Ísfiskur þarf að mæta kröfum til að fá lán frá Byggðastofnun Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 12:02 Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks. Stjórn Byggðastofnunar hefur veitt Ísfiski jákvætt svar um lánaumsókn. Fiskvinnslan þarf þó að mæta ákveðnum kröfum innan tveggja vikna til að fá lánið. Bæjarstjórinn á Akranesi er vongóður að hægt verði að flytja starfsfólki jákvæðar fréttir í mánuðinum. Öllu starfsmönnum Ísfisks, 42 talsins, var sagt upp störfum undir lok síðasta mánaðar. Strax bárust fregnir af því að bæjaryfirvöld hefðu leitað á náðir Byggðastofnunar til að tryggja fjármögnun svo halda megi starfseminni gangandi. Þungt hljóð var í bæjarbúum því atvinnuhorfur í bænum voru ekki taldar góðar. Stjórn Byggðastofnunar tók beiðnina fyrir í gær þar sem tekið var jákvætt í hana. Til að fá lánið þarf Ísfiskur hins vegar að mæta kröfum sem stjórnin setur fyrirtækinu. „Þetta eru ánægjulegar fréttir þessi fyrirgreiðsla er reyndar veitt með fyrirvara um að ákveðnum kröfum verði mætt. Ég er vongóður að þeim verði mætt á næstum tveimur vikum. Það stefnir vonandi bara í góð tíðindi í þessu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi. Spurður hvort hægt verði að að endurráða alla þá starfsmenn sem misstu vinnuna fyrir rúmum tveimur vikum svarar bæjarstjórinn: „Ég er vongóður um að það geti gengið eftir áður en þessi mánuður er liðinn að við verðum komin með góð tíðindi fyrir fólkið sem þarna hefur vinnu. Það er búið að vinna hörðum höndum að því og þetta skref er mikilvægt í þá átt.“ Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Stjórn Byggðastofnunar hefur veitt Ísfiski jákvætt svar um lánaumsókn. Fiskvinnslan þarf þó að mæta ákveðnum kröfum innan tveggja vikna til að fá lánið. Bæjarstjórinn á Akranesi er vongóður að hægt verði að flytja starfsfólki jákvæðar fréttir í mánuðinum. Öllu starfsmönnum Ísfisks, 42 talsins, var sagt upp störfum undir lok síðasta mánaðar. Strax bárust fregnir af því að bæjaryfirvöld hefðu leitað á náðir Byggðastofnunar til að tryggja fjármögnun svo halda megi starfseminni gangandi. Þungt hljóð var í bæjarbúum því atvinnuhorfur í bænum voru ekki taldar góðar. Stjórn Byggðastofnunar tók beiðnina fyrir í gær þar sem tekið var jákvætt í hana. Til að fá lánið þarf Ísfiskur hins vegar að mæta kröfum sem stjórnin setur fyrirtækinu. „Þetta eru ánægjulegar fréttir þessi fyrirgreiðsla er reyndar veitt með fyrirvara um að ákveðnum kröfum verði mætt. Ég er vongóður að þeim verði mætt á næstum tveimur vikum. Það stefnir vonandi bara í góð tíðindi í þessu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi. Spurður hvort hægt verði að að endurráða alla þá starfsmenn sem misstu vinnuna fyrir rúmum tveimur vikum svarar bæjarstjórinn: „Ég er vongóður um að það geti gengið eftir áður en þessi mánuður er liðinn að við verðum komin með góð tíðindi fyrir fólkið sem þarna hefur vinnu. Það er búið að vinna hörðum höndum að því og þetta skref er mikilvægt í þá átt.“
Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent