Var spurður hvort hann gæti borgað meira af skuldinni við bankann vegna ferðalaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2019 13:08 Atli Steinn fjallaði um bréf sem hann fékk frá innheimtufyrirtæki í Noregi sem er jafnframt verktaki hjá Arion banka í Bítinu á Bylgjunni í morgun. visir/Brink/Rósa Lind Atli Steinn Guðmundsson, Íslendingur, búsettur í Ósló, fékk á dögunum bréf frá innheimtustofnun Í Noregi þar sem hann var spurður hvort hann gæti ekki borgað meira af skuld sinni við Arion banka í ljósi þess að hann væri það vel efnum búinn að geta farið í ferðalög erlendis. Upplýsingafulltrúi Arion banka segir að þarna hafi innheimtufyrirtæki í Noregi, farið fram úr sér og að farið verði fram á að verklagið verði endurskoðað.Skrifaði ferðasögu um ævintýrið í Bandaríkjunum Atli Steinn birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni sem kom mörgum afar spánskt fyrir sjónir og vakti marga til umhugsunar um persónuverndarsjónarmið. Atli Steinn fjallaði um efni bréfsins sem hann fékk frá alþjóðadeild Visma, innheimtufyrirtæki sem er verktaki Arion banka, í Bítinu í morgun en áður en hann fékk bréfið hafði hann verið á ferðalagi í Bandaríkjunum og skrifað um það ferðasögu. „Svo fæ ég tölvupóst í fyrradag frá Visma innheimtuskrifstofu sem ég hef verið í samskiptum við og á alla mína samninga hjá í Noregi þar komu skilaboð frá Arion banka, takk fyrir, um að fyrst ég hafi efni á að fara til Bandaríkjanna í frí, ein sog það var orðað, og að bankinn hefði frétt að þú hefðir nýlega farið í frí til Bandaríkjanna og hvort ég gæti nú ekki greitt aðeins meira inn á skuldina en ég hef verið að gera,“ segir Atli en hann skuldar í kringum tvær milljónir íslenskra króna.“ Atla Steini fannst kostulegt þegar rökin voru færð fram í bréfinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.„Svo kömu rökin sem voru þau að ef þú lýkur láninu fyrr þá borgarðu náttúrulega minni vexti sem eru náttúrulega þvert á hagsmuni bankans, sem gengur fyrir vöxtum og þjónustugjöldum þannig að mér fannst þetta nú býsna broslegt.“ Aðspurður hvort hann hyggist fara að ráðum innheimtufyrirtækisins segir Atli Steinn. „Já, já það getur vel verið að ég borgi þeim meir aþegar ég er búinn með bílalánið svo sem en ég hætti nú seint að ferðast. Hinsta förin verður farin ofan í gröfina,“ segir Atli Steinn.Innheimtufyrirtækið hafi farið fram úr sér Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka segir í samtali við fréttastofu að þarna virtist verktaki bankans, innheimtufyrirtækið í Noregi, hafa farið fram úr sér. Þau séu afar ósátt við þessi vinnubrögð. Haraldur segir að lokum að þau muni fara fram á að þetta verklag verði endurskoðað. Efnahagsmál Íslenskir bankar Noregur Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Atli Steinn Guðmundsson, Íslendingur, búsettur í Ósló, fékk á dögunum bréf frá innheimtustofnun Í Noregi þar sem hann var spurður hvort hann gæti ekki borgað meira af skuld sinni við Arion banka í ljósi þess að hann væri það vel efnum búinn að geta farið í ferðalög erlendis. Upplýsingafulltrúi Arion banka segir að þarna hafi innheimtufyrirtæki í Noregi, farið fram úr sér og að farið verði fram á að verklagið verði endurskoðað.Skrifaði ferðasögu um ævintýrið í Bandaríkjunum Atli Steinn birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni sem kom mörgum afar spánskt fyrir sjónir og vakti marga til umhugsunar um persónuverndarsjónarmið. Atli Steinn fjallaði um efni bréfsins sem hann fékk frá alþjóðadeild Visma, innheimtufyrirtæki sem er verktaki Arion banka, í Bítinu í morgun en áður en hann fékk bréfið hafði hann verið á ferðalagi í Bandaríkjunum og skrifað um það ferðasögu. „Svo fæ ég tölvupóst í fyrradag frá Visma innheimtuskrifstofu sem ég hef verið í samskiptum við og á alla mína samninga hjá í Noregi þar komu skilaboð frá Arion banka, takk fyrir, um að fyrst ég hafi efni á að fara til Bandaríkjanna í frí, ein sog það var orðað, og að bankinn hefði frétt að þú hefðir nýlega farið í frí til Bandaríkjanna og hvort ég gæti nú ekki greitt aðeins meira inn á skuldina en ég hef verið að gera,“ segir Atli en hann skuldar í kringum tvær milljónir íslenskra króna.“ Atla Steini fannst kostulegt þegar rökin voru færð fram í bréfinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.„Svo kömu rökin sem voru þau að ef þú lýkur láninu fyrr þá borgarðu náttúrulega minni vexti sem eru náttúrulega þvert á hagsmuni bankans, sem gengur fyrir vöxtum og þjónustugjöldum þannig að mér fannst þetta nú býsna broslegt.“ Aðspurður hvort hann hyggist fara að ráðum innheimtufyrirtækisins segir Atli Steinn. „Já, já það getur vel verið að ég borgi þeim meir aþegar ég er búinn með bílalánið svo sem en ég hætti nú seint að ferðast. Hinsta förin verður farin ofan í gröfina,“ segir Atli Steinn.Innheimtufyrirtækið hafi farið fram úr sér Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka segir í samtali við fréttastofu að þarna virtist verktaki bankans, innheimtufyrirtækið í Noregi, hafa farið fram úr sér. Þau séu afar ósátt við þessi vinnubrögð. Haraldur segir að lokum að þau muni fara fram á að þetta verklag verði endurskoðað.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Noregur Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira