Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2019 13:09 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. Vísir/Egill Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að það sé hörmulegt að í evrópsku lýðræðisríki sé fólk dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar. Í morgun voru þungir fangelsisdómar kveðnir upp í Hæsta rétti Spánar yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu vegna aðgerða í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Leiðtogarnir níu voru sýknaðir af ákærulið um ofbeldisfulla uppreisn en fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. „Mér finnst í raun og veru með ólíkindum að verið sé að fangelsa og kveða upp svona langa fangelsisdóma yfir kjörnum fulltrúum sjálfsstjórnarhéraðs fyrir það eitt að vilja kjósa um sjálfstæði héraðsins. Að auki eru þarna tveir fulltrúar almannasamtaka sem hafa starfað og barist fyrir sjálfstæði Katalóníu sem eru líka dæmdir í fangelsi fyrir sína baráttu. Svo má ekki gleyma forseta katalónska þingsins sem er í raun og veru dæmd fyrir það eitt að hafa leyft umræður í þingsal um sjálfstæði Katalóníu. Ég held að þetta muni og hljóti að hafa afleiðingar, bæði náttúrulega heima fyrir og á Spáni og gera spænsk stjórnmál mun erfiðari. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur í Katalóníu sjálfri, þessir dómar. Svo hafa leiðtogar Katalóníu kallað eftir viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu við þessum dómum sem kveðnir voru upp núna í morgun.“ Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Rósa Björk segir að utanríkismálanefnd Alþingis hefði á fundi sínum í morgun óskað eftir minnisblaði um viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæsta réttar. Sjá nánar: Dómum yfir sjálfsstæðissinnum mótmælt í KatalóníuHundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun.Vísir/EPAVandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu vegna ótta um fordæmiEn hefur alþjóðasamfélagið brugðist Katalóníu? Hefur það tekið nógu sterka afstöðu?„Þetta mál er snúið, sérstaklega fyrir Evrópusambandið vegna hræðslu um fordæmi fyrir sjálfsstjórnarhéröð innan Evrópusambandsins en Katalónar hafa alltaf verið skýrir á því að þeir vilja vera í Evrópusambandinu sjálf og það hefur alltaf verið meginþráðurinn þeirra baráttu að þau vilji taka þátt í alþjóðasamstarfi og svo Evrópusambandinu þannig að það ætti ekki að valda mikilli úlfúð. Ég held að það hafi verið mikill vandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu um hvernig ætti að bregðast við sjálfstæðiskröfu Katalóníu.“ Áfall fyrir sjálfsstæðishreyfingu Katalóníu Rósa Björk hefur hitt nokkra af þeim þingmönnum sem hlutu dóma í morgun í eigin persónu.Hvernig líður þeim? Er þetta ekki frekar skrítið augnablik í sögunni?„Jú, þetta er í raun og veru áfall fyrir sjálfsstjórn Katalóníu sem sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins í morgun. Þau tala um hvaða áhrif þetta getur haft, bæði á alþjóðavettvangi og svo líka ekki síst innan Katalóníu og á Spáni. Þau hafa miklar áhyggjur af því,“ segir Rósa Björk. Hún óttast að staðan verði viðkvæmari eftir dómana. „Þá reynir á ríkisstjórn Spánar að stíga varlega niður fæti og reyna að leita friðsamlegra lausna.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að það sé hörmulegt að í evrópsku lýðræðisríki sé fólk dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar. Í morgun voru þungir fangelsisdómar kveðnir upp í Hæsta rétti Spánar yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu vegna aðgerða í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Leiðtogarnir níu voru sýknaðir af ákærulið um ofbeldisfulla uppreisn en fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. „Mér finnst í raun og veru með ólíkindum að verið sé að fangelsa og kveða upp svona langa fangelsisdóma yfir kjörnum fulltrúum sjálfsstjórnarhéraðs fyrir það eitt að vilja kjósa um sjálfstæði héraðsins. Að auki eru þarna tveir fulltrúar almannasamtaka sem hafa starfað og barist fyrir sjálfstæði Katalóníu sem eru líka dæmdir í fangelsi fyrir sína baráttu. Svo má ekki gleyma forseta katalónska þingsins sem er í raun og veru dæmd fyrir það eitt að hafa leyft umræður í þingsal um sjálfstæði Katalóníu. Ég held að þetta muni og hljóti að hafa afleiðingar, bæði náttúrulega heima fyrir og á Spáni og gera spænsk stjórnmál mun erfiðari. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur í Katalóníu sjálfri, þessir dómar. Svo hafa leiðtogar Katalóníu kallað eftir viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu við þessum dómum sem kveðnir voru upp núna í morgun.“ Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Rósa Björk segir að utanríkismálanefnd Alþingis hefði á fundi sínum í morgun óskað eftir minnisblaði um viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæsta réttar. Sjá nánar: Dómum yfir sjálfsstæðissinnum mótmælt í KatalóníuHundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun.Vísir/EPAVandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu vegna ótta um fordæmiEn hefur alþjóðasamfélagið brugðist Katalóníu? Hefur það tekið nógu sterka afstöðu?„Þetta mál er snúið, sérstaklega fyrir Evrópusambandið vegna hræðslu um fordæmi fyrir sjálfsstjórnarhéröð innan Evrópusambandsins en Katalónar hafa alltaf verið skýrir á því að þeir vilja vera í Evrópusambandinu sjálf og það hefur alltaf verið meginþráðurinn þeirra baráttu að þau vilji taka þátt í alþjóðasamstarfi og svo Evrópusambandinu þannig að það ætti ekki að valda mikilli úlfúð. Ég held að það hafi verið mikill vandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu um hvernig ætti að bregðast við sjálfstæðiskröfu Katalóníu.“ Áfall fyrir sjálfsstæðishreyfingu Katalóníu Rósa Björk hefur hitt nokkra af þeim þingmönnum sem hlutu dóma í morgun í eigin persónu.Hvernig líður þeim? Er þetta ekki frekar skrítið augnablik í sögunni?„Jú, þetta er í raun og veru áfall fyrir sjálfsstjórn Katalóníu sem sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins í morgun. Þau tala um hvaða áhrif þetta getur haft, bæði á alþjóðavettvangi og svo líka ekki síst innan Katalóníu og á Spáni. Þau hafa miklar áhyggjur af því,“ segir Rósa Björk. Hún óttast að staðan verði viðkvæmari eftir dómana. „Þá reynir á ríkisstjórn Spánar að stíga varlega niður fæti og reyna að leita friðsamlegra lausna.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44