Íbúum bjargað úr fjölbýli í Suðurhólum eftir að eldur kviknaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2019 18:55 Slökkviliðið var kallað út á sjöunda tímanum í kvöld. Vísir/Egill Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Nokkrir íbúar voru aðstoðaðir við að komast út. Eldurinn kviknaði í íbúð á annarri hæð fjölbýlisins og varð þar altjón, reykurinn stóð út um glugga íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði og eru eldsupptök ókunn að svo stöddu. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum en einn var fluttur á sjúkradeild með vott af reykeitrun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hann verið að fylgja íbúum á efstu hæð út úr blokkinni. Samkvæmt fréttamanni okkar á vettvangi náði slökkvilið í íbúa sem var fast í íbúð á annarri hæð, þar á meðal var eitt barn. Aðstoðaði slökkvilið einnig íbúa af þriðju og efstu hæð út, sem beðið hafði á svölum eftir slökkviliðinu. Reykkafarar fóru inn í bygginguna til þess að ná í íbúa og notuðu björgunargrímur þar sem mikill reykur var á stigaganginum. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu um klukkan hálf átta að aðgerðum væri að ljúka á vettvangi. Störf á vettvangi gengu vel og Rauði krossinn sá um að koma íbúum í skjól á meðan slökkvilið var að störfum. Fréttin hefur verið uppfærð.Vísir/EgillFrá aðgerðum á vettvangi í kvöldVísir/EgillVísir/ÞráinnVísir/KristínGVísir/ÞráinnVísir/EgillVísir/EgillVísir/Egill Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Nokkrir íbúar voru aðstoðaðir við að komast út. Eldurinn kviknaði í íbúð á annarri hæð fjölbýlisins og varð þar altjón, reykurinn stóð út um glugga íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði og eru eldsupptök ókunn að svo stöddu. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum en einn var fluttur á sjúkradeild með vott af reykeitrun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hann verið að fylgja íbúum á efstu hæð út úr blokkinni. Samkvæmt fréttamanni okkar á vettvangi náði slökkvilið í íbúa sem var fast í íbúð á annarri hæð, þar á meðal var eitt barn. Aðstoðaði slökkvilið einnig íbúa af þriðju og efstu hæð út, sem beðið hafði á svölum eftir slökkviliðinu. Reykkafarar fóru inn í bygginguna til þess að ná í íbúa og notuðu björgunargrímur þar sem mikill reykur var á stigaganginum. Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu um klukkan hálf átta að aðgerðum væri að ljúka á vettvangi. Störf á vettvangi gengu vel og Rauði krossinn sá um að koma íbúum í skjól á meðan slökkvilið var að störfum. Fréttin hefur verið uppfærð.Vísir/EgillFrá aðgerðum á vettvangi í kvöldVísir/EgillVísir/ÞráinnVísir/KristínGVísir/ÞráinnVísir/EgillVísir/EgillVísir/Egill
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels