Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 18:40 Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. Boris Johnson hafði róið að því öllum árum undanfarna daga að fá samning sinn samþykktan og boðaði til þingfundar á laugardegi sem hafði ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir. Mikil fagnaðarlæti brutust út við þinghúsið þegar niðurstaðan var ljós. Johnson þarf nú að óska eftir frestun á Brexit líkt og áskilið var ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir kvöldið. Óvíst er hins vegar hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Johnson gaf einnig í skyn í dag að hann myndi ekki verða við því og sagði raunar að honum bæri engin lagaleg skylda til að óska eftir frestun. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Johnson ekki stætt á öðru en að sækja um frest. „Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Hann segir gerlegt að einhveru leyti að samþykkja allar nauðsynlegar lagabreytingar fyrir 31. október. „En er það mjög vönduð lagasetning, það er kannski bara önnur spurning. Eitt af því sem stóð í mönnum í dag var að samþykkja gríðarlega flókinn samning sem þingmenn höfðu ekki haft ráðrúm til að gaumgæfa nægjanlega.“ Hann segir niðurstöðuna niðurlægjandi fyrir Johnsons og ákvörðun hans að reka 21 þingmann úr flokknum hafi komið í bakið á honum. „Sú ákvörðun var auðvitað tekin til að reyna að þvinga menn til að standa með ríkisstjórninni þá og setja þá þessi hörðu viðurlög við því að hlaupast undan merkjum. En það gekk ekki upp þá og er svolítið að koma í bakið á þeim. En þó er það nú þannig að nálega helmingur þessara þingmanna kaus með ríkisstjórninni í dag sem er vísbending um að þeir munu gera það líka þegar til atkvæðagreiðslunnar um samninginn sjálfan kemur í næstu viku.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. Boris Johnson hafði róið að því öllum árum undanfarna daga að fá samning sinn samþykktan og boðaði til þingfundar á laugardegi sem hafði ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir. Mikil fagnaðarlæti brutust út við þinghúsið þegar niðurstaðan var ljós. Johnson þarf nú að óska eftir frestun á Brexit líkt og áskilið var ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir kvöldið. Óvíst er hins vegar hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Johnson gaf einnig í skyn í dag að hann myndi ekki verða við því og sagði raunar að honum bæri engin lagaleg skylda til að óska eftir frestun. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Johnson ekki stætt á öðru en að sækja um frest. „Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Hann segir gerlegt að einhveru leyti að samþykkja allar nauðsynlegar lagabreytingar fyrir 31. október. „En er það mjög vönduð lagasetning, það er kannski bara önnur spurning. Eitt af því sem stóð í mönnum í dag var að samþykkja gríðarlega flókinn samning sem þingmenn höfðu ekki haft ráðrúm til að gaumgæfa nægjanlega.“ Hann segir niðurstöðuna niðurlægjandi fyrir Johnsons og ákvörðun hans að reka 21 þingmann úr flokknum hafi komið í bakið á honum. „Sú ákvörðun var auðvitað tekin til að reyna að þvinga menn til að standa með ríkisstjórninni þá og setja þá þessi hörðu viðurlög við því að hlaupast undan merkjum. En það gekk ekki upp þá og er svolítið að koma í bakið á þeim. En þó er það nú þannig að nálega helmingur þessara þingmanna kaus með ríkisstjórninni í dag sem er vísbending um að þeir munu gera það líka þegar til atkvæðagreiðslunnar um samninginn sjálfan kemur í næstu viku.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57
Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23