Gnabry aðeins sá ellefti sem fær tíu í einkunn hjá L'Equipe Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2019 13:30 Gnabry var óstöðvandi gegn Tottenham. vísir/getty Serge Gnabry var maður gærdagsins í Meistaradeild Evrópu en hann skoraði fjögur mörk þegar Bayern München rúllaði yfir Tottenham, 2-7.Fyrir frammistöðu sína fékk Gnabry tíu í einkunn af tíu mögulegum hjá franska dagblaðinu L'Equipe. Gnabry er aðeins sá ellefti sem fær fullkomna einkunn hjá L'Equipe. Blaðamenn þar á bæ eru þekktir fyrir að vera sparir á tíurnar. Gnabry er sá þriðji sem fær tíu í einkunn hjá L'Equipe á þessu ári. Dusan Tadic fékk tíu fyrir frammistöðu sína í 1-4 sigri Ajax á Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lucas Moura fékk sömuleiðis tíu fyrir frammistöðu sína í 2-3 sigri Tottenham á Ajax í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hann skoraði þá öll mörk Spurs sem tryggði sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Lionel Messi er sá eini sem hefur fengið fleiri en eina tíu hjá L'Equipe. Börsungurinn fékk fullkomna einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Arsenal 2010 og Bayer Leverkusen 2012. Franck Sauzée (1988), Bruno Martini (1988), Oleg Salenko (1994), Lars Windfeld (1997), Robert Lewandowski (2013), Carlos Eduardo (2014) og Neymar (2018) hafa einnig fengið tíu í einkunn hjá L'Equipe. Leiðin hefur heldur betur legið upp á við hjá Gnabry eftir að Tony Pulis taldi sig ekki hafa not fyrir hann hjá West Brom. Hann var valinn leikmaður ársins hjá Bayern á síðasta tímabili og hefur skorað níu mörk í tíu leikjum fyrir þýska landsliðið. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hafa skorað 22 mörk í síðustu fjórum leikjum gegn Norður-Lundúnaliðum Arsenal og Tottenham hafa verið auðveld bráð fyrir Bayern München undanfarin ár. 2. október 2019 11:30 Pochettino: Þeir skoruðu með hverri snertingu Mauricio Pochettino var eðlilega ekki sáttur eftir 7-2 tap Tottenham fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:55 Sjáðu mörkin er Bayern niðurlægði Tottenham, vandræði Real Madrid og sigurmark Sterling Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 2. október 2019 08:30 Gnabry með fernu þegar Bayern valtaði yfir Tottenham Bayern München hafði betur gegn Tottenham í níu marka leik í Lundúnum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:00 Serge Gnabry eftir fernuna: „Norður-London er rauð“ Fyrrum Arsenal-maðurinn Serge Gnabry var í stuði eftir fernuna í Meistaradeildinni í gær. 2. október 2019 10:30 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira
Serge Gnabry var maður gærdagsins í Meistaradeild Evrópu en hann skoraði fjögur mörk þegar Bayern München rúllaði yfir Tottenham, 2-7.Fyrir frammistöðu sína fékk Gnabry tíu í einkunn af tíu mögulegum hjá franska dagblaðinu L'Equipe. Gnabry er aðeins sá ellefti sem fær fullkomna einkunn hjá L'Equipe. Blaðamenn þar á bæ eru þekktir fyrir að vera sparir á tíurnar. Gnabry er sá þriðji sem fær tíu í einkunn hjá L'Equipe á þessu ári. Dusan Tadic fékk tíu fyrir frammistöðu sína í 1-4 sigri Ajax á Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lucas Moura fékk sömuleiðis tíu fyrir frammistöðu sína í 2-3 sigri Tottenham á Ajax í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hann skoraði þá öll mörk Spurs sem tryggði sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Lionel Messi er sá eini sem hefur fengið fleiri en eina tíu hjá L'Equipe. Börsungurinn fékk fullkomna einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Arsenal 2010 og Bayer Leverkusen 2012. Franck Sauzée (1988), Bruno Martini (1988), Oleg Salenko (1994), Lars Windfeld (1997), Robert Lewandowski (2013), Carlos Eduardo (2014) og Neymar (2018) hafa einnig fengið tíu í einkunn hjá L'Equipe. Leiðin hefur heldur betur legið upp á við hjá Gnabry eftir að Tony Pulis taldi sig ekki hafa not fyrir hann hjá West Brom. Hann var valinn leikmaður ársins hjá Bayern á síðasta tímabili og hefur skorað níu mörk í tíu leikjum fyrir þýska landsliðið.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hafa skorað 22 mörk í síðustu fjórum leikjum gegn Norður-Lundúnaliðum Arsenal og Tottenham hafa verið auðveld bráð fyrir Bayern München undanfarin ár. 2. október 2019 11:30 Pochettino: Þeir skoruðu með hverri snertingu Mauricio Pochettino var eðlilega ekki sáttur eftir 7-2 tap Tottenham fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:55 Sjáðu mörkin er Bayern niðurlægði Tottenham, vandræði Real Madrid og sigurmark Sterling Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 2. október 2019 08:30 Gnabry með fernu þegar Bayern valtaði yfir Tottenham Bayern München hafði betur gegn Tottenham í níu marka leik í Lundúnum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:00 Serge Gnabry eftir fernuna: „Norður-London er rauð“ Fyrrum Arsenal-maðurinn Serge Gnabry var í stuði eftir fernuna í Meistaradeildinni í gær. 2. október 2019 10:30 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira
Hafa skorað 22 mörk í síðustu fjórum leikjum gegn Norður-Lundúnaliðum Arsenal og Tottenham hafa verið auðveld bráð fyrir Bayern München undanfarin ár. 2. október 2019 11:30
Pochettino: Þeir skoruðu með hverri snertingu Mauricio Pochettino var eðlilega ekki sáttur eftir 7-2 tap Tottenham fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:55
Sjáðu mörkin er Bayern niðurlægði Tottenham, vandræði Real Madrid og sigurmark Sterling Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 2. október 2019 08:30
Gnabry með fernu þegar Bayern valtaði yfir Tottenham Bayern München hafði betur gegn Tottenham í níu marka leik í Lundúnum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:00
Serge Gnabry eftir fernuna: „Norður-London er rauð“ Fyrrum Arsenal-maðurinn Serge Gnabry var í stuði eftir fernuna í Meistaradeildinni í gær. 2. október 2019 10:30