Fjölskyldufríið breyttist í óskiljanlegan harmleik Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2019 08:39 Frá vettvangi slyssins á laugardag. Vísir/LHG Hrint hefur verið af stað söfnun fyrir bandaríska fjölskyldu sem lenti í bílslysi á Snæfellsnesi á laugardag. Einn fjölskyldumeðlimanna, hinn sautján ára Zachary Zabatta, lést í slysinu. Vefmiðillinn Patch.com greinir frá og vísar í GoFundMe-söfnun sem efnt var til í gær. Þar segir að Zabatta-fjölskyldan, fimm manna fjölskylda sem búsett er í bænum New Hyde Park í New York-ríki, hafi verið í fríi á Íslandi þegar hún lenti í hryllilegu bílslysi á laugardag. „12. október 2019 var sorgardagur í lífi Zabatta-fjölskyldunnar. Fjölskyldufríið til Íslands breyttist í óskiljanlegan harmleik.“ Slysið varð á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi síðdegis á laugardag. Sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi voru kallaðir út og í kjölfarið var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Sonurinn Zachary, sem var á lokaári sínu í framhaldsskóla, lést í slysinu og yngsta dóttirin er jafnframt sögð alvarlega slösuð. Þá segir á söfnunarsíðunni að Zabatta-hjónin og dætur þeirra tvær hafi enn ekki verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir slysið og óljóst sé hvenær þau komist heim. Þá sé fjölskyldan jafnframt í miklum metum í samfélaginu heima fyrir. Því hafi verið ákveðið að hrinda söfnuninni af stað til að standa straum af kostnaði, m.a. vegna læknisþjónustu, ferðarinnar heim og jarðarfarar. Þegar hafa safnast nær áttatíu þúsund Bandaríkjadalir, eða um tíu milljónir íslenskra króna. Vísir hefur sent skipuleggjendum söfnunarinnar fyrirspurn vegna málsins.Skólinn í áfalli Zachary gekk í Saint Mary‘s-framhaldsskólann í New Hyde Park. Skólinn minnist hans í færslu sem birt var á Facebook í fyrradag. Þar er Zachary lýst sem framúrskarandi nemenda og mikilvægum samfélagsþegn. „Við erum öll í áfalli þessa stundina. Þessi harmleikur er skelfilegur missir, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar.“ Lögregla á Vesturlandi varðist allra fregna af slysinu þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Samkvæmt fyrri fréttum af slysinu voru fjórir í bílnum fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, þar af tveir alvarlega slasaðir. Sá fimmti var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl. Eyja- og Miklaholtshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32 Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52 Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Hrint hefur verið af stað söfnun fyrir bandaríska fjölskyldu sem lenti í bílslysi á Snæfellsnesi á laugardag. Einn fjölskyldumeðlimanna, hinn sautján ára Zachary Zabatta, lést í slysinu. Vefmiðillinn Patch.com greinir frá og vísar í GoFundMe-söfnun sem efnt var til í gær. Þar segir að Zabatta-fjölskyldan, fimm manna fjölskylda sem búsett er í bænum New Hyde Park í New York-ríki, hafi verið í fríi á Íslandi þegar hún lenti í hryllilegu bílslysi á laugardag. „12. október 2019 var sorgardagur í lífi Zabatta-fjölskyldunnar. Fjölskyldufríið til Íslands breyttist í óskiljanlegan harmleik.“ Slysið varð á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi síðdegis á laugardag. Sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi voru kallaðir út og í kjölfarið var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Sonurinn Zachary, sem var á lokaári sínu í framhaldsskóla, lést í slysinu og yngsta dóttirin er jafnframt sögð alvarlega slösuð. Þá segir á söfnunarsíðunni að Zabatta-hjónin og dætur þeirra tvær hafi enn ekki verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir slysið og óljóst sé hvenær þau komist heim. Þá sé fjölskyldan jafnframt í miklum metum í samfélaginu heima fyrir. Því hafi verið ákveðið að hrinda söfnuninni af stað til að standa straum af kostnaði, m.a. vegna læknisþjónustu, ferðarinnar heim og jarðarfarar. Þegar hafa safnast nær áttatíu þúsund Bandaríkjadalir, eða um tíu milljónir íslenskra króna. Vísir hefur sent skipuleggjendum söfnunarinnar fyrirspurn vegna málsins.Skólinn í áfalli Zachary gekk í Saint Mary‘s-framhaldsskólann í New Hyde Park. Skólinn minnist hans í færslu sem birt var á Facebook í fyrradag. Þar er Zachary lýst sem framúrskarandi nemenda og mikilvægum samfélagsþegn. „Við erum öll í áfalli þessa stundina. Þessi harmleikur er skelfilegur missir, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar.“ Lögregla á Vesturlandi varðist allra fregna af slysinu þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Samkvæmt fyrri fréttum af slysinu voru fjórir í bílnum fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, þar af tveir alvarlega slasaðir. Sá fimmti var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.
Eyja- og Miklaholtshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32 Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52 Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32
Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52
Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56