Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2019 08:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VA. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. Um er að ræða varúðarráðstöfun vegna lausafjárvanda fyrirtækisins og mun enn vera vonast til að uppsagnirnar komi ekki til framkvæmda. „Það er lítið annað að gera en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna en að vona það besta, en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á vef félagsins. Flestir starfsmanna Ísfisks eru í félaginu. Uppsagnirnar hjá Ísfiski eru ekki eina áhyggjuefni Akurnesinga í atvinnumálum. „Það er ekki bara að það vofi yfir okkur að tæplega sextíu fiskvinnslukonur og -menn séu við það að missa lífsviðurværi sitt ef fyrirtækinu tekst ekki að endurfjármagna sig, heldur er líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga,“ segir í frétt formannsins og er þar vísað til þess að Landsvirkjun hafi hækkað raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli fimm og sex milljarðar sem er litlu minna en allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks.“ Vilhjálmur segir að Akurnesingar þurfi að þétta raðirnar og segir íbúafund til skoðunar. „Við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Kjaramál Tengdar fréttir Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira
Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. Um er að ræða varúðarráðstöfun vegna lausafjárvanda fyrirtækisins og mun enn vera vonast til að uppsagnirnar komi ekki til framkvæmda. „Það er lítið annað að gera en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna en að vona það besta, en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á vef félagsins. Flestir starfsmanna Ísfisks eru í félaginu. Uppsagnirnar hjá Ísfiski eru ekki eina áhyggjuefni Akurnesinga í atvinnumálum. „Það er ekki bara að það vofi yfir okkur að tæplega sextíu fiskvinnslukonur og -menn séu við það að missa lífsviðurværi sitt ef fyrirtækinu tekst ekki að endurfjármagna sig, heldur er líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga,“ segir í frétt formannsins og er þar vísað til þess að Landsvirkjun hafi hækkað raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli fimm og sex milljarðar sem er litlu minna en allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks.“ Vilhjálmur segir að Akurnesingar þurfi að þétta raðirnar og segir íbúafund til skoðunar. „Við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Kjaramál Tengdar fréttir Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira
Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22