Skortir lagaheimildir fyrir þvingunarrúrræðum sem beitt er á geðdeild Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 15:50 Geðsvið Landspítalans á Kleppi. Vísir/Vilhelm Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis sem nú hefur verið birt á vef embættisins. Stjórnvöldum er gefinn frestur til 1. maí 2020 til að bregðast við.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að þótt sjúklingur sé frelsissviptur á grundvelli lögræðislaga eða dóms, veiti það starfsmönnum geðheilbrigðisstofnana þó ekki sjálfkrafa heimild til að skerða réttindi sjúklinga. Skýrslan er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða, en umboðsmanni var falið það verkefni að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Skýrslan byggist á niðurstöðum úr eftirlitsheimsóknum á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi í Reykjavík, réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérhæfða endurhæfingargeðdeild en þar hafa einstaklingar jafnan verið vistaðir án samþykkis að því er segir í frétt á vef umboðsmanns. Tilmælum beint til þriggja ráðherra Fram kemur þó að almennt búi sjúklingar á deildunum þremur við góðan aðbúnað. Afþreying og endurhæfing sé almennt í góðu horfi og mönnun í lagi. Þó eru sett fram nokkrar ábendingar og tilmæli í skýrslunni. Bent er á að á Íslandi sé ekki til staðar sérstök geðheilbrigðislöggjöf, ólíkt því sem gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður komst einnig að því við athugun sína að vistun og meðferð sjúklinga sem glíma við alvarlegan geðrænan vanda feli í sér frávik frá meginreglum um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga miðað við núverandi framkvæmd. „Þrátt fyrir að ekki verði séð að sjúklingar þar séu beittir ómannlegri eða vanvirðandi meðferð verði ekki fram hjá því litið að ráðstafanir sem kunni að skerða stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga verði að eiga sér fullnægjandi lagastoð,“ segir meðal annars í frétt á vef umboðsmanns um málið. Þar til úr þessu verði bætt beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Landspítalans að taka skipulag og starfsemi deildanna til skoðunar. Tilmælum er jafnframt beint til heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um lagaleg álitaefni. Þá er athygli félagsmálaráðherra enn fremur vakin á því að skortur sé á félagslegum búsetuúrræðum sem getur valdið því að vistun fólks á spítalanum geti orðið lengri og þungbærari en ella. Heilbrigðismál Landspítalinn Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis sem nú hefur verið birt á vef embættisins. Stjórnvöldum er gefinn frestur til 1. maí 2020 til að bregðast við.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að þótt sjúklingur sé frelsissviptur á grundvelli lögræðislaga eða dóms, veiti það starfsmönnum geðheilbrigðisstofnana þó ekki sjálfkrafa heimild til að skerða réttindi sjúklinga. Skýrslan er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða, en umboðsmanni var falið það verkefni að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Skýrslan byggist á niðurstöðum úr eftirlitsheimsóknum á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi í Reykjavík, réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérhæfða endurhæfingargeðdeild en þar hafa einstaklingar jafnan verið vistaðir án samþykkis að því er segir í frétt á vef umboðsmanns. Tilmælum beint til þriggja ráðherra Fram kemur þó að almennt búi sjúklingar á deildunum þremur við góðan aðbúnað. Afþreying og endurhæfing sé almennt í góðu horfi og mönnun í lagi. Þó eru sett fram nokkrar ábendingar og tilmæli í skýrslunni. Bent er á að á Íslandi sé ekki til staðar sérstök geðheilbrigðislöggjöf, ólíkt því sem gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður komst einnig að því við athugun sína að vistun og meðferð sjúklinga sem glíma við alvarlegan geðrænan vanda feli í sér frávik frá meginreglum um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga miðað við núverandi framkvæmd. „Þrátt fyrir að ekki verði séð að sjúklingar þar séu beittir ómannlegri eða vanvirðandi meðferð verði ekki fram hjá því litið að ráðstafanir sem kunni að skerða stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga verði að eiga sér fullnægjandi lagastoð,“ segir meðal annars í frétt á vef umboðsmanns um málið. Þar til úr þessu verði bætt beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Landspítalans að taka skipulag og starfsemi deildanna til skoðunar. Tilmælum er jafnframt beint til heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um lagaleg álitaefni. Þá er athygli félagsmálaráðherra enn fremur vakin á því að skortur sé á félagslegum búsetuúrræðum sem getur valdið því að vistun fólks á spítalanum geti orðið lengri og þungbærari en ella.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira