Nýr Brexit-samningur í höfn Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2019 09:47 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. Bresk stjórnvöld og framkvæmdastjórn ESB hafa átt í viðræðum um lagalegan texta, en bæði breska þingið og þing aðildarríkja þurfa að staðfesta samninginn áður en hann öðlast gildi. Johnson greindi frá samkomulaginu á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir samninginn „frábæran“ og að með honum „taki Bretland aftur yfir stjórn“. DUP, flokkur írskra sambandssinna á breska þinginu sem vörðu stjórn Theresu May falli, lýsti því yfir í morgun að flokkurinn gæti ekki stutt samninginn eins og hann liti út nú. Sú yfirlýsing eigi enn við eftir tilkynningu forsætisráðherrans um að nýr samningur sé í höfn.We've got a great new deal that takes back control — now Parliament should get Brexit done on Saturday so we can move on to other priorities like the cost of living, the NHS, violent crime and our environment #GetBrexitDone#TakeBackControl — Boris Johnson (@BorisJohnson) October 17, 2019Johnson þarf nú að fá breska þingið til að samþykkja samninginn fyrir laugardag, ellegar má gera ráð fyrir að hann muni fara fram á frekari frestun útgöngu. Breska þingið hefur verið kallað til fundar á laugardag. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hvatt þingið til að hafna samningnum, sem hann segir verri en þann sem Theresa May, forseti Johnson í starfi, náði í viðræðum sínum við ESB. Má því vera ljóst að það er síður en svo öruggt að breska þingið samþykki samning Johnson. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur snúið að málefnum Norður-Írlands og staða svæðisins eftir Brexit. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir samninginn vera „sanngjarnan“ og byggi á jafnræði. Hafa bæði Juncker og Johnson hvatt til þess að samningurinn verði samþykktur.Where there is a will, there is a #deal - we have one! It’s a fair and balanced agreement for the EU and the UK and it is testament to our commitment to find solutions. I recommend that #EUCO endorses this deal. pic.twitter.com/7AfKyCZ6k9 — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) October 17, 2019Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexitmálum, segir að samkomulag um varðandi fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands hafi náðst. Felur það í sér að hægt verði að koma í veg fyrir „hörð landamæri“, en á sama tíma viðhalda heilindum innri markaðarins. Sömuleiðis verði Norður-Írland hluti breska tollasvæðisins."The EU and the UK were fully committed to protect peace and stability on the island of Ireland" - EU chief negotiator Michel Barnier says Brexit discussions "have been difficult, but we have delivered"https://t.co/XDLy5AR6iDpic.twitter.com/Dd5MWVYHSj — BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 17, 2019Barnier sagði að ákvæði samningsins um fyrirkomulag á Norður-Írlandi hvíli á fjórum stoðum:Að Evrópureglur verði áfram í gildi á Norður-Írlandi á ákveðnum sviðum, sér í lagi þegar kemur að vöruviðskiptum.Að Norður-Írland verði áfram hluti breska tollasvæðisins, en „verði áfram gátt fyrir innri markað Evrópusambandsins“.Að í gildi verði samningur um að viðhalda heilindum innri markaðarins og þóknast lögmætum óskum breska yfirvalda varðandi virðisaukaskatt.Að fulltrúar á norður-írska þinginu verði gert kleift að ákveða á fjögurra ára frestihvort að Evrópureglur skuli gilda á svæðinu eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59 Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22 Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. Bresk stjórnvöld og framkvæmdastjórn ESB hafa átt í viðræðum um lagalegan texta, en bæði breska þingið og þing aðildarríkja þurfa að staðfesta samninginn áður en hann öðlast gildi. Johnson greindi frá samkomulaginu á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir samninginn „frábæran“ og að með honum „taki Bretland aftur yfir stjórn“. DUP, flokkur írskra sambandssinna á breska þinginu sem vörðu stjórn Theresu May falli, lýsti því yfir í morgun að flokkurinn gæti ekki stutt samninginn eins og hann liti út nú. Sú yfirlýsing eigi enn við eftir tilkynningu forsætisráðherrans um að nýr samningur sé í höfn.We've got a great new deal that takes back control — now Parliament should get Brexit done on Saturday so we can move on to other priorities like the cost of living, the NHS, violent crime and our environment #GetBrexitDone#TakeBackControl — Boris Johnson (@BorisJohnson) October 17, 2019Johnson þarf nú að fá breska þingið til að samþykkja samninginn fyrir laugardag, ellegar má gera ráð fyrir að hann muni fara fram á frekari frestun útgöngu. Breska þingið hefur verið kallað til fundar á laugardag. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hvatt þingið til að hafna samningnum, sem hann segir verri en þann sem Theresa May, forseti Johnson í starfi, náði í viðræðum sínum við ESB. Má því vera ljóst að það er síður en svo öruggt að breska þingið samþykki samning Johnson. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur snúið að málefnum Norður-Írlands og staða svæðisins eftir Brexit. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir samninginn vera „sanngjarnan“ og byggi á jafnræði. Hafa bæði Juncker og Johnson hvatt til þess að samningurinn verði samþykktur.Where there is a will, there is a #deal - we have one! It’s a fair and balanced agreement for the EU and the UK and it is testament to our commitment to find solutions. I recommend that #EUCO endorses this deal. pic.twitter.com/7AfKyCZ6k9 — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) October 17, 2019Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexitmálum, segir að samkomulag um varðandi fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands hafi náðst. Felur það í sér að hægt verði að koma í veg fyrir „hörð landamæri“, en á sama tíma viðhalda heilindum innri markaðarins. Sömuleiðis verði Norður-Írland hluti breska tollasvæðisins."The EU and the UK were fully committed to protect peace and stability on the island of Ireland" - EU chief negotiator Michel Barnier says Brexit discussions "have been difficult, but we have delivered"https://t.co/XDLy5AR6iDpic.twitter.com/Dd5MWVYHSj — BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 17, 2019Barnier sagði að ákvæði samningsins um fyrirkomulag á Norður-Írlandi hvíli á fjórum stoðum:Að Evrópureglur verði áfram í gildi á Norður-Írlandi á ákveðnum sviðum, sér í lagi þegar kemur að vöruviðskiptum.Að Norður-Írland verði áfram hluti breska tollasvæðisins, en „verði áfram gátt fyrir innri markað Evrópusambandsins“.Að í gildi verði samningur um að viðhalda heilindum innri markaðarins og þóknast lögmætum óskum breska yfirvalda varðandi virðisaukaskatt.Að fulltrúar á norður-írska þinginu verði gert kleift að ákveða á fjögurra ára frestihvort að Evrópureglur skuli gilda á svæðinu eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59 Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22 Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59
Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22
Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59