Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2019 19:30 Aðkoma Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins eru ekki ögrun við þjóðina heldur veitir henni tækifæri til að hafa meiri áhrif en áður á mótun mála innan Evrópska efnahagssvæðisins að mati nefndar sem falið var að kanna kosti og galla aðildar Íslands að svæðinu. Tími sé kominn til að staðfesta endanlega að samningurinn standist stjórnarskrána. Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. Björn Bjarnason formaður nefndarinnar segir átján álit hafa verið gerð um stöðu samningsins gagnvart stjórnarskránni á þeim tuttugu og fimm árum frá því hann var undirritaður.Björn BjarnasonVísir/Baldur„Þá mætti nú ætla að það væru komin fram öll sjónarmið sem þyrfti til þess að móta eina reglu sem væri hægt að fylgja og leggja til grundvallar þegar á þessum málum er tekið,“ segir Björn. Undanfarin ár hafi aðild Íslendinga að fagstofnunum sem Evrópusambandið hafi komið á laggirnar helst valdið deilum. „Ég tel að þessar fagstofnanir séu ekki ögrun við okkur heldur veiti þær okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif heldur en ef þetta vald væri í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.“Þannig ef eitthvað er hefur valddreifingin aukist? „Ég tel að valddreifingin hafi aukist og ég tel líka og við bendum á um nauðsyn þess að við hugum að þessum þáttum með þetta í huga. Með tækifærin í huga í staðinn fyrir að líta á þetta sem ásælni eða eitthvað sem er að þrengja að okkur,“ segir Björn.Bergþóra HalldórsdóttirVísir/BaldurSkýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi gefið íslendingum einstök tækifæri. En þeir leggja þó til fimmtán punkta til úrbóta. Til að mynda þurfi að stuðla að meiri rannsóknarstarfsemi á EES-málum og á fleiri fræðasviðum en lögfræðilegum. Stjórnmálamenn, ráðherrar og alþingismenn, verði að láta sig EES-málefni meiru varða. Bergþóra Halldórsdóttir sem einnig sat í nefndinni ásamt Birni og Kristrúnu Heimisdóttur segir að leggja beri grunn að meiri festu í allri stjórn og meðferð EES-mála á heimavelli. „Íslenskir aðilar eiga kost á því að vera starfsmenn þarna. Við eigum kost á að senda fulltrúa frá hinum ýmsu hópum inn í þessa sérfræðihópa, inn í þessar laganefndir og höfum raunverulega tækifæri til að hafa áhrif,“ segir Bergþóra.Skýrsluna í heild sinni má sjá hér. Utanríkismál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Aðkoma Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins eru ekki ögrun við þjóðina heldur veitir henni tækifæri til að hafa meiri áhrif en áður á mótun mála innan Evrópska efnahagssvæðisins að mati nefndar sem falið var að kanna kosti og galla aðildar Íslands að svæðinu. Tími sé kominn til að staðfesta endanlega að samningurinn standist stjórnarskrána. Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. Björn Bjarnason formaður nefndarinnar segir átján álit hafa verið gerð um stöðu samningsins gagnvart stjórnarskránni á þeim tuttugu og fimm árum frá því hann var undirritaður.Björn BjarnasonVísir/Baldur„Þá mætti nú ætla að það væru komin fram öll sjónarmið sem þyrfti til þess að móta eina reglu sem væri hægt að fylgja og leggja til grundvallar þegar á þessum málum er tekið,“ segir Björn. Undanfarin ár hafi aðild Íslendinga að fagstofnunum sem Evrópusambandið hafi komið á laggirnar helst valdið deilum. „Ég tel að þessar fagstofnanir séu ekki ögrun við okkur heldur veiti þær okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif heldur en ef þetta vald væri í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.“Þannig ef eitthvað er hefur valddreifingin aukist? „Ég tel að valddreifingin hafi aukist og ég tel líka og við bendum á um nauðsyn þess að við hugum að þessum þáttum með þetta í huga. Með tækifærin í huga í staðinn fyrir að líta á þetta sem ásælni eða eitthvað sem er að þrengja að okkur,“ segir Björn.Bergþóra HalldórsdóttirVísir/BaldurSkýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi gefið íslendingum einstök tækifæri. En þeir leggja þó til fimmtán punkta til úrbóta. Til að mynda þurfi að stuðla að meiri rannsóknarstarfsemi á EES-málum og á fleiri fræðasviðum en lögfræðilegum. Stjórnmálamenn, ráðherrar og alþingismenn, verði að láta sig EES-málefni meiru varða. Bergþóra Halldórsdóttir sem einnig sat í nefndinni ásamt Birni og Kristrúnu Heimisdóttur segir að leggja beri grunn að meiri festu í allri stjórn og meðferð EES-mála á heimavelli. „Íslenskir aðilar eiga kost á því að vera starfsmenn þarna. Við eigum kost á að senda fulltrúa frá hinum ýmsu hópum inn í þessa sérfræðihópa, inn í þessar laganefndir og höfum raunverulega tækifæri til að hafa áhrif,“ segir Bergþóra.Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.
Utanríkismál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira