast sýknu. Málið hafi verið tekið úr höndum dómstóla. Hélt hann því fram að Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda um að sýkna sakborningana. „Það er pólitíkin sem ákvað að sýkna í þessu máli,“ sagði Brynjar og vísaði til þess að Hæstiréttur hafi ekki tekið afstöðu til sönnunarfærslu í málinu aftur. Sjálfur sagðist hann ósáttur við að vegið hefði verið að sjálfstæði dómstóla með þessum hætti.Ekki dæmdir fyrir morð Þá sagði Brynjar að allir væru búnir að gleyma því að sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir margt annað en að hafa valdið dauða Guðmundar Einarsson og Geirfinns Einarssonar. „Þeir voru ekkert sýknaðir af því,“ sagði þingmaðurinn. Telur Brynjar miklu máli skipta þegar rætt er um bætur hvaða áhrif hluti ákæranna á hendur sakborningunum sem vörðuðu hvarf Guðmundar og Geirfinns höfðu á ákvörðun refsingar yfir þeim. Vísaði Brynjar upphæð bótakrafna tveggja sakborninganna á bug sem „fráleitum“ og sagði að bætur yrðu að vera í samræmi við mál af þessu tagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn hafa verið frelsissviptir og þurft að greiða bætur,“ sagði Brynjar. Þá sagði Brynjar það vera misskilning hjá þjóðinni að sakborningarnir hafi verið dæmdir fyrir morð á Guðmundi og Geirfinni. Þeir hafi verið dæmdir fyrir hættulega líkamsárásir sem varð þeim að bana. „Það var virt þeim til gáleysis, það er að segja að það var ekki ásetningur til að drepa mennina,“ sagði Brynjar.
Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Sjá meira
Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55