Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2019 23:36 Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. facebook/hugarfar Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. Félagið segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi og bitni ástandið sem nú ríkir þar á meðferð sjúklinga. Í kjölfar uppsagnanna lýstu starfsmenn yfir vantrausti á stjórn SÍBS og fjöldi lækna sögðu upp störfum. Hugarfar segir meðferðina sem boðið er upp á á Reykjalundi bráðnauðsynlega fyrir bata þeirra sem hlotið hafa heilaskaða og því skipti sköpum að ró skapist um starfsemina til þess að sjúklingar geti fengið faglega meðferð. „Þrátt fyrir að heilaskaði er ein algengasta orsök áunninnar fötlunar hjá ungu fólki og ein meginorsök ótímabærs dauða þá er engin heildstæð stefna né langtíma meðferðarúrræði til staðar.“ Þá kemur fram að árlega verði um 900 manns fyrir heilaskaða og einungis áttatíu af þeim fái greiningu og bráðameðferð vegna þessa. Þá sitji eftir ríflega 800 manns sem ekki fái endurhæfingu. „Það er ljóst að kostnaður samfélagsins er gríðarlega mikill þar sem stór hópur fær ekki endurhæfingu við hæfi. Til þess að einstaklingar með heilaskaða geti fótað sig sjálfir í samfélaginu á ný þarf að stórefla þá endurhæfingu í boði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, að mikilvægt sé að á síðastliðnum árum hafi átt sér stað öflug uppbygging heilaskaðateymis á Reykjalundi og mjög mikilvægt að áframhald verði á því.“ Hún segir heilaskaðateymið búa yfir mikilli þekkingu á afleiðingum höfuðhögga og heilaskaða. Sú þekking sé af skornum skammti í heilbrigðiskerfinu. „Samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra, byggt á skýrslu starfshóps um stefnubreytingar í meðferð einstaklinga sem hlotið hafa heilaskaða, þá stendur til að bæta meðferðina, m.a. á Reykjalundi,“ segir Guðrún. „Mikilvægt að sú innleiðing gangi eftir með nýjum stjórnendum. Við erum jafnframt áhyggjufull fyrir hönd okkar skjólstæðinga enda er ástand þeirra mjög viðkvæmt og nauðsynlegt að ekki ríki órói í kringum starfsemi stofnunarinnar og tryggð sé áframhaldandi fagleg meðferð.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. 11. október 2019 18:30 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. Félagið segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi og bitni ástandið sem nú ríkir þar á meðferð sjúklinga. Í kjölfar uppsagnanna lýstu starfsmenn yfir vantrausti á stjórn SÍBS og fjöldi lækna sögðu upp störfum. Hugarfar segir meðferðina sem boðið er upp á á Reykjalundi bráðnauðsynlega fyrir bata þeirra sem hlotið hafa heilaskaða og því skipti sköpum að ró skapist um starfsemina til þess að sjúklingar geti fengið faglega meðferð. „Þrátt fyrir að heilaskaði er ein algengasta orsök áunninnar fötlunar hjá ungu fólki og ein meginorsök ótímabærs dauða þá er engin heildstæð stefna né langtíma meðferðarúrræði til staðar.“ Þá kemur fram að árlega verði um 900 manns fyrir heilaskaða og einungis áttatíu af þeim fái greiningu og bráðameðferð vegna þessa. Þá sitji eftir ríflega 800 manns sem ekki fái endurhæfingu. „Það er ljóst að kostnaður samfélagsins er gríðarlega mikill þar sem stór hópur fær ekki endurhæfingu við hæfi. Til þess að einstaklingar með heilaskaða geti fótað sig sjálfir í samfélaginu á ný þarf að stórefla þá endurhæfingu í boði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, að mikilvægt sé að á síðastliðnum árum hafi átt sér stað öflug uppbygging heilaskaðateymis á Reykjalundi og mjög mikilvægt að áframhald verði á því.“ Hún segir heilaskaðateymið búa yfir mikilli þekkingu á afleiðingum höfuðhögga og heilaskaða. Sú þekking sé af skornum skammti í heilbrigðiskerfinu. „Samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra, byggt á skýrslu starfshóps um stefnubreytingar í meðferð einstaklinga sem hlotið hafa heilaskaða, þá stendur til að bæta meðferðina, m.a. á Reykjalundi,“ segir Guðrún. „Mikilvægt að sú innleiðing gangi eftir með nýjum stjórnendum. Við erum jafnframt áhyggjufull fyrir hönd okkar skjólstæðinga enda er ástand þeirra mjög viðkvæmt og nauðsynlegt að ekki ríki órói í kringum starfsemi stofnunarinnar og tryggð sé áframhaldandi fagleg meðferð.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. 11. október 2019 18:30 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00
Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. 11. október 2019 18:30
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57