Skjólstæðingarnir vilji frekar fá þjónustu heima hjá sér en að liggja inn á deildum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2019 17:07 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um nýmæli sé að ræða. „Það er svolítið verið að brjóta niður múra og byggja brýr með því að auka samstarf geðheilsuteyma með þátttöku borgarinnar. Það er verið að sjá til þess að þeir starfsmenn sem eru að sinna sömu sjúklingum séu saman og vinni saman að betra heilbrigðiskerfi og betri þjónustu fyrir sjúklingana,“ segir Óskar sem bætir við. „Þetta er í sjálfu sér mjög víða í gangi innan heilbrigðiskerfisins en með óformlegum hætti, eins og samstarf skóla og heilsugæslu eða heilsugæslu og annars stigs þjónustu en hér er fyrst og fremst verið að formgera þetta, sem eru svolítil tímamót. “ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Óskar segir að verkefnið sé að fyrirmynd geðheilsuteymis Breiðholts. „Þetta byrjaði í rauninni upp í Breiðholti með geðheilsuteymi Breiðholts þar sem fyrst var borgin eingöngu með þetta og síðan færðist þetta yfir í heilsugæsluna og svo er verið að efla þjónustuna enn frekar með auknu samstarfi, þar er svona grunnurinn að þessu.“Heldurðu að skjólstæðingarnir muni finna fyrir þessu?„Já, ég held það. Geðheilsuteymin eru sérstaklega góð með þetta í huga. Þau eru að sinna fólki og koma í veg fyrir að það leggist inn á spítalann, þar af leiðandi er þetta annars stigs þjónusta sem er svona mitt á milli hefðbundinnar heilsugæslu og sjúkrahússþjónustu. Með því að efla samtarf á milli borgarinnar, sveitarfélaganna, sjúkrahússins og heilsugæslunnar þá getum við tryggt það að halda sjúklingunum lengur heima og síðar inn á deildum. Það hefur sýnt sig að fólkið okkar er ánægt með það. Sjúklingarnir eru ánægðir með að þurfa ekki að liggja inn á deildum eins og var meira í gamla daga þegar Kleppur var og hét sem nánast einhvers konar heimili fólks og Kópavogshæli og svoleiðis staðir.“Vilja skjólstæðingarnir frekar vera heima?„Já sækja þjónustuna, eða fá þjónustuna heim, allt eftir þörfum einstaklingsins til þess að bæta líðan hans. Það hefur sýnt sig að það er jafn góð þjónusta eða betri og fólk er ánægðara með þetta heldur en að vera upp á deildum. Með auknu samstarfi á milli eininganna getum við gert þessa þjónustu ennþá betri,“ segir Óskar. Alþingi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um nýmæli sé að ræða. „Það er svolítið verið að brjóta niður múra og byggja brýr með því að auka samstarf geðheilsuteyma með þátttöku borgarinnar. Það er verið að sjá til þess að þeir starfsmenn sem eru að sinna sömu sjúklingum séu saman og vinni saman að betra heilbrigðiskerfi og betri þjónustu fyrir sjúklingana,“ segir Óskar sem bætir við. „Þetta er í sjálfu sér mjög víða í gangi innan heilbrigðiskerfisins en með óformlegum hætti, eins og samstarf skóla og heilsugæslu eða heilsugæslu og annars stigs þjónustu en hér er fyrst og fremst verið að formgera þetta, sem eru svolítil tímamót. “ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Óskar segir að verkefnið sé að fyrirmynd geðheilsuteymis Breiðholts. „Þetta byrjaði í rauninni upp í Breiðholti með geðheilsuteymi Breiðholts þar sem fyrst var borgin eingöngu með þetta og síðan færðist þetta yfir í heilsugæsluna og svo er verið að efla þjónustuna enn frekar með auknu samstarfi, þar er svona grunnurinn að þessu.“Heldurðu að skjólstæðingarnir muni finna fyrir þessu?„Já, ég held það. Geðheilsuteymin eru sérstaklega góð með þetta í huga. Þau eru að sinna fólki og koma í veg fyrir að það leggist inn á spítalann, þar af leiðandi er þetta annars stigs þjónusta sem er svona mitt á milli hefðbundinnar heilsugæslu og sjúkrahússþjónustu. Með því að efla samtarf á milli borgarinnar, sveitarfélaganna, sjúkrahússins og heilsugæslunnar þá getum við tryggt það að halda sjúklingunum lengur heima og síðar inn á deildum. Það hefur sýnt sig að fólkið okkar er ánægt með það. Sjúklingarnir eru ánægðir með að þurfa ekki að liggja inn á deildum eins og var meira í gamla daga þegar Kleppur var og hét sem nánast einhvers konar heimili fólks og Kópavogshæli og svoleiðis staðir.“Vilja skjólstæðingarnir frekar vera heima?„Já sækja þjónustuna, eða fá þjónustuna heim, allt eftir þörfum einstaklingsins til þess að bæta líðan hans. Það hefur sýnt sig að það er jafn góð þjónusta eða betri og fólk er ánægðara með þetta heldur en að vera upp á deildum. Með auknu samstarfi á milli eininganna getum við gert þessa þjónustu ennþá betri,“ segir Óskar.
Alþingi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Sjá meira