Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson spiluðu báðir og skoruðu í 3-0 sigri CSKA á Ural á útivelli um helgina.
Með sigrinum fór CSKA á topp deildarinnar en þeir eru tveimur stigum á undan þremur liðum er ellefu umferðir eru búnar af rússnesku deildinni.
Jón Guðni Fjóluson spilaði svo vel í vörn Krasnodar sem hélt hreinu gegn Arsenal Tula á heimavelli. Krasnodar er í 4. sætinu, tveimur stigum á eftir CSKA.
Reikna má með því að þeir þrír verði allir í leikmannahópi Íslands í komandi leikjum gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020.
Hópurinn verður tilkynntur á föstudaginn.
Best players of the Week by InStat Index#RPLpic.twitter.com/O83hR4PFzH
— Russian Premier Liga (@premierliga_en) October 1, 2019