Fellibylurinn í Japan: Undarlegt að upplifa Tókýó nær mannslausa á meðan óveðrið gekk yfir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. október 2019 19:00 Á sjötta tug eru látnir eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir stóran hluta Japans. Íslensk kona sem býr í Tókýó segir það hafa verið sérstakt að upplifa þessa milljóna manna borg nær tóma eftir að yfirvöld settu útgöngubann á, vegna stormsins. Yfirvöld í Japan meta enn eyðilegginguna sem urðu af völdum fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Björgunarsveitir leita enn á svæðum sem urðu verst úti að eftirlifendum hamfaranna. Að minnsta kosti fimmtíu og sex létust og á annan tug er enn saknað.Asra Rán Björt Zawarty Samper býr í Tókýó og stundar þar nám.Vísir/Stöð 2Einkennilegt að sjá Tókýó nær mannlausa Íslensk kona, búsett í Tókýó segir storminn hafa haft gífurleg áhrif í borginn þrátt fyrir að fellibylurinn hafi ekki gengið þar yfir. „Það sem að var hvað helst einkennilegt var það borgin var bara lokuð, hún var bara í „lock down“ eiginlega. Það er eitthvað sem gerist bara aldrei í Tókýó,“ Asra Rán Björt Zawarty Samper, sem stundar nám þar í borg. Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins fyrirskipaði í dag að eitt þúsund liðsmenn úr varaliði hersins mundi taka þátt í björgunarstörfum með öðrum þrjátíu þúsund hermönnum og björgunarmönnum. Tugþúsundir Japana halda til í neyðarskýlum.Hús hreinlega tættust í sundur þegar fellibylurinn gekk yfir.APHús tættust í sundur í veðurofsanum Víða í kringum höfuðborg landsins fór illa. Hús hreinlega tættust í sundur eða hrundu og bílar tókust á loft. Vindhraðinn náði að minnsta kosti 60 metrum á sekúndu á tímabili. 176 ár flutu yfir bakka sína, einkum í mið- og austurhluta landsins. „Það voru hús sem voru rifin og þak fór af sumum og bílar á hvolfi og allt á floti. Það var ein á, sem er bara rétt hjá þar sem ég bý, sem að fylltist,“ segir Asra. Asra segist hafa fundið vel fyrir veðrinu í borginni. „Húsið hristist og ég var kannski bara aðallega hrædd um það að gluggarnir myndu brotna eða eitthvað svoleiðis en aðalega var þetta rosalega þung rigning,“ segir Asra. Þrátt fyrir að björgunarstarf sé enn í fullum gangi í nágrannahéruðum Tókýó er borgin að komast í samt horf. „Tókýó er þegar búin að ná sér. það er allt bara komið í eðlilegt ástand hér. Í héruðum í kringum Tókýó býst ég við að þetta taki aðeins lengri tíma,“ segir Asra. Íslendingar erlendis Japan Tengdar fréttir Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45 Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Á sjötta tug eru látnir eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir stóran hluta Japans. Íslensk kona sem býr í Tókýó segir það hafa verið sérstakt að upplifa þessa milljóna manna borg nær tóma eftir að yfirvöld settu útgöngubann á, vegna stormsins. Yfirvöld í Japan meta enn eyðilegginguna sem urðu af völdum fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Björgunarsveitir leita enn á svæðum sem urðu verst úti að eftirlifendum hamfaranna. Að minnsta kosti fimmtíu og sex létust og á annan tug er enn saknað.Asra Rán Björt Zawarty Samper býr í Tókýó og stundar þar nám.Vísir/Stöð 2Einkennilegt að sjá Tókýó nær mannlausa Íslensk kona, búsett í Tókýó segir storminn hafa haft gífurleg áhrif í borginn þrátt fyrir að fellibylurinn hafi ekki gengið þar yfir. „Það sem að var hvað helst einkennilegt var það borgin var bara lokuð, hún var bara í „lock down“ eiginlega. Það er eitthvað sem gerist bara aldrei í Tókýó,“ Asra Rán Björt Zawarty Samper, sem stundar nám þar í borg. Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins fyrirskipaði í dag að eitt þúsund liðsmenn úr varaliði hersins mundi taka þátt í björgunarstörfum með öðrum þrjátíu þúsund hermönnum og björgunarmönnum. Tugþúsundir Japana halda til í neyðarskýlum.Hús hreinlega tættust í sundur þegar fellibylurinn gekk yfir.APHús tættust í sundur í veðurofsanum Víða í kringum höfuðborg landsins fór illa. Hús hreinlega tættust í sundur eða hrundu og bílar tókust á loft. Vindhraðinn náði að minnsta kosti 60 metrum á sekúndu á tímabili. 176 ár flutu yfir bakka sína, einkum í mið- og austurhluta landsins. „Það voru hús sem voru rifin og þak fór af sumum og bílar á hvolfi og allt á floti. Það var ein á, sem er bara rétt hjá þar sem ég bý, sem að fylltist,“ segir Asra. Asra segist hafa fundið vel fyrir veðrinu í borginni. „Húsið hristist og ég var kannski bara aðallega hrædd um það að gluggarnir myndu brotna eða eitthvað svoleiðis en aðalega var þetta rosalega þung rigning,“ segir Asra. Þrátt fyrir að björgunarstarf sé enn í fullum gangi í nágrannahéruðum Tókýó er borgin að komast í samt horf. „Tókýó er þegar búin að ná sér. það er allt bara komið í eðlilegt ástand hér. Í héruðum í kringum Tókýó býst ég við að þetta taki aðeins lengri tíma,“ segir Asra.
Íslendingar erlendis Japan Tengdar fréttir Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45 Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45
Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40