Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2019 10:45 SNA samanstendur í raun úr mörgum minni fylkingum og á þeirri rúmu viku sem innrásin hefur staðið yfir hafa meðlimir SNA verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum í Sýrlandi. AP/Ugur Can Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. Þeir líta á sjálfa sig sem erfingja uppreisnarinnar gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þar að auki eru öfgamenn, íslamistar og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda á meðal þeirra og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán. Þessi hópur manna kallar sig Syrian National Army og þeir berjast ekki vegna einhverrar hugmyndafræði. Þeir sækjast eftir völdum og peningum og er verulega illa við sýrlenska Kúrda. SNA samanstendur í raun af mörgum minni fylkingum og á þeirri rúmu viku sem innrásin hefur staðið yfir hafa meðlimir SNA verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum í Sýrlandi. „Versti vandi þessa hóps er glæpamennska þeirra,“ segir Elizabeth Tsurkov, sérfræðingur hugveitunnar Foreign Policy Reserach Institute, við AP fréttaveituna. Hún hefur tekið viðtöl við tugi meðlima SNA í starfi sínu.„Hatur á Kúrdum, þjóðremba, skotur á umburðarlyndi gagnvart nokkurs konar mótþróa og þrá þeirra til að auðgast er það sem keyrir þessi ódæði áfram.“Sakaðir um stríðsglæpi Um síðustu helgi náðu þeir tökum á mikilvægri hraðbraut í Sýrlandi og þar eru þeir sagðir hafa skotið minnst sex almenna borgara til bana. Þar á meðal Hevreen Khalaf, 35 ára stjórnmálakonu. Bandarískur embættismaður sem ræddi við AP fréttaveituna sagði meðlimi SNA hafa sett upp varðstöðvar á hraðbrautinni og þóst hafa verið Kúrdar. Þar hafi þeir skotið á almenna borgara sem nálguðust þá.Þeir skutu á bifreið Khalaf og á myndbandi sem þeir birtu má sjá þá hlaupa að bílnum og segja að þeir hafi handsamað „svín“. Heyra má rödd konu úr aftursætinu og segist hún vera leiðtogi stjórnmálaflokks. Það er til marks um að hún hafi lifað skotárásina af. Fregnir hafa borist af því að hún hafi verið pyntuð, henni nauðgað og hún hafi verið grýtt til dauða. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar. Á einu myndbandi sem mennirnir birtu má þó sjá einn þeirra stíga á lík hennar og spyrna í það.Hvetja SNA til að hætta myndbandsbirtingum Í öðrum myndböndum og myndum sem birtar voru má sjá tvo menn sem voru handsamaðir og voru þeir báðir bundnir á höndum og á hnjánum við vegkant. Minnst annar þeirra var svo skotinn ítrekað á meðan mennirnir kölluðu „Guð er mikill“. Sömuleiðis má heyra mennina notast við slagorð Íslamska ríkisins. Talsmaður Ahrar al-Sharqiya, undirsamtakanna sem mennirnir tilheyra, segir að mennirnir hafi einungis skotið á aðila sem neituðu að stöðva bíla sína. Hann sagði manninn sem er myrtur í áðurnefndu myndbandi hafa verið hermann og að hann hafi skotið á mennina. Þá sagði hann atvikið til rannsóknar og að mennirnir sem um ræðir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu. Þar að auki sagði talsmaðurinn að nauðsynlegt væri að bregðast við mótþróa á vígvelli. Í kjölfar birtingar myndefnisins hvöttu forsvarsmenn SNA meðlimi sína til að hætta að birta myndbönd á netinu. Fregnir hafa borist af fleiri ódæðum SNA.Óttast að íbúar hljóti sömu örlög og íbúar Afrin Þetta er ekki fyrsta innrás Tyrkja og SNA í Sýrlandi. Í fyrra réðust þeir inn í Afrin-hérað, sem var undir stjórn sýrlenskra Kúrda. Uppreisnarhóparnir sem Tyrkir styðja hafa verið sakaðir um ýmis ódæði þar. Rán, morð, pyntingar, eyðileggingu eigna og trúartákna og mannrán. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út skýrslu í síðasta mánuði þar sem fram kom að ástandið í Afrin væri skelfilegt. Vopnaðir hópar hefðu myndað sín eigin litlu ríki og níddust á Kúrdum þar og öðrum vel megandi borgurum.Enn sem komið er er talið að minnst 160 þúsund manns hafi flúið undan nýjustu innrás Tyrkja. Óttast er að þeir sem sitja eftir muni sæta sömu örlögum og íbúar Afrin. Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit bandalagi Bandaríkjanna og sýrlenskra Kúrda og innrásin hófst, leituðu Kúrdar á náðir Assad og bandamanna hans í Rússlandi og Íran. Stjórnarher Sýrlands er nú kominn á víglínurnar víða í norðausturhluta landsins og hefur komið til bardaga á milli þeirra og SNA. Þeir bardagar hafa að mestu átt sér stað norður af bænum Manbij. Map showing displaced persons camps and the Turkish military operations in northern Syria pic.twitter.com/VnSyFYnEgB— AFP news agency (@AFP) October 15, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Evrópuríki takmarka vopnasölu til Tyrklands Evrópusambandið samþykkti ekki lagalega bindandi vopnasölubann þrátt fyrir að mörg aðildarríkin séu reið Tyrkjum vegna innrásarinnar í Norður-Sýrland. 14. október 2019 14:06 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. Þeir líta á sjálfa sig sem erfingja uppreisnarinnar gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þar að auki eru öfgamenn, íslamistar og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda á meðal þeirra og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán. Þessi hópur manna kallar sig Syrian National Army og þeir berjast ekki vegna einhverrar hugmyndafræði. Þeir sækjast eftir völdum og peningum og er verulega illa við sýrlenska Kúrda. SNA samanstendur í raun af mörgum minni fylkingum og á þeirri rúmu viku sem innrásin hefur staðið yfir hafa meðlimir SNA verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum í Sýrlandi. „Versti vandi þessa hóps er glæpamennska þeirra,“ segir Elizabeth Tsurkov, sérfræðingur hugveitunnar Foreign Policy Reserach Institute, við AP fréttaveituna. Hún hefur tekið viðtöl við tugi meðlima SNA í starfi sínu.„Hatur á Kúrdum, þjóðremba, skotur á umburðarlyndi gagnvart nokkurs konar mótþróa og þrá þeirra til að auðgast er það sem keyrir þessi ódæði áfram.“Sakaðir um stríðsglæpi Um síðustu helgi náðu þeir tökum á mikilvægri hraðbraut í Sýrlandi og þar eru þeir sagðir hafa skotið minnst sex almenna borgara til bana. Þar á meðal Hevreen Khalaf, 35 ára stjórnmálakonu. Bandarískur embættismaður sem ræddi við AP fréttaveituna sagði meðlimi SNA hafa sett upp varðstöðvar á hraðbrautinni og þóst hafa verið Kúrdar. Þar hafi þeir skotið á almenna borgara sem nálguðust þá.Þeir skutu á bifreið Khalaf og á myndbandi sem þeir birtu má sjá þá hlaupa að bílnum og segja að þeir hafi handsamað „svín“. Heyra má rödd konu úr aftursætinu og segist hún vera leiðtogi stjórnmálaflokks. Það er til marks um að hún hafi lifað skotárásina af. Fregnir hafa borist af því að hún hafi verið pyntuð, henni nauðgað og hún hafi verið grýtt til dauða. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar. Á einu myndbandi sem mennirnir birtu má þó sjá einn þeirra stíga á lík hennar og spyrna í það.Hvetja SNA til að hætta myndbandsbirtingum Í öðrum myndböndum og myndum sem birtar voru má sjá tvo menn sem voru handsamaðir og voru þeir báðir bundnir á höndum og á hnjánum við vegkant. Minnst annar þeirra var svo skotinn ítrekað á meðan mennirnir kölluðu „Guð er mikill“. Sömuleiðis má heyra mennina notast við slagorð Íslamska ríkisins. Talsmaður Ahrar al-Sharqiya, undirsamtakanna sem mennirnir tilheyra, segir að mennirnir hafi einungis skotið á aðila sem neituðu að stöðva bíla sína. Hann sagði manninn sem er myrtur í áðurnefndu myndbandi hafa verið hermann og að hann hafi skotið á mennina. Þá sagði hann atvikið til rannsóknar og að mennirnir sem um ræðir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu. Þar að auki sagði talsmaðurinn að nauðsynlegt væri að bregðast við mótþróa á vígvelli. Í kjölfar birtingar myndefnisins hvöttu forsvarsmenn SNA meðlimi sína til að hætta að birta myndbönd á netinu. Fregnir hafa borist af fleiri ódæðum SNA.Óttast að íbúar hljóti sömu örlög og íbúar Afrin Þetta er ekki fyrsta innrás Tyrkja og SNA í Sýrlandi. Í fyrra réðust þeir inn í Afrin-hérað, sem var undir stjórn sýrlenskra Kúrda. Uppreisnarhóparnir sem Tyrkir styðja hafa verið sakaðir um ýmis ódæði þar. Rán, morð, pyntingar, eyðileggingu eigna og trúartákna og mannrán. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út skýrslu í síðasta mánuði þar sem fram kom að ástandið í Afrin væri skelfilegt. Vopnaðir hópar hefðu myndað sín eigin litlu ríki og níddust á Kúrdum þar og öðrum vel megandi borgurum.Enn sem komið er er talið að minnst 160 þúsund manns hafi flúið undan nýjustu innrás Tyrkja. Óttast er að þeir sem sitja eftir muni sæta sömu örlögum og íbúar Afrin. Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit bandalagi Bandaríkjanna og sýrlenskra Kúrda og innrásin hófst, leituðu Kúrdar á náðir Assad og bandamanna hans í Rússlandi og Íran. Stjórnarher Sýrlands er nú kominn á víglínurnar víða í norðausturhluta landsins og hefur komið til bardaga á milli þeirra og SNA. Þeir bardagar hafa að mestu átt sér stað norður af bænum Manbij. Map showing displaced persons camps and the Turkish military operations in northern Syria pic.twitter.com/VnSyFYnEgB— AFP news agency (@AFP) October 15, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Evrópuríki takmarka vopnasölu til Tyrklands Evrópusambandið samþykkti ekki lagalega bindandi vopnasölubann þrátt fyrir að mörg aðildarríkin séu reið Tyrkjum vegna innrásarinnar í Norður-Sýrland. 14. október 2019 14:06 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27
Evrópuríki takmarka vopnasölu til Tyrklands Evrópusambandið samþykkti ekki lagalega bindandi vopnasölubann þrátt fyrir að mörg aðildarríkin séu reið Tyrkjum vegna innrásarinnar í Norður-Sýrland. 14. október 2019 14:06
Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05
Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45
Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45