Hið alvarlega ójafnvægi sem hamlar framförum Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 15. október 2019 07:00 Nýlega sat ég landsfund sveitarfélaga um jafnréttismál sem haldinn var í Garðabæ. Þetta var flottur landsfundur, þar voru 80 fulltrúar frá 30 sveitarfélögum sem hljómar vel, alveg þangað til að tekið er með í reikninginn að sveitarfélögin eru 72. Ef við miðum við 80 fulltrúa frá 30 sveitarfélögum þá vantaði 109 fulltrúa, heildarfjöldi fundargesta hefði átt að vera hátt í 200. Enn alvarlegra er hversu fáir bæjar- og sveitarstjórar voru á svæðinu. Ég sá heldur engan fjármálastjóra og samt var kynjuð fjárhagsáætlunargerð sérstaklega á dagskrá. Hvers vegna mæta hæst settu stjórnendur sveitarfélaganna ekki á landsfund um jafnréttismál? Er það af því að því að þeir eru nær allir karlar? Af hverju þykir þeim ekki mikilvægt að mæta? Finnst þeim jafnrétti kannski vera náð nú þegar? Eru þeir ánægðir með stöðuna? Ef svo er þá eru þeir einir um þá skoðun því fjarvera þeirra olli vonbrigðum og það var bagalegt að hafa ekki stjórnendur úr efsta laginu á þessum mikilvæga fundi.Óþarfi að fjölga konum Á landsfundinum var komið inn á það að verið væri að undirbúa vinnu sem stuðlar að því að bæta starfsaðstæður kjörinna fulltrúa, okkar sem störfum á vettvangi sveitarfélaga en erum samt ekki eiginlegir starfsmenn. Horft væri til þess að fjölga konum og lengja starfstímabil þeirra. Hér skulum við aðeins staldra við. Fjölga konum? Í dag eru konur um helmingur kjörinna fulltrúa, sem þýðir að hinn helmingurinn er karlar. Vandinn liggur ekki þar, hann liggur í því að þótt konur séu helmingur kjörinna fulltrúa er helmingur oddvita og sveitarstjóra ekki konur. Þar eru karlar í töluverðum meirihluta.Karlarnir efst, konurnar neðar Á Íslandi er engin kona forstjóri hjá skráðu félagi í Kauphöllinni. Karlmenn einoka þá stétt. Umdeildur kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja hefur ekki skilað neinum árangri inn í æðstu stöður og samt hafa jafn margir karlar og konur útskrifast úr viðskipta- og lögfræði (sem er algengasta menntun stjórnenda á Íslandi) síðustu tuttugu ár. Skýringin liggur því ekki í menntun eða færni. Við verðum að leita hennar annars staðar. Liggur hún í menningu fyrir ákveðnum valdastrúktúr sem okkur reynist erfitt að breyta? Í Garðabæ höfum við gert okkur far um að reyna að ná jafnvægi í þessum málum. Að sjálfsögðu er jafnt kynjahlutfall í nefndum sveitarfélagsins. Það býður heldur enginn stjórnmálaflokkur fram í dag nema með nokkurn veginn jafn marga karla og konur á listunum (nema kannski einn) og ef við horfum til formennsku í nefndum og ráðum þá er formaður fjölskylduráðs í Garðabæ karlmaður og undirrituð er formaður bæjarráðs, reyndar fyrst kvenna. Allt hefur sinn tíma og við erum ekki fullkomin, ekki heldur Garðabær. Bæjarstjórinn er karl. Staðgengill hans, sem er forstöðumaður stjórnsýslu- og fjármálasviðs, er líka karl. Forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs er karl og það er einnig forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Fjármálastjórinn er karl. Forstöðumaður fjölskyldusviðs er kona. Líkt og í svo mörgum sveitarfélögum og fyrirtækjum þar sem mikill meirihluti starfsmanna eru konur, eru karlar í efsta lagi stjórnenda. Nærtæk dæmi eru formenn í Félagi hjúkrunarfræðinga og formaður Félags leikskólakennara, þessara stóru kvennastétta. Markmið okkar ætti að vera augljóst. Það á að vera að ná alvöru jafnvægi, jafnrétti, að brjóta loksins þetta ósýnilega og hnausþykka glerþak. Það er ekki til neins að halda fundi á fundi ofan, stæra sig af metnaðarfullum stefnum og skýrslum ef valdastrúktúrinn breytist ekki neitt og karlkyns stjórnendur láta ekki einu sinni sjá sig þegar jafnréttismál eru tekin fyrir á mikilvægum vettvangi. Þessi mál eru gríðarlega mikilvæg, við þurfum nauðsynlega bæði kynin í öll störf. Niðurnjörvað og úr sér gengið fyrirkomulag hamlar framförum.Góð þjónusta er jafnréttismál Sveitarstjórnarstigið snertir marga, í raun alla íbúa þessa lands. Aukin þjónusta við börn, aukin þjónusta við eldri íbúa og betri þjónusta við fatlaða einstaklinga og betri samgöngur bæta lífsgæði fólks, og þá sérstaklega lífsgæði kvenna af því að konur, sem oftar eru með lægri laun, eru líklegri til að minnka vinnu sína eða taka meira leyfi frá störfum þegar þjónusta við fjölskyldumeðlim er ekki nógu góð. Slök þjónusta við börn, eldri íbúa og fatlaða einstaklinga lendir meira á konum en körlum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Góð þjónusta sveitarfélaga er því jafnréttismál. Sveitarstjórnir geta haft mikil áhrif og því fylgir ábyrgð. Það er einlæg trú mín að við sköpum betra samfélag ef bæði konur og karlar koma að málum. Við þurfum að standa okkur betur. Aðeins þannig tökum við þátt í því að bæta lífsgæði fólks – og um leið aukum við jafnrétti.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nýlega sat ég landsfund sveitarfélaga um jafnréttismál sem haldinn var í Garðabæ. Þetta var flottur landsfundur, þar voru 80 fulltrúar frá 30 sveitarfélögum sem hljómar vel, alveg þangað til að tekið er með í reikninginn að sveitarfélögin eru 72. Ef við miðum við 80 fulltrúa frá 30 sveitarfélögum þá vantaði 109 fulltrúa, heildarfjöldi fundargesta hefði átt að vera hátt í 200. Enn alvarlegra er hversu fáir bæjar- og sveitarstjórar voru á svæðinu. Ég sá heldur engan fjármálastjóra og samt var kynjuð fjárhagsáætlunargerð sérstaklega á dagskrá. Hvers vegna mæta hæst settu stjórnendur sveitarfélaganna ekki á landsfund um jafnréttismál? Er það af því að því að þeir eru nær allir karlar? Af hverju þykir þeim ekki mikilvægt að mæta? Finnst þeim jafnrétti kannski vera náð nú þegar? Eru þeir ánægðir með stöðuna? Ef svo er þá eru þeir einir um þá skoðun því fjarvera þeirra olli vonbrigðum og það var bagalegt að hafa ekki stjórnendur úr efsta laginu á þessum mikilvæga fundi.Óþarfi að fjölga konum Á landsfundinum var komið inn á það að verið væri að undirbúa vinnu sem stuðlar að því að bæta starfsaðstæður kjörinna fulltrúa, okkar sem störfum á vettvangi sveitarfélaga en erum samt ekki eiginlegir starfsmenn. Horft væri til þess að fjölga konum og lengja starfstímabil þeirra. Hér skulum við aðeins staldra við. Fjölga konum? Í dag eru konur um helmingur kjörinna fulltrúa, sem þýðir að hinn helmingurinn er karlar. Vandinn liggur ekki þar, hann liggur í því að þótt konur séu helmingur kjörinna fulltrúa er helmingur oddvita og sveitarstjóra ekki konur. Þar eru karlar í töluverðum meirihluta.Karlarnir efst, konurnar neðar Á Íslandi er engin kona forstjóri hjá skráðu félagi í Kauphöllinni. Karlmenn einoka þá stétt. Umdeildur kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja hefur ekki skilað neinum árangri inn í æðstu stöður og samt hafa jafn margir karlar og konur útskrifast úr viðskipta- og lögfræði (sem er algengasta menntun stjórnenda á Íslandi) síðustu tuttugu ár. Skýringin liggur því ekki í menntun eða færni. Við verðum að leita hennar annars staðar. Liggur hún í menningu fyrir ákveðnum valdastrúktúr sem okkur reynist erfitt að breyta? Í Garðabæ höfum við gert okkur far um að reyna að ná jafnvægi í þessum málum. Að sjálfsögðu er jafnt kynjahlutfall í nefndum sveitarfélagsins. Það býður heldur enginn stjórnmálaflokkur fram í dag nema með nokkurn veginn jafn marga karla og konur á listunum (nema kannski einn) og ef við horfum til formennsku í nefndum og ráðum þá er formaður fjölskylduráðs í Garðabæ karlmaður og undirrituð er formaður bæjarráðs, reyndar fyrst kvenna. Allt hefur sinn tíma og við erum ekki fullkomin, ekki heldur Garðabær. Bæjarstjórinn er karl. Staðgengill hans, sem er forstöðumaður stjórnsýslu- og fjármálasviðs, er líka karl. Forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs er karl og það er einnig forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Fjármálastjórinn er karl. Forstöðumaður fjölskyldusviðs er kona. Líkt og í svo mörgum sveitarfélögum og fyrirtækjum þar sem mikill meirihluti starfsmanna eru konur, eru karlar í efsta lagi stjórnenda. Nærtæk dæmi eru formenn í Félagi hjúkrunarfræðinga og formaður Félags leikskólakennara, þessara stóru kvennastétta. Markmið okkar ætti að vera augljóst. Það á að vera að ná alvöru jafnvægi, jafnrétti, að brjóta loksins þetta ósýnilega og hnausþykka glerþak. Það er ekki til neins að halda fundi á fundi ofan, stæra sig af metnaðarfullum stefnum og skýrslum ef valdastrúktúrinn breytist ekki neitt og karlkyns stjórnendur láta ekki einu sinni sjá sig þegar jafnréttismál eru tekin fyrir á mikilvægum vettvangi. Þessi mál eru gríðarlega mikilvæg, við þurfum nauðsynlega bæði kynin í öll störf. Niðurnjörvað og úr sér gengið fyrirkomulag hamlar framförum.Góð þjónusta er jafnréttismál Sveitarstjórnarstigið snertir marga, í raun alla íbúa þessa lands. Aukin þjónusta við börn, aukin þjónusta við eldri íbúa og betri þjónusta við fatlaða einstaklinga og betri samgöngur bæta lífsgæði fólks, og þá sérstaklega lífsgæði kvenna af því að konur, sem oftar eru með lægri laun, eru líklegri til að minnka vinnu sína eða taka meira leyfi frá störfum þegar þjónusta við fjölskyldumeðlim er ekki nógu góð. Slök þjónusta við börn, eldri íbúa og fatlaða einstaklinga lendir meira á konum en körlum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Góð þjónusta sveitarfélaga er því jafnréttismál. Sveitarstjórnir geta haft mikil áhrif og því fylgir ábyrgð. Það er einlæg trú mín að við sköpum betra samfélag ef bæði konur og karlar koma að málum. Við þurfum að standa okkur betur. Aðeins þannig tökum við þátt í því að bæta lífsgæði fólks – og um leið aukum við jafnrétti.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun