Johnson verður að gefa eftir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. október 2019 06:45 Michel Barnier er orðinn þreyttur á Johnson. Nordicphotos/Getty Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. Samkvæmt Benn-lögunum svokölluðu þarf Johnson að biðja Evrópusambandið um frekari útgöngufrest ef samningur verður ekki samþykktur fyrir laugardag. Johnson vill fyrir alla muni koma í veg fyrir það enda byggði hann framboð sitt á að klára útgönguna þann 31. október, sama hvað. Fyrir helgi virtist vera að rofa til eftir að Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, funduðu í Liverpool. Ekki fékkst upp gefið hvað hefði breyst en stjórnmálaskýrendur ytra telja að Johnson hafi gefið verulega eftir í kröfum sem settar voru fram skömmu áður í „lokatilboðinu“. Talið er að Johnson hafi í grunninn fallist á tollalandamæri á Írlandshafi og þar með brugðist DUP, flokki sambandssinna á Norður-Írlandi. Síðan þá hefur hins vegar dregið úr bjartsýninni og andrúmsloftið í herbúðum Evrópusambandsins ber vitni um að meiri tíma þurfi til þess að vinna að samningi. Ekki megi flýta ferlinu of mikið því mikið sé í húfi, sérstaklega til þess að halda friðinn á Norður-Írlandi. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að nota drottninguna til að koma á framfæri kosningaloforðum sínum fyrir þingkosningar sem búist er við að verði á næstunni. 14. október 2019 15:44 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. Samkvæmt Benn-lögunum svokölluðu þarf Johnson að biðja Evrópusambandið um frekari útgöngufrest ef samningur verður ekki samþykktur fyrir laugardag. Johnson vill fyrir alla muni koma í veg fyrir það enda byggði hann framboð sitt á að klára útgönguna þann 31. október, sama hvað. Fyrir helgi virtist vera að rofa til eftir að Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, funduðu í Liverpool. Ekki fékkst upp gefið hvað hefði breyst en stjórnmálaskýrendur ytra telja að Johnson hafi gefið verulega eftir í kröfum sem settar voru fram skömmu áður í „lokatilboðinu“. Talið er að Johnson hafi í grunninn fallist á tollalandamæri á Írlandshafi og þar með brugðist DUP, flokki sambandssinna á Norður-Írlandi. Síðan þá hefur hins vegar dregið úr bjartsýninni og andrúmsloftið í herbúðum Evrópusambandsins ber vitni um að meiri tíma þurfi til þess að vinna að samningi. Ekki megi flýta ferlinu of mikið því mikið sé í húfi, sérstaklega til þess að halda friðinn á Norður-Írlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að nota drottninguna til að koma á framfæri kosningaloforðum sínum fyrir þingkosningar sem búist er við að verði á næstunni. 14. október 2019 15:44 ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30
Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að nota drottninguna til að koma á framfæri kosningaloforðum sínum fyrir þingkosningar sem búist er við að verði á næstunni. 14. október 2019 15:44
ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Tilkynningin kemur eftir fund Breska Brexitmálaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB, sem báðir lýstu sem "uppbyggilegum“. 11. október 2019 12:40