Brexit-tillaga Johnson ólíkleg til árangurs Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 10:52 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Frank Augstein Ný tillaga að Brexit-samkomulagi, sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að kynna í dag, virðist andvana fædd þar sem stjórnmálamenn á Írlandi hafa þegar hafnað henni. Helen McEntee, evrópumálaráðherra Írlands, segir að yfirvöld Írlands geti ekki samþykkt tillögu Johnson og dregur í efa að honum sé alvara varðandi það að ná samkomulagi.Guardian hefur eftir írskum stjórnmálamönnum að tillagan brjóti þar að auki gegn breskum lögum varðandi bann við byggingu mannvirkja á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Tillaga Johnson verður lögð formlega fyrir forsvarsmenn Evrópusambandsins í dag og Johnson hefur gefið í skyn að þetta sé síðasti séns til að ná samkomulagi um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt tillögunni mun Bretland fara úr sambandinu þann 31. október. Norður-Írland yrði áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. Það fæli í sér tollaeftirlit við landamæri Norður-Írlands og Írlands frá og með 1. janúar 2021. Írar, sitthvoru megin við landamærin vilja hins vegar ekki sjá slíkar aðgerðir.Sjá einnig: Segir tollaeftirlit á Írlandi óhjákvæmilegt á Írlandi eftir BrexitÞing Bretlands samþykkti í síðasta mánuði lög sem segja til um það að ef enginn samningur náist fyrir 31. október, þurfi Johnson að biðja um frest á Brexit. Johnson hélt í morgun ræðu á landsþingi Íhaldsflokksins þar sem hann gagnrýndi meðal annars þingið harðlega og sagði þingmenn ekki koma neinu í verk. Þeir hafi staðið í vegi Brexit. Þar sagði hann einnig að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október, sama hvað."If parliament were a laptop, then the screen would be showing the pizza wheel of doom."@BorisJohnson criticises parliament for 'refusing to do anything constructive' and 'refusing to deliver #Brexit'. Latest from the Tory conference: https://t.co/pmpEh8j3M3 pic.twitter.com/BpI4RyBa93— Sky News Politics (@SkyNewsPolitics) October 2, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Ný tillaga að Brexit-samkomulagi, sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að kynna í dag, virðist andvana fædd þar sem stjórnmálamenn á Írlandi hafa þegar hafnað henni. Helen McEntee, evrópumálaráðherra Írlands, segir að yfirvöld Írlands geti ekki samþykkt tillögu Johnson og dregur í efa að honum sé alvara varðandi það að ná samkomulagi.Guardian hefur eftir írskum stjórnmálamönnum að tillagan brjóti þar að auki gegn breskum lögum varðandi bann við byggingu mannvirkja á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Tillaga Johnson verður lögð formlega fyrir forsvarsmenn Evrópusambandsins í dag og Johnson hefur gefið í skyn að þetta sé síðasti séns til að ná samkomulagi um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt tillögunni mun Bretland fara úr sambandinu þann 31. október. Norður-Írland yrði áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. Það fæli í sér tollaeftirlit við landamæri Norður-Írlands og Írlands frá og með 1. janúar 2021. Írar, sitthvoru megin við landamærin vilja hins vegar ekki sjá slíkar aðgerðir.Sjá einnig: Segir tollaeftirlit á Írlandi óhjákvæmilegt á Írlandi eftir BrexitÞing Bretlands samþykkti í síðasta mánuði lög sem segja til um það að ef enginn samningur náist fyrir 31. október, þurfi Johnson að biðja um frest á Brexit. Johnson hélt í morgun ræðu á landsþingi Íhaldsflokksins þar sem hann gagnrýndi meðal annars þingið harðlega og sagði þingmenn ekki koma neinu í verk. Þeir hafi staðið í vegi Brexit. Þar sagði hann einnig að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október, sama hvað."If parliament were a laptop, then the screen would be showing the pizza wheel of doom."@BorisJohnson criticises parliament for 'refusing to do anything constructive' and 'refusing to deliver #Brexit'. Latest from the Tory conference: https://t.co/pmpEh8j3M3 pic.twitter.com/BpI4RyBa93— Sky News Politics (@SkyNewsPolitics) October 2, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira