Mikill viðbúnaður þegar leki kom að bát á Bakkaflóa Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 2. október 2019 16:51 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en var síðan snúið við. Vísir/vilhelm Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað nú síðdegis eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að leki hefði komið að fimm tonna fiskibáti sem staddur var á Bakkaflóa. Einn maður var um borð en hann er heill á húfi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, segir að tilkynning hafi borist klukkan 15:46. „Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út og fiskibátar í grenndinni sem og línuskip, sem var í 30 mílna fjarlægð, beðið um að halda á staðinn. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði var kallað út auk sjóbjörgunarsveita á svæðinu,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Klukkan 16:30 var annar bátur kominn að þeim bát sem lekinn kom að. Ásgeir segir að það hafi verið álit skipstjóranna tveggja að það væri hægt að taka lekabátinn í tog og draga hann inn til Bakkafjarðar. „Þá var þyrlu Landhelgisgæslunnar snúið við þar sem að lensidæla bátsins hefur undan, meðan bátnum er ekki siglt fyrir eigin vélarafli,“ segir Ásgeir. Björgunarskipið og björgunarbátur Landsbjargar halda þó áfram að staðnum en að sögn Ásgeirs er hættuástandið afstaðið. Maðurinn sem var um borð í bátnum sem lekinn kom að er enn um borð og er verið að draga bátinn í land, eins og áður segir. Tilkynning LHG vegna málsins:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.Klukkan 16:30 kom nálægur bátur að fiskibátnum og var það álit skipstjóranna að hægt væri að taka fiskibátinn í tog og draga inn til Bakkafjarðar. Lensidæla bátsins hefur undan meðan bátnum er ekki siglt undir eigin vélarafli. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson og harðbotna björgunarbátur frá Þórshöfn halda för sinni áfram að bátnum en þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið snúið við.Uppfært 17:45 Klukkan 17:20 var björgunarbáturinn Jón Kr komin á vettvang, áhöfnin á honum ásamt bátnum Tóta fylgja nú bátnum sem er í vanda til hafnar í Bakkafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Langanesbyggð Vopnafjörður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað nú síðdegis eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að leki hefði komið að fimm tonna fiskibáti sem staddur var á Bakkaflóa. Einn maður var um borð en hann er heill á húfi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, segir að tilkynning hafi borist klukkan 15:46. „Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út og fiskibátar í grenndinni sem og línuskip, sem var í 30 mílna fjarlægð, beðið um að halda á staðinn. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði var kallað út auk sjóbjörgunarsveita á svæðinu,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Klukkan 16:30 var annar bátur kominn að þeim bát sem lekinn kom að. Ásgeir segir að það hafi verið álit skipstjóranna tveggja að það væri hægt að taka lekabátinn í tog og draga hann inn til Bakkafjarðar. „Þá var þyrlu Landhelgisgæslunnar snúið við þar sem að lensidæla bátsins hefur undan, meðan bátnum er ekki siglt fyrir eigin vélarafli,“ segir Ásgeir. Björgunarskipið og björgunarbátur Landsbjargar halda þó áfram að staðnum en að sögn Ásgeirs er hættuástandið afstaðið. Maðurinn sem var um borð í bátnum sem lekinn kom að er enn um borð og er verið að draga bátinn í land, eins og áður segir. Tilkynning LHG vegna málsins:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.Klukkan 16:30 kom nálægur bátur að fiskibátnum og var það álit skipstjóranna að hægt væri að taka fiskibátinn í tog og draga inn til Bakkafjarðar. Lensidæla bátsins hefur undan meðan bátnum er ekki siglt undir eigin vélarafli. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson og harðbotna björgunarbátur frá Þórshöfn halda för sinni áfram að bátnum en þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið snúið við.Uppfært 17:45 Klukkan 17:20 var björgunarbáturinn Jón Kr komin á vettvang, áhöfnin á honum ásamt bátnum Tóta fylgja nú bátnum sem er í vanda til hafnar í Bakkafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Langanesbyggð Vopnafjörður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira