Lögregla var kölluð út að húsi í Hafnarfirði á fjórða tímanum í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um að sami einstaklingurinn kæmi reglulega og berði hús tilkynnanda að utan. Einstaklingurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Þá var tilkynnt um einstakling að brjóta rúður í verslun í miðbænum seint á þriðja tímanum í nótt. Viðkomandi var á bak og burt þegar lögregla mætti á staðinn.
Síðdegis í gær var tilkynnt um innbrot í bíl í Hlíðunum. Þá var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í gær, annað á sjöunda tímanum í Breiðholti og hit á tíunda tímanum í Hlíðunum. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málin í dagbók lögreglu.
