Kostir kisujóga miklir Björk Eiðsdóttir skrifar 17. október 2019 14:00 Jóhanna Ása, rekstrarstjóri Kattholts, segir fleiri viðburði í farvatninu hjá Kattholti. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í byrjun mánaðar var haldinn í Kattholti fyrsti kisujógatíminn hér á landi og féll hann svo vel í kramið að leikurinn verður endurtekinn næsta laugardag og er þegar að verða uppselt. Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, segir hugmyndina hafa komið frá víðförlum og reynslumiklum starfsmanni Kattholts, Önnu Katrínu. „Hún hefur m.a. unnið í kisuathvarfi í Amsterdam og datt í hug að byrja með kisujóga þegar hún og jógakennarinn sem stendur að tímanum, Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, voru í rauðvínsjóga á dögunum. Í Amsterdam kynntist hún einmitt kisujóga og kisubíói og er stefnan tekin á fleiri kisuviðburði á næstunni. Við stefnum á að halda kisubíó í nóvember eða desember að ógleymdum jólabasar Kattholts sem verður í húsakynnum Kattholts, Stangarhyl 2, laugardaginn 30. nóvember. Svo verður stefnan tekin á fleiri kisujógatíma eftir áramót.“Kisur labba á milli jógagesta og fá klapp og knús „Kisujógað fer þannig fram að þátttakendur gera jógaæfingar eftir handleiðslu kennarans og á meðan eru kisurnar frjálsar á gólfinu og labba á milli jógagesta og biðja um klapp og knús. Kostirnir eru miklir, þar sem rannsóknir hafa margoft sýnt fram á að umgengni við dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíðan.“ Hanna og Anna, starfskonur Kattholts, með kisur sem taka þátt í jóganu.Aðspurð segir Hanna þátttakendur hafa verið í skýjunum og viljað vita hvenær næsti jógatími yrði. „Kisurnar voru þreyttar en glaðar eftir að hafa borðað nammi úr höndum jógagesta nær allan tímann.“Allur ágóði fer í starf Kattholts Jógakennarinn Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir er með margþætt jógakennararéttindi og gefur Kattholti vinnu sína svo allur ágóðinn fer til styrktar starfsins þar en hver og einn þátttakandi greiðir 3.500 krónur fyrir tímann. Aðspurð hvað sé að frétta úr holti kattanna svarar Hanna: „Það er allt gott að frétta héðan úr Kattholti. Vel gengur að finna ný heimili fyrir kisur í heimilisleit og þeim kisum sem gista nú á Hótel Kattholti líður með eindæmum vel!Færri komust að en vildu Næsta kisujóga verður kl. 13 og svo kl. 14.30 nk. laugardag, 19. október. Nokkur pláss eru enn laus. Síðast komust færri að en vildu. Hægt er að bóka pláss með því að senda tölvupóst á kattholt@kattholt.is eða hringja í síma 567-2909 milli 9 og 16. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilsa Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Í byrjun mánaðar var haldinn í Kattholti fyrsti kisujógatíminn hér á landi og féll hann svo vel í kramið að leikurinn verður endurtekinn næsta laugardag og er þegar að verða uppselt. Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, segir hugmyndina hafa komið frá víðförlum og reynslumiklum starfsmanni Kattholts, Önnu Katrínu. „Hún hefur m.a. unnið í kisuathvarfi í Amsterdam og datt í hug að byrja með kisujóga þegar hún og jógakennarinn sem stendur að tímanum, Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, voru í rauðvínsjóga á dögunum. Í Amsterdam kynntist hún einmitt kisujóga og kisubíói og er stefnan tekin á fleiri kisuviðburði á næstunni. Við stefnum á að halda kisubíó í nóvember eða desember að ógleymdum jólabasar Kattholts sem verður í húsakynnum Kattholts, Stangarhyl 2, laugardaginn 30. nóvember. Svo verður stefnan tekin á fleiri kisujógatíma eftir áramót.“Kisur labba á milli jógagesta og fá klapp og knús „Kisujógað fer þannig fram að þátttakendur gera jógaæfingar eftir handleiðslu kennarans og á meðan eru kisurnar frjálsar á gólfinu og labba á milli jógagesta og biðja um klapp og knús. Kostirnir eru miklir, þar sem rannsóknir hafa margoft sýnt fram á að umgengni við dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíðan.“ Hanna og Anna, starfskonur Kattholts, með kisur sem taka þátt í jóganu.Aðspurð segir Hanna þátttakendur hafa verið í skýjunum og viljað vita hvenær næsti jógatími yrði. „Kisurnar voru þreyttar en glaðar eftir að hafa borðað nammi úr höndum jógagesta nær allan tímann.“Allur ágóði fer í starf Kattholts Jógakennarinn Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir er með margþætt jógakennararéttindi og gefur Kattholti vinnu sína svo allur ágóðinn fer til styrktar starfsins þar en hver og einn þátttakandi greiðir 3.500 krónur fyrir tímann. Aðspurð hvað sé að frétta úr holti kattanna svarar Hanna: „Það er allt gott að frétta héðan úr Kattholti. Vel gengur að finna ný heimili fyrir kisur í heimilisleit og þeim kisum sem gista nú á Hótel Kattholti líður með eindæmum vel!Færri komust að en vildu Næsta kisujóga verður kl. 13 og svo kl. 14.30 nk. laugardag, 19. október. Nokkur pláss eru enn laus. Síðast komust færri að en vildu. Hægt er að bóka pláss með því að senda tölvupóst á kattholt@kattholt.is eða hringja í síma 567-2909 milli 9 og 16.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilsa Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira