Sendiherra Kína segir mikinn árangur hafa náðst í sjötíu ára sögu Alþýðulýðveldisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. október 2019 18:45 Risavaxin hersýning fór fram í Peking í dag þar sem sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað. Eldflaugar, þyrlur, drónar og skriðdrekar voru meðal annars til sýnis. En afmælinu var fagnað víðar en í höfuðborginni einni. Fólk kom til að mynda saman í sendiráði Kína á Íslandi, gæddi sér á veitingum og hlýddi á ræðu Jin Zhijian sendiherra.Bjartsýnn á frekari árangur Í samtali við fréttastofu sagði hann gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu sjötíu árin. Kína sé meðal annars stærsta framleiðsluland heims. Það sé meðal annars vegna þess að opnað hefur verið fyrir milliríkjaviðskipti. Þeirri stefnu hafi verið framfylgt í rúm fjörutíu ár. „Og ég tel líka að stjórn kínverska Kommúnistaflokksins hafi skipt miklu máli.“ Jin segist fullviss um að hægt verði að ná meiri árangri á næstu sjötíu árum. Samstarfið við Ísland sé gott og framtíð þess samstarfs björt. Til dæmis á sviði jarðhitanýtingar og nýsköpunar. Þá segir hann að ástæðan fyrir mikilli hernaðaruppbyggingu Kínverja sé þessi: „Markmiðið er mjög einfalt. Kína er stór þjóð. Við þurfum að hafa nægan herafla til að vernda landsvæði og vernda hagsmuni Kínverja.“ Einnig vilji Kínverjar leggja sitt af mörkum til heimsfriðar. Hernaðaraflið sé ekki notað í innrásir.Þörf á samhljómi í Hong Kong Sendiherrann segir stjórnvöld í Hong Kong hafa ýmis tækifæri til þess að ná saman við mótmælendur. en einn harðasti dagurinn í fjögurra mánaða rimmu lögreglunnar í Hong Kong og mótmælenda var í dag, á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í nær öllum hverfum borgarinnar og mótmælti því sem mótmælendur segja að séu vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Blátt bann var sett við mótmælum í dag vegna þjóðhátíðarinnar og brást lögregla við af mikilli hörku. 31 særðist í átökunum er lögregla skaut táragasi og mótmælendur bensínsprengjum. Í fyrsta sinn frá því mótmælin hófust skaut lögregla mann með hefðbundinni byssukúlu. Sá liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi. Á annað hundrað mótmælenda voru handteknir í dag. „Sumir mótmælendur hafa brotið lögin í þjóðfélaginu,“ segir Jin og bætir því við að mikilvægt sé að skapa stöðugleika. Mikilvægt sé að héraðsstjórnin í Hong Kong nái samtali við mótmælendur til þess að finna samhljóm. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Risavaxin hersýning fór fram í Peking í dag þar sem sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað. Eldflaugar, þyrlur, drónar og skriðdrekar voru meðal annars til sýnis. En afmælinu var fagnað víðar en í höfuðborginni einni. Fólk kom til að mynda saman í sendiráði Kína á Íslandi, gæddi sér á veitingum og hlýddi á ræðu Jin Zhijian sendiherra.Bjartsýnn á frekari árangur Í samtali við fréttastofu sagði hann gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu sjötíu árin. Kína sé meðal annars stærsta framleiðsluland heims. Það sé meðal annars vegna þess að opnað hefur verið fyrir milliríkjaviðskipti. Þeirri stefnu hafi verið framfylgt í rúm fjörutíu ár. „Og ég tel líka að stjórn kínverska Kommúnistaflokksins hafi skipt miklu máli.“ Jin segist fullviss um að hægt verði að ná meiri árangri á næstu sjötíu árum. Samstarfið við Ísland sé gott og framtíð þess samstarfs björt. Til dæmis á sviði jarðhitanýtingar og nýsköpunar. Þá segir hann að ástæðan fyrir mikilli hernaðaruppbyggingu Kínverja sé þessi: „Markmiðið er mjög einfalt. Kína er stór þjóð. Við þurfum að hafa nægan herafla til að vernda landsvæði og vernda hagsmuni Kínverja.“ Einnig vilji Kínverjar leggja sitt af mörkum til heimsfriðar. Hernaðaraflið sé ekki notað í innrásir.Þörf á samhljómi í Hong Kong Sendiherrann segir stjórnvöld í Hong Kong hafa ýmis tækifæri til þess að ná saman við mótmælendur. en einn harðasti dagurinn í fjögurra mánaða rimmu lögreglunnar í Hong Kong og mótmælenda var í dag, á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í nær öllum hverfum borgarinnar og mótmælti því sem mótmælendur segja að séu vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Blátt bann var sett við mótmælum í dag vegna þjóðhátíðarinnar og brást lögregla við af mikilli hörku. 31 særðist í átökunum er lögregla skaut táragasi og mótmælendur bensínsprengjum. Í fyrsta sinn frá því mótmælin hófust skaut lögregla mann með hefðbundinni byssukúlu. Sá liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi. Á annað hundrað mótmælenda voru handteknir í dag. „Sumir mótmælendur hafa brotið lögin í þjóðfélaginu,“ segir Jin og bætir því við að mikilvægt sé að skapa stöðugleika. Mikilvægt sé að héraðsstjórnin í Hong Kong nái samtali við mótmælendur til þess að finna samhljóm.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00
Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45
Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15