Orð, efndir og afturhald Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 16. október 2019 07:11 Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur. Fylgið er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur er í sögulegri lægð. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári voru jafnréttismál og málefni hælisleitenda sett efst á listann. Það var með ráðum gert enda töldu sumir innan flokksins að hann glímdi við ímyndarvanda á þessum sviðum. Þetta var rangt mat á stöðunni. Flokkurinn glímir vissulega við ímyndarvanda en sá vandi er fólginn í því að flokkurinn virðist getulaus gagnvart hinu opinbera kerfi sem er á sjálfstýringu. Almennir launþegar og atvinnurekendur horfa upp á báknið þyngjast á herðum sér og opinbera starfsmenn leiða launaþróun í landinu. Enginn ráðherra virðist vera tilbúinn að taka slagi, hvorki stóra né litla. Miðflokkurinn hefur því reynt að fylla tómarúmið á hægri vængnum. Nýlega birti flokkurinn áherslur sínar fyrir þingveturinn og mátti þar finna margt gott, eins og lækkun skatta og það að ríkið þyrfti að fara betur með þá fjármuni sem það hefur til ráðstöfunar. Efst á listanum stóð „Báknið burt“. Hressandi tilbreyting frá sýndarstjórnmálum nútímans. Eða hvað? Það er nauðsynlegt að taka þessu útspili með miklum fyrirvara enda hafa fæstir þingmenn flokksins haft sérstakan áhuga á að koma böndum á kerfið. Ekki nema kannski formaðurinn. Ætla má að flokkurinn sé einfaldlega með puttann á þjóðarpúlsinum og viti nákvæmlega hvernig eigi að stíla orðræðuna inn á óánægða hægrimenn. Óhjákvæmilega vakna spurningar um hvort orð og efndir geti farið saman. Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Miðflokkurinn getur komið í stað Sjálfstæðisflokksins sem borgaralegt afl af málflutningi sumra þingmanna flokksins að dæma. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var á meðal gesta í Silfrinu um síðustu helgi. Í umræðu um farveitur á borð við Uber lagðist hann gegn þeim og kallaði hann deilihagkerfið „fínt nafn yfir skattsvik“. Í sama þætti hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hækka erfðafjárskattinn en ekki lækka hann. Það var leiðrétt af öðrum gesti í snatri. Stuttu síðar birti Þorsteinn skoðunarpistil til að halda uppi vörnum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Hætta er á því að þeir sem leita að skynsamlegri íhaldsstefnu í Miðflokknum finni mestmegnis illa grundaða afturhaldssemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur. Fylgið er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur er í sögulegri lægð. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári voru jafnréttismál og málefni hælisleitenda sett efst á listann. Það var með ráðum gert enda töldu sumir innan flokksins að hann glímdi við ímyndarvanda á þessum sviðum. Þetta var rangt mat á stöðunni. Flokkurinn glímir vissulega við ímyndarvanda en sá vandi er fólginn í því að flokkurinn virðist getulaus gagnvart hinu opinbera kerfi sem er á sjálfstýringu. Almennir launþegar og atvinnurekendur horfa upp á báknið þyngjast á herðum sér og opinbera starfsmenn leiða launaþróun í landinu. Enginn ráðherra virðist vera tilbúinn að taka slagi, hvorki stóra né litla. Miðflokkurinn hefur því reynt að fylla tómarúmið á hægri vængnum. Nýlega birti flokkurinn áherslur sínar fyrir þingveturinn og mátti þar finna margt gott, eins og lækkun skatta og það að ríkið þyrfti að fara betur með þá fjármuni sem það hefur til ráðstöfunar. Efst á listanum stóð „Báknið burt“. Hressandi tilbreyting frá sýndarstjórnmálum nútímans. Eða hvað? Það er nauðsynlegt að taka þessu útspili með miklum fyrirvara enda hafa fæstir þingmenn flokksins haft sérstakan áhuga á að koma böndum á kerfið. Ekki nema kannski formaðurinn. Ætla má að flokkurinn sé einfaldlega með puttann á þjóðarpúlsinum og viti nákvæmlega hvernig eigi að stíla orðræðuna inn á óánægða hægrimenn. Óhjákvæmilega vakna spurningar um hvort orð og efndir geti farið saman. Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Miðflokkurinn getur komið í stað Sjálfstæðisflokksins sem borgaralegt afl af málflutningi sumra þingmanna flokksins að dæma. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var á meðal gesta í Silfrinu um síðustu helgi. Í umræðu um farveitur á borð við Uber lagðist hann gegn þeim og kallaði hann deilihagkerfið „fínt nafn yfir skattsvik“. Í sama þætti hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hækka erfðafjárskattinn en ekki lækka hann. Það var leiðrétt af öðrum gesti í snatri. Stuttu síðar birti Þorsteinn skoðunarpistil til að halda uppi vörnum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Hætta er á því að þeir sem leita að skynsamlegri íhaldsstefnu í Miðflokknum finni mestmegnis illa grundaða afturhaldssemi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun