Mikill viðbúnaður þegar leki kom að bát á Bakkaflóa Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 2. október 2019 16:51 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en var síðan snúið við. Vísir/vilhelm Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað nú síðdegis eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að leki hefði komið að fimm tonna fiskibáti sem staddur var á Bakkaflóa. Einn maður var um borð en hann er heill á húfi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, segir að tilkynning hafi borist klukkan 15:46. „Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út og fiskibátar í grenndinni sem og línuskip, sem var í 30 mílna fjarlægð, beðið um að halda á staðinn. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði var kallað út auk sjóbjörgunarsveita á svæðinu,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Klukkan 16:30 var annar bátur kominn að þeim bát sem lekinn kom að. Ásgeir segir að það hafi verið álit skipstjóranna tveggja að það væri hægt að taka lekabátinn í tog og draga hann inn til Bakkafjarðar. „Þá var þyrlu Landhelgisgæslunnar snúið við þar sem að lensidæla bátsins hefur undan, meðan bátnum er ekki siglt fyrir eigin vélarafli,“ segir Ásgeir. Björgunarskipið og björgunarbátur Landsbjargar halda þó áfram að staðnum en að sögn Ásgeirs er hættuástandið afstaðið. Maðurinn sem var um borð í bátnum sem lekinn kom að er enn um borð og er verið að draga bátinn í land, eins og áður segir. Tilkynning LHG vegna málsins:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.Klukkan 16:30 kom nálægur bátur að fiskibátnum og var það álit skipstjóranna að hægt væri að taka fiskibátinn í tog og draga inn til Bakkafjarðar. Lensidæla bátsins hefur undan meðan bátnum er ekki siglt undir eigin vélarafli. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson og harðbotna björgunarbátur frá Þórshöfn halda för sinni áfram að bátnum en þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið snúið við.Uppfært 17:45 Klukkan 17:20 var björgunarbáturinn Jón Kr komin á vettvang, áhöfnin á honum ásamt bátnum Tóta fylgja nú bátnum sem er í vanda til hafnar í Bakkafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Langanesbyggð Vopnafjörður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað nú síðdegis eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að leki hefði komið að fimm tonna fiskibáti sem staddur var á Bakkaflóa. Einn maður var um borð en hann er heill á húfi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, segir að tilkynning hafi borist klukkan 15:46. „Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út og fiskibátar í grenndinni sem og línuskip, sem var í 30 mílna fjarlægð, beðið um að halda á staðinn. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði var kallað út auk sjóbjörgunarsveita á svæðinu,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Klukkan 16:30 var annar bátur kominn að þeim bát sem lekinn kom að. Ásgeir segir að það hafi verið álit skipstjóranna tveggja að það væri hægt að taka lekabátinn í tog og draga hann inn til Bakkafjarðar. „Þá var þyrlu Landhelgisgæslunnar snúið við þar sem að lensidæla bátsins hefur undan, meðan bátnum er ekki siglt fyrir eigin vélarafli,“ segir Ásgeir. Björgunarskipið og björgunarbátur Landsbjargar halda þó áfram að staðnum en að sögn Ásgeirs er hættuástandið afstaðið. Maðurinn sem var um borð í bátnum sem lekinn kom að er enn um borð og er verið að draga bátinn í land, eins og áður segir. Tilkynning LHG vegna málsins:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.Klukkan 16:30 kom nálægur bátur að fiskibátnum og var það álit skipstjóranna að hægt væri að taka fiskibátinn í tog og draga inn til Bakkafjarðar. Lensidæla bátsins hefur undan meðan bátnum er ekki siglt undir eigin vélarafli. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson og harðbotna björgunarbátur frá Þórshöfn halda för sinni áfram að bátnum en þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið snúið við.Uppfært 17:45 Klukkan 17:20 var björgunarbáturinn Jón Kr komin á vettvang, áhöfnin á honum ásamt bátnum Tóta fylgja nú bátnum sem er í vanda til hafnar í Bakkafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Langanesbyggð Vopnafjörður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira