Mjótt á munum á breska þinginu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2019 18:45 Það er ekki útilokað að Johnson takist það sem Theresa May tókst ekki. AP/Francisco Seco Afstaða breskra þingflokka til nýs útgöngusamnings ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra er farin að skýrast nokkuð fyrir atkvæðagreiðslu morgundagsins. Allir flokkar utan Íhaldsflokksins hafa lýst sig andvíga samningnum en það þýðir ekki að staðan sé vonlaus fyrir Johnson og hafa samherjar hans reynt að afla stuðnings í allan dag. „Auðvitað munum við reyna að sannfæra alla og undirstrika það jákvæða í samningnum. Ég hef fulla trú á því að það muni skila okkur stuðningi,“ sagði Dominic Raab utanríkisráðherra.Lítill munur Til þess að samningurinn nái í gegnum þingið þurfa 320 þingmenn að greiða atkvæði með honum. Íhaldsflokkurinn hefur 287 atkvæði og þarf Johnson því að tryggja að flokkurinn standi saman. Talið er líklegt að þeir 23 fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins sem nú eru óháðir greiði atkvæði flestir með samningnum. Samanlagt væru atkvæði þá í mesta lagi 310 og stutt í meirihlutann. Þegar þingið felldi útgöngusamning Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í þriðja sinn greiddu fimm þingmenn Verkamannaflokksins og þrír fyrrverandi þingmenn flokksins atkvæði með samningnum. Ef Johnson nær þeim á sitt band er hann kominn ansi nálægt meirihluta og er í rauninni ómögulegt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer.Vilja síður fresta Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. „Okkur ber að virða útgöngudaginn, 31. október. Ég ætla ekki í einhvern pólitískan skáldskap. Ég ætla ekki að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer á breska þinginu en ég held að við ættum ekki að samþykkja hvaða frestun sem er,“ sagði franski forsetinn Emmanuel Macron. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Afstaða breskra þingflokka til nýs útgöngusamnings ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra er farin að skýrast nokkuð fyrir atkvæðagreiðslu morgundagsins. Allir flokkar utan Íhaldsflokksins hafa lýst sig andvíga samningnum en það þýðir ekki að staðan sé vonlaus fyrir Johnson og hafa samherjar hans reynt að afla stuðnings í allan dag. „Auðvitað munum við reyna að sannfæra alla og undirstrika það jákvæða í samningnum. Ég hef fulla trú á því að það muni skila okkur stuðningi,“ sagði Dominic Raab utanríkisráðherra.Lítill munur Til þess að samningurinn nái í gegnum þingið þurfa 320 þingmenn að greiða atkvæði með honum. Íhaldsflokkurinn hefur 287 atkvæði og þarf Johnson því að tryggja að flokkurinn standi saman. Talið er líklegt að þeir 23 fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins sem nú eru óháðir greiði atkvæði flestir með samningnum. Samanlagt væru atkvæði þá í mesta lagi 310 og stutt í meirihlutann. Þegar þingið felldi útgöngusamning Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í þriðja sinn greiddu fimm þingmenn Verkamannaflokksins og þrír fyrrverandi þingmenn flokksins atkvæði með samningnum. Ef Johnson nær þeim á sitt band er hann kominn ansi nálægt meirihluta og er í rauninni ómögulegt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer.Vilja síður fresta Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. „Okkur ber að virða útgöngudaginn, 31. október. Ég ætla ekki í einhvern pólitískan skáldskap. Ég ætla ekki að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer á breska þinginu en ég held að við ættum ekki að samþykkja hvaða frestun sem er,“ sagði franski forsetinn Emmanuel Macron.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira