Liðin mættust í Víkinni í gær og kvörtuðu Írarnir, þar á meðal þjálfarinn Stephen Kenny, yfir vellinum og dómaranum í viðtali eftir leikinn.
Markið og vítaspyrnudóminn úr leiknum má sjá hér að neðan. Auðvelt er að skilja dómara leiksins, Dumtri Muntean, að hann hafi bent á punktinn.
Eina mark leiksins skoraði Sveinn Aron Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að vítaspyrnan var dæmd.
Ireland U-21s blown off course in surreal Iceland defeat https://t.co/6tsTG7AHNc via @IrishTimesSport
— Irish Times Sport (@IrishTimesSport) October 15, 2019
Í fyrirsögn Irish Times segir að írska U21-árs landsliðið hafi lent í vandræðum með vindinn og segja tapið furðulegt.
Þeir segja einnig að tapið hafi verið súrrealískt en þetta var fyrsta tap Íranna í keppninni. Írarnir eru þó áfram á toppi riðilsins með tíu stig en Ísland er í öðru sæti riðilsins með níu stig.
Írarnir hafa þó leikið einum leik meira en Ísland.