Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. október 2019 21:51 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. Samkvæmt frétt BBC undirritaði hann þó ekki bréfið. Tusk staðfesti móttöku bréfsins á Twitter í kvöld, hann sagði ekkert um innihaldið en tók þó fram að í samráði við leiðtoga Evrópusambandsins yrði nú ákveðið hvernig brugðist verði við bréfinu. The extension request has just arrived. I will now start consulting EU leaders on how to react. #Brexit — Donald Tusk (@eucopresident) October 19, 2019 Eins og kom fram á Vísi í dag varð Johnson fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnson áður en atkvæði verða greidd um hann. Þar með tefst atkvæðagreiðslan um þann samning en Johnson hefur ítrekað sagt að hann myndi ekki óska eftir frestun. Boris boðaði til þingfundar á laugardegi, sem hefur ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir, 322 atkvæði gegn 306. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Johnson hefði ekki kost á öðru en að sækja um frest.„Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Nú hefur Johnson óskað eftir frestun á Brexit en óvíst er hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Samkvæmt heimildarmanni BBC var bréfið um frestunina ekki undirritað. Hann sendi þó einnig annað bréf um að frestun væri mistök, það bréf á hann að hafa undirritað. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Þinghóparnir gætu tvístrast Stund sannleikans rennur upp í dag fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um hvort hann nær að koma útgöngusamningnum í gegnum breska þingið. Þrír hópar, sem skipta mestu máli, liggja nú yfir samningnum og gera upp hug sinn. 19. október 2019 07:30 Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. Samkvæmt frétt BBC undirritaði hann þó ekki bréfið. Tusk staðfesti móttöku bréfsins á Twitter í kvöld, hann sagði ekkert um innihaldið en tók þó fram að í samráði við leiðtoga Evrópusambandsins yrði nú ákveðið hvernig brugðist verði við bréfinu. The extension request has just arrived. I will now start consulting EU leaders on how to react. #Brexit — Donald Tusk (@eucopresident) October 19, 2019 Eins og kom fram á Vísi í dag varð Johnson fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnson áður en atkvæði verða greidd um hann. Þar með tefst atkvæðagreiðslan um þann samning en Johnson hefur ítrekað sagt að hann myndi ekki óska eftir frestun. Boris boðaði til þingfundar á laugardegi, sem hefur ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir, 322 atkvæði gegn 306. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Johnson hefði ekki kost á öðru en að sækja um frest.„Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Nú hefur Johnson óskað eftir frestun á Brexit en óvíst er hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Samkvæmt heimildarmanni BBC var bréfið um frestunina ekki undirritað. Hann sendi þó einnig annað bréf um að frestun væri mistök, það bréf á hann að hafa undirritað.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Þinghóparnir gætu tvístrast Stund sannleikans rennur upp í dag fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um hvort hann nær að koma útgöngusamningnum í gegnum breska þingið. Þrír hópar, sem skipta mestu máli, liggja nú yfir samningnum og gera upp hug sinn. 19. október 2019 07:30 Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40
Þinghóparnir gætu tvístrast Stund sannleikans rennur upp í dag fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um hvort hann nær að koma útgöngusamningnum í gegnum breska þingið. Þrír hópar, sem skipta mestu máli, liggja nú yfir samningnum og gera upp hug sinn. 19. október 2019 07:30
Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57