Fetar í fótspor afans sem hann aldrei fékk að kynnast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 13:46 Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, situr sinn fyrsta borgarstjórnarfund í dag sem kjörinn fulltrúi. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Geir Finnsson sem tekur sæti í borgarstjórn í fyrsta sinn í dag en hann er varaborgarfulltrúi fyrir Viðreisn. Afi hans, Geir Hallgrímsson, var borgarstjóri í Reykjavík frá 1959 til 1972 en borgarfulltrúi frá 1954. Afi Geirs og nafni varð síðar forsætisráðherra og var umsvifamikill í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Ólíkt afa sínum sem var Sjálfstæðismaður fann Geir sinn samastað í Viðreisn, flokki sem var stofnaður um klofning úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég er búinn að vera með í Viðreisn frá upphafi,“ segir Geir. „Ég hef alltaf verið áhugasamur um stjórnmál og vissi alltaf að ég myndi vilja láta til mín taka á þeim vettvangi fyrr eða síðar.“Geir Hallgrímsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og forsætisráðherra.Vefur AlþingisHann hafi þó framan af ekki fundið samleið með neinum stjórnmálaflokki þar til hann tók þátt í að stofna Viðreisn. Hann kveðst vilja nýta krafta sína í borgarstjórn til að beita sér fyrir því að einfalda líf borgarbúa og minnka flækjustig, sem sé í samræmi við áherslumál Viðreisnar í kosningabaráttunni. Þá séu skólamálin honum einnig afar hugleikin. Jómfrúarræða hans í borgarstjórn verður þó væntanlega um samgöngumál sem verða fyrirferðarmikil á dagskrá borgarstjórnarfundarins í dag. Hann vill ekki halda því fram að stjórnmálaferill afa hans hafi haft mikil áhrif á áhuga hans á stjórnmálum eða þá ákvörðun að bjóða sig fram í borgarstjórn. Geir er fæddur árið 1992 en afi hans Geir Hallgrímsson féll frá árið 1983 svo hann fékk aldrei tækifæri til að kynnast afa sínum. Aðspurður segir hann þó að þeir nafnar séu þeir einu í fjölskyldunni sem hafi látið til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. „Ég held líka að föðurfjölskyldan mín hafi verið búin að fá alveg nóg af pólitík,“ segir Geir léttur í bragði. „Ég hugsa nú sjaldan lengur en einn sólarhring fram í tímann,“ segir Geir og hlær, spurður hvort hann sjái fyrir sér að feta í fótspot afa síns og verða borgarstjóri þegar fram líða stundir. „En ég útiloka þó ekkert.“ Borgarstjórn Reykjavík Tímamót Viðreisn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Geir Finnsson sem tekur sæti í borgarstjórn í fyrsta sinn í dag en hann er varaborgarfulltrúi fyrir Viðreisn. Afi hans, Geir Hallgrímsson, var borgarstjóri í Reykjavík frá 1959 til 1972 en borgarfulltrúi frá 1954. Afi Geirs og nafni varð síðar forsætisráðherra og var umsvifamikill í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Ólíkt afa sínum sem var Sjálfstæðismaður fann Geir sinn samastað í Viðreisn, flokki sem var stofnaður um klofning úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég er búinn að vera með í Viðreisn frá upphafi,“ segir Geir. „Ég hef alltaf verið áhugasamur um stjórnmál og vissi alltaf að ég myndi vilja láta til mín taka á þeim vettvangi fyrr eða síðar.“Geir Hallgrímsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og forsætisráðherra.Vefur AlþingisHann hafi þó framan af ekki fundið samleið með neinum stjórnmálaflokki þar til hann tók þátt í að stofna Viðreisn. Hann kveðst vilja nýta krafta sína í borgarstjórn til að beita sér fyrir því að einfalda líf borgarbúa og minnka flækjustig, sem sé í samræmi við áherslumál Viðreisnar í kosningabaráttunni. Þá séu skólamálin honum einnig afar hugleikin. Jómfrúarræða hans í borgarstjórn verður þó væntanlega um samgöngumál sem verða fyrirferðarmikil á dagskrá borgarstjórnarfundarins í dag. Hann vill ekki halda því fram að stjórnmálaferill afa hans hafi haft mikil áhrif á áhuga hans á stjórnmálum eða þá ákvörðun að bjóða sig fram í borgarstjórn. Geir er fæddur árið 1992 en afi hans Geir Hallgrímsson féll frá árið 1983 svo hann fékk aldrei tækifæri til að kynnast afa sínum. Aðspurður segir hann þó að þeir nafnar séu þeir einu í fjölskyldunni sem hafi látið til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. „Ég held líka að föðurfjölskyldan mín hafi verið búin að fá alveg nóg af pólitík,“ segir Geir léttur í bragði. „Ég hugsa nú sjaldan lengur en einn sólarhring fram í tímann,“ segir Geir og hlær, spurður hvort hann sjái fyrir sér að feta í fótspot afa síns og verða borgarstjóri þegar fram líða stundir. „En ég útiloka þó ekkert.“
Borgarstjórn Reykjavík Tímamót Viðreisn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira